05 júní 2008

Dramatíkin

Vinkona mín á Írlandi, Margrét O'Sullivan varaði mig við því að vera dramatísk þegar karlmenn væru annarsvegar. Ég hafði það í huga þegar Andrew kom hingað til lands og það var ekki fyrren á þriðja degi sem ég sagði honum að þegar fyrst þegar ég sá hann hefði mig langað tilað giftast honum, nánar tiltekið á Laugarvatni, eftir mikla ferð um Gullfoss, Geysi, Þingvelli og Kjöl. Andrew var svo kurteis að hann sagðist vera "flattered". Ég var svo lítið að minnast á þetta við hann nema í öðru samhengi þarsem ég sagðist eiga erfitt með að vera heil, en það er önnur saga, og það var svo ekki fyrren daginn sem hann fór að þetta bara aftur á góma og ég sagði:

Elísabet: Andrew, could you wait for me?

Andrew: Sorry? (Hann var svo kurteis)

Elísabet: Because I am not ready to get married, so could you wait for me.

Andrew: Uh, ok, yes, I will see about that.

*

5 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Þú ert .....
og svo beið ég heillengi með fingurna tilbúna að skrifa næsta orð- sem kom svo bara ekki.
Fann það ekki, þó ég biði eins og asni(og já með fingurna spennta) í ábyggilega 10 sekóntur.
heil eilífð án orða, ef maður lítur á það réttum augum.


En Elísabet, ég ætla að útskrifa mömmu.
Ég hringi í hana núna.
Kannski við bjóðum þér í veisluna.
kv
Lísbet

Nafnlaus sagði...

Hey, það er kúl að vera "heil eilífð án orða..." lengra kemst maður ekki, allavega ekki ég, þú kæra Hornstranda-álfa-drós.

Já, þú ert algjör hunangsilmur að útskrifa mömmu þína, þú ert líka snillingur, útskriftar-villingur.

kveðja, þín Elísabet

Unknown sagði...

http://www.youtube.com/watch?v=sUG4pkPCj0c

Nafnlaus sagði...

Hæ Kristinn, gaman að heyra frá þér, ég tjékkaði á þessu jútjúb og fann þá en ekkert hljóð,

athuga hvort það kemur á morgun, og hvort ég rekst þá að einhver dulin skilaboð ha ha ha ha...

kær kveðja, Elísabet

Nafnlaus sagði...

ég er búin að sofa tólf tíma, og það eru allstaðar brjálaðir smiðir í nágrenninu, -

best að kúra áfram. ekj