03 júní 2008

Ísbjörninn

Garpur sonur minn hringdi í mig áðan og sagði: Mamma, ertu búin að heyra um ísbjörninn sem var á töltinu í Skagafirði í morgun. Það er búið að skjóta hann. Afhverju er verið að gera Garp og 0kkur svona sorgmædd og allir ísbirnir skotnir. Hverskonar ríkisstjórn er þetta sem lætur skjóta ísbirni? Gamaldags aðferðir, sagði Árni Finnsson formaður Náttúruverndarsamtakanna. Og afhverju var honum ekki boðið læri áðuren hann drapst, það getur líka verið að Ísbjörninn hafi verið á leið í Trékyllisvík að heimsækja Hrafn bróður minn. En mér finnst þetta ekki fallega gert gagnvart Garpi - og ekki fallega gert gagnvart ísbirninum.

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Illugi gefur mér alltaf eitthvað ísbjörn í jólagjöf, ísbjarnarnáttföt, ísbjarnarkodda, enda hef ég skrifað bestu sögu ever um ísbjörn.

ó, já takk, ég er svo hógvær. nei vær.

ekj