09 júní 2008

Sól og blíða og köngulóarblóð

Ég fór í sólbað í Töfragarðinn í dag, það var yndislegt, hafði ekki komið þangað í nokkur ár, það var einn fugl sem hafði komið sér fyrir á trjátoppi einsog í barnateikningu og spilaði þar og söng hin ljúfustu lög, ég drap eina könguló - óvart - á nöktu lærinu svo ég er með köngulóarblóð á lærinu, vissi ekki það væri blóð í þessum vinkonum mínum, en þetta var fullkomið, ég keyrði Garp og Ingunni og Emblu útá völl, þau fóru að heimsækja Kristínu, Jökul og Zizou sem búa í Norður-Karólínu í Ameríku. Ég hlustaði á AA-stöðina, þetta er spennandi tungumál og heimur sem þau túlka. Ég sá hús og kirkju á Keflavíkurveginum - neðst til vinstri - á leiðinni í bæinn, man ekki eftir að hafa séð það. Talaði soldið við guð í garðinum og fékk mér peru eftir ég hafði brotist gegnum lúpínuþykknið. Fékk mér svo ís með heitri súkkulaðisósu og fór heim og lagðist í sófann og hugsaði um líf mitt.

*

Hér til hægri eru komnar tvær nýjar myndir sem Ingunn Sigurpálsdóttir tengdadóttir mín tók við útskriftina af mér og Emblu Karen Garpsdóttur nýjasta ömmubarninu. Myndin er tekin í Borgarleikhúsinu þarsem athöfnin fór fram.

*

En nú mun ég halda áfram að hugsa um líf mitt.

6 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Hugsanir eru eins og silkiþræðir á meðan þankar eru kaðlar. Að vera þungt hugsi klæðir mann svo ótrúlega vel. Spari vel.
Þankarnir eru meira eins og leður eða strigi. Þungir þankar eru sniðlausir og hilja allt þetta sem silkið undirstrikar á fallega mátann.
Eins og munurinn á skammdegi og rökkri.

Ég ætla líka að hugsa um lífið, þó mér finnist óendanlega kúl að vera þessi "þenkjandi" týpa

Nafnlaus sagði...

þú ert nú bara allskonar týpa Lísbet, bara eftir því hvað þér dettur í hug, þú ert aðalega þú sjálf, leikhús, gjöfult og skemmtilgt og óvænt og þarft ekki að vera nein týpa því guð sagði þegar þú fæddist,

...þessi þarf bara að vera Lísbet.

knús, ekj

Nafnlaus sagði...

og viltu svo senda mér aftur slóðina þína, i lost it... uhu.

Unknown sagði...

hehehehe þú týnda sál.
Finndu þig á
www.afsprengill.bloggar.is

mikið er gott að vera Lísbet (þrátt fyrir að það vanti E ið og A ið)

Nafnlaus sagði...

gunnar þú ert ekki að skilja Lísbet og það vantar ekki neitt.

sissybet

Nafnlaus sagði...

nú fatta ég þetta, þegar ég er búin að lesa þetta tvisvar,

olræt einsog amma sagði,

ekj