07 júní 2008

Spenna - ekki spenna

Ég er að reyna koma mér upp einhverri spennu, ég er reyndar búin að vera í spennuástandi alltof lengi, augun á mér tildæmis eru helþreytt og ég er búin að kaupa klaka-augu tilað frysta og leggja ofaná mín alvöru-augu. Svo er ég ekki skotin í neinum, ég er búin að fara yfir listann og það er enginn sem ég er skotin í, það er reyndar einn sem mig langar að vera góð við en ég veit ekki hvort það er það sama. En hvað á ég að gera þegar er engin spenna....

dæmi:

Pússa borðið
Taka málningu af gyllta glugganum
Horfa á Portugal-Tyrkland
Liggja í sófanum og detta útaf
Horfa uppá Snæfellsnes
Þrífa eldhússkápana
Raða hjartasteinunum
Fá mér vatn
Fá mér meira vatn
Kommentera
Kíkja á bloggið
Lesa blöðin
Dást að hvítu blómunum
Bíða eftir jarðskjálftanum
Hugsa um líf mitt
Greiða á mér hárið

Já, það er semsagt engin spenna í lífi mínu, það er gott, maður verður að takast á við nýja hluti í lífinu. En ég er aftur byrjuð að hugsa um Flatey á Breiðafirði þegar ég vakna svo ég hugsa að stefnan verði sett þangað. Allavega í huganum því það er allt á floti þar.

6 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Sko, hvernig á maður að kommentera á svona, þetta er ljóð, já þetta er meira svona ljóð fattaru,

Nafnlaus sagði...

Það er hægt að kommentera á ljóð einsog tildæmis, þetta er fallegt ljóð, eða sérstakt ljóð, það inniheldur lista.

kveðja.

Nafnlaus sagði...

got you.

Nafnlaus sagði...

ég er reyndar með eina spurningu, hvernig góð við?

Nafnlaus sagði...

no komment.

Nafnlaus sagði...

friðgerður, ert þú með bloggsíðu?