28 júní 2008
Sveiflur II
Hjá okkur sem eru með geðhvörf er stundum talað um dægursveiflu. Ég veit ekki hvort það er líka gert hjá öðrum. En mín dægursveifla er þá sú að ég vakna í þunglyndi og sofna í maníu, svona ef ég ýki þetta. Því ég hef ekki farið í maníu síðan ég fór að taka líþíum. En líþíum virkar betur á maníurnar en þunglyndið. Þótt ég taki þessi ágætu lyf þarf ég stundum að kljást við sveiflur, einsog að vakna í þunglyndi á morgnana, sannfærð um að ég sé komin með krabbamein, eigi stutt eftir, hafi ekkert gert í lífinu. (Þegar ég var í skólanum hafði ég ekki tíma í þessar hugleiðingar, ég varð að drífa mig á fætur) En svo tók ég eftir því að ég var mikið hressari á kvöldin, þá fékk ég stórkostlegar hugmyndir hvernig ég gæti bætt stöðu mína, fjölskyldunnar og heimsins, glaðvaknaði og átti erfitt með að sofna. Þetta var frekar óþolandi en einhverra hluta vegna ríkir jafnvægi núna, ég veit ekki afhverju. En ég gæti komist að því í næstu færslu.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
2 ummæli:
hmmm, ég hélt að ég væri ein.
stæsta afsökunin mín fyrir heilbrygði er sú að ég sveiflast örar en mamma.
Manían mín er ekki í vikur eða mánuð eins og hjá henni, heldur bara stutt og svo er hún farin og ég vakna og er hissa og veit ekki havð mér gekk til á meðan á því stóð.
Hef staðið í þeirri trú að þetta sé það sem "má"
Ekki það að ég sé að viðurkenna það, þó ég setji það á vefinn...en ég hef óttast þetta dálítið lengi, og núna er það að gerast og ég veit það betur en allt sem ég veit að þetta er ÞAÐ.
Ég er orðin stór.
og þegar ég verð stór þá verð ég eins og hún.
Fegurðin við það er fallegri í fjarska , þegar ég sé það ekki í minni eigin spegilmynd.
Betra þegar ég sé það hjá henni.
Hvað ef þetta er bara rétt upphafið og ég eigi eftir að fara allan skalann hennar?
Hvað ef seinustu ár eru þau heilbrigðustu sem ég fæ og héðan í frá verður alltaf sagt
"æ , já hún Lísbet, þú veist hvernig hún er"
og börnin mín fá:
"merkilegt hvað hefur ræst úr ykkur, svona miðað við allt"
Ja, nú er ég enginn sérfræðingur en mér dettur helst í hug að þú "farir ekki allan skalann" einsog þú orðar það af því þú ert í "prógrammi" eða samtökunum svo ég noti leyniorðin.
Kannski er það ekki rétt hjá mér.
En geðhvörf (ef þetta eru þau) birtast með svo mismunandi hætti hjá hverjum og einum,
- AÐALMÁLIÐ finnst mér vera: Er þetta að há mér? Eru þessar sveiflur að koma í veg fyrir að ég geti notið mín til fulls,...
eru þær að trufla mig?
Nota ég þær sem litla guði?
Stjórna ég öðru fólki með þeim?
Tildæmis ef ég segi fólki ég sé þunglynd fæ ég yfirleitt þónokkra samúð, ef ég segi fólki að ég haldi að ég sé nálægt geðhæð og sé ör, þá kemur viðhorfið: Hva! Geturðu ekki tekið ábyrgð á eigin lífi!?
En ég ætla blogga soldið um daglegt líf og líþíum.
ást og knús fyrir þetta magnaða komment Lísbet HEILBRIGÐA. Ég meina, Lísbet, það er heilbrigt að tjá sig einsog þú gerir!!!
Skrifa ummæli