04 júní 2008

Útskriftargjöfin mín

Ljóðið Fyrirmyndarbörn eftir Garp I. Elísabetarson

Ég er búinn að hafa 24 ár,
til að koma henni til manns,
búið að kosta blóð,svita og tár,
og skilja eftir sig mörg ör og sár.

Margar bækur, ljóð og sögur,
klúrin ljóð og ein saga misfögur,
öll þessi ár með leikhúsæði,
og loks hún fór að læra þessi fræði.

Loks ég fekk hana á skólabekk,
þrjú ár, vakna snemma, læra heima,
alla athygli að sjálfsögðu hún fékk,
svo með írskum draugum hún fékk að sveima.

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Duglegur í uppeldnu hann Garpur....ætti að fá ráð eða tvö- svo mamma komist einhverntíman til manns....
kv
Lísbet

Nafnlaus sagði...

já, þeir tóku þetta að sér, hann og Jökull þegar allir aðrir höfðu gefist upp og munaðarleysingjahælið blasti við, en ónei,.... Ella Stína hjarnaði við í þeirra höndum og hefur bæði lært leikhús og fótbolta og allskonar hluti sem hún ætti kannski að skrifa bók um.

Nafnlaus sagði...

Heyrðu, Lísbet, mamma þín er örugglega komin til manns af þínum völdum, það gæti hinsvegar verið að þú þyrftir að útskrifa hana...

ha ha hahaha... ellastína