Merkisdagur í mínu lífi, þá fór ég til Írlands... í fyrra.
Og svo á Indíana afmæli í dag, hún er 17 ára, hún er fyrsta manneskjan á jörðinni sem kallaði mig ömmu. Lucky me. Og hún auðvitað ha ha ha. Indíana er blíðlynt hörkutól, fegurðardís og skemmtilegheitaskratti. Hefur kennt mér margt í lífinu. Til hamingju með daginn Indíana knús.
Og Kristinn á Dröngum hefði orðið 96 ára, vinur minn og fv. tengdafaðir. Eitt merkilegt tímabil í lífi mínu þegar við bjuggum tvö saman á Seljanesi, ég veiddi ísbirni og hann smíðaði bát.
Svo eru Kristín Arna, Ingunn, Garpur og Embla Karen að koma í læri í kvöld, mikill hátíðisdagur.
Mér hefur alltaf þótt vænt um 8.september.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli