05 september 2008

Hlátur Emblu Karenar

Hún Embla Karen hló og skríkti, já hún eiginlega skellihló þegar hún sá ömmu sína Elísabetu sem loksins kom í heimsókn, og það var einmitt þessi hlátur sem fylgdi mér inní draumalandið um kvöldið. Ha ha ha.

4 ummæli:

Nafnlaus sagði...

barnahlátur er notalegasta hljóð sem ég veit. Svo miklu betri en barna-þögn.

En gettu hvað e´g er að fara að gera í dag!
já allt í lagi , þetta 2Gettu" var bara upp á grín.
En ég skal segja þér það án þess að þú getir.
Ég ætla að hitta Garp og heilt fótboltalið útaðborða í hádeginu.
Svo fer ég og verð eina manneskjan á vestfjörðum sem stend á hliðalínunni og held ekki með BÍ/Bolungarvík....

Nafnlaus sagði...

Frábært, öskraðu bara nógu mikið, eða nærvera þín hlýtur að tryggja Garpi og félögum sigur,

ég var einmitt að hugsa til þín þegar ég vissi að þeir voru á leiðinni vestur,

en spurt er, hvenær kemur Ella Stína vestur, þarf hún að keppa í einhverju til þess,

knús, ekj

Nafnlaus sagði...

hmmm. Sko Elísabet. ´
Ég ætla að koma með fullkomna afsökun fyrir þig að koma vestur...hvar á ég að byrja....hmmm:

Lísbet
Hrafnarnir
bláberin(lítið eftir....)
þétta myrkrið
fjöllin
loftið sem lyktar eins og frelsi og þang blandað saman.

BÚRIÐ!!, þarna kom það.
Komdu vestur því ég vill að þú sýnir í BÚRINU!
Er það ekki tilboð sem þú getur ekki hafnað?

Nafnlaus sagði...

hvernig fór leikurinn.

en ég elska búrið, búrið hennar ömmu var hástemmd dulúð, eitthvað á bak við og þar réði amma og maður varð að stelast ef maður ætlaði að aðeins að laumast...

en það var samt samþykkt,

búrið, hvað er það???