11 september 2008

Hvað get ég gert í búrinu?

1. Verið nakin innanum fulltaf risaþorskum.
2. Sagt söguna mína.
3. Sýnt mjaðmahreyfingar.
4. Borðað smákökur.
5. Hugsað.
6. Reynt að komast út en kemst ekki út nema búa til auka-persónuleika.
7. Beðið um að láta fleygja einhverju til mín, einsog poppi, banönum, bíómiðum.
8. Reynt að fá pláss á togara.
9. Grátið.
10. Lesið í Bíblíunni og fengið hláturskast yfir Sköpunarsögunni einsog ég fékk þegar ég var átta ára um borð í Gullfossi og las: Guð sagði, verði ljós og það varð ljós. Og ég fór að hlæja því þetta var svo einfalt og ég hélt að trú væri svo alvarleg. Ha ha ha. Ha ha ha.
11. Látið Villa Valla klippa mig.
12. Talið upp í hvaða húsum á Ísafirði ég hef sofið hjá í.

'

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

ó , ó , ó
ég er svo spennt að hafa þig í búri. ´
Ég ætla að vera hafmeyja í búrinu einhverntíman þegar ég hef öðlast "the guts to do it"

-þú gætir drukkið jökla íslands
-þú gætir hreinsað olíu af steini
-klappað kettling sem héti skarfur
-kveikt í lista (helst einhverjum góðum, t.d "það sem ég ætlaði að gera fyrir fimmtugt, en gleymdi mér" listanum)
-bara "verið" í smá stund.
ó, eða sögustund .
Einusinni var stelpa sögurnar eru ótrúlega fallegar.

Dillandi hlátur
Lísbet

Nafnlaus sagði...

takk, lísbet, ég gæti líka hringt í þig,

knús, ellastína