08 september 2008

Húsið er galdur

"Þú og húsið er hreinasti galdur sem gott er að vera inní"... kommenteraði mín stórvinkona Stína Bjarna til margra ára og það ég varð að birta það, því þótt ég sé hrútur með allan þann eld sem ég mögulega get valdið, leiðtogi, (kona sagði það, jógakennari, svo ég er ekki að monta sig en það má monta sig og bráðum fer ég í rauðu náttfötin mín!) en elska að gera eitthvað fyrst og á undan öðrum þótt ég þurfi ekki að vera fyrst á fætur, en hrútur, hrútur, en þá er ég RÍSANDI KRABBI, það þýðir sterkt móðureðli, elska heimilið, - mér finnst svo magnað ef húsið sem ég er alltaf að pæla í að flytja úr vegna umferðarhávaða á Hringbrautinni sé galdur. Það verður kannski tilþess ég láti setja þrefalt gler og fái mér þrefaldan kærasta. Ég ætti kannski að selja aðgang að húsinu, meðan ég dansa í eldhúsinu, fólk geti fengið að horfa á mig liggja í bláa sófanum, og liggja í Einarsben sófanum, og krúttast um og helst ekki fara útúr húsinu. Ó, ég held það sé fullt tungl.

Ég talaði við Indíönu, hún var hin sprækasta. Og svo kom hluti af klaninu í heimsókn, Kristín hans Jökuls, Ingunn og Garpur og Embla flotaforingi. Það var svo YNDISLEGT að fá þau í heimsókn. Og lærið var göldrótt. Og leikur á morgun. Áfram KV. Áfram Garpur.

Og hér kemur ein Embluvísa:

Hallar Embla undir flatt
alveg er það satt,
þá er sæta soldið frökk
situr amman kannski skökk.

'

Embla hallar undir flatt
alveg er það hreinasatt
hún er að horfa á ömmu sína
hallast kannski amman fína?

'

Engin ummæli: