11 september 2008

ELLA STÍNA ER BARNASTJARNA

„Þegar maður er barnastjarna er manni sagt hvert maður á að fara og hvar maður eigi að standa, maður er sífellt að leika fyrir fólk. Þetta gerir að verkum að manni finnst að maður þurfi sífellt að gera öðrum til hæfis,“ segir Kirsten, sem m.a. er fræg fyrir leik sinn í myndunum um Kóngurlóarmanninn.

Þetta er haft eftir Kirsten Dunst í mogganum í morgun. Og strax og Ella Stína las þetta fattaði hún að hún hafði verið BARNASTJARNA, nákvæmlega það sem hana dreymdi alltaf um, og fattaði bara ekki að hún hafði verið það fyrren hún las þessi ummæli.

En það var alltaf verið að segja Ellu Stínu hvert hún ætti að fara, hvar hún ætti að standa og hún átti alltaf að vera leika fyrir fólk. Og nú er hún þunglynd útaf þessu og viðurkenningasjúk. Gjörsamlega viðurkenningasjúk og kemst ekki útí Flatey eða til Heklu því einhver gæti komið með viðurkenningu til hennar á meðan, svo Ella Stína verður að vera heima tilað taka á móti viðurkenningum.

En Ella Stína er að hugsa um að brjóta upp mynstrið og hætta þessu barnastjörnuþunglyndi og athuga hvort þá kannski kemur viðurkenning!!!!

2 ummæli:

Katrín sagði...

Hér kemur fyrsta kommentið frá Austurríki!! :) - Límonaðið var yndislegt og ég ætla að geyma flöskuna vel. - Það er mjög fallegt hérna í Salzburg, kirkjuklukkur óma allan daginn og ég hlakka til að senda þér e-mail og segja þér betur frá öllu!

Risaknús frá mér til þín :)

Þín Katrín.

Nafnlaus sagði...

ó katrín, takk fyrir komment og kirkjuklukkur, gott þú hefur komist alla leið, það þýðir að þú kemst alla leið....

alla leið... með límonoðí,

var að vakna sjáðu til,

ást og risaknús og dvergaknús,

elísabet