Ella Stína hefur orðið: Já, ég á pabba og hann er frábær, hann hverfur stundum og ratar ekki heim, hann er mjög lengi að finna leiðina heim og þarf að lesa á öll skiltin, stundum er hann marga daga að finna leiðina heim og ég get orðið mjög hrædd um hann. Ég er stundum að hugsa um að búa til kort handa honum svo hann rati heim, kannski bara kort þarsem stendur stórum stöfum HEIM.
Svo er eitt annað byrjað að gerast, að hann hverfur hérna heima, hann hverfur ekkert inní skáp eða undir rúm eða neitt, heldur situr kannski í stól og er horfinn. Þá væri gott að hafa þetta kort sem ég er alltaf að hugsa um.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli