03 september 2008
Hjartnæmt blogg
Hversu oft hef ég gengið heim stíginn þessi 19 ár sem við höfum búið hér, og það er september, hauströkkrið allsráðandi og berjalykt af trjánum, sumarið búið að vera svo bjart og yndislegt og þá eitt kvöldið verður manni gengið heim stíginn og sér Karlsvagninn liggja makindalega á þakinu, ég heilsaði honum sérstaklega um leið og ég uppgötvaði að maðurinn sem byggði húsið okkar, hann hét Páll og byggði það árið 1926, hann hefur byggt það tilað halda uppi Karlsvagninum.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli