11 september 2008

mosalauta

Lífið er dásamlegt. Ég er dásamleg. Það er sól úti. Ég er með tíu fingur. Hafið fellur að. Blátt. Blómið í glugganum er að blómstra þremur knúppum, brúðarvendir, og þrír á leiðinni, ó þau eru svo falleg. Það er mikið að gerast í eyrunum á mér. Ég er að þvo í þvottavélinni og viðra þrjá arabíska dúka. Ég vaknaði klukkan níu. Þá var morgun. Svo kom þáttur í útvarpinu með gömlum dægurlögum, við sátum tvö, við sátum tvö, og lögðumst svo í mosalautu.

Engin ummæli: