Okið gægist yfir fjallshlíðina og fylgist með ferðum mínum, það vill komast ofan í kok á mér því það er Ok.
Það er hvítt og hreint og finnst dalurinn brúnn og skellóttur, mosavaxinn og gulur einsog venjulega.
Það lyftir sér tilað sjá betur.
30 mars 2010
Fyrsta flokks fyrirhyggja
Af því ég vildi ekki deyja án þess að hafa séð dögun yfir Eiríksjökli, ég er búin að sjá hana nokkrum sinnum en það er mjög gott að hafa séð hana ef maður skyldi deyja.
Dögun
Klukkan hálfsjö í morgun, bleikar fíngerðar línur svífandi yfir Okinu og Eiríksjökli, ég dáðist samviskusamlega að þeim og skreið aftur undir sæng.
Ég vaknaði með horn
Ég er að passa þrjúhundruð kindur, þær eru allar með horn, það er ekkert gert við hornin, ég er búin að búa til kenningu um að í hornunum sé lækningaefni, og eigi að mylja þau niður en henni henda þeim. Hornin eru ofboðslega fallega, bæði í laginu og litinn, þau sýnast einsog kindurnar en eru það ekki. En ég vaknaði semsagt með horn og hafði ekki gert mér grein fyrir að ég er með horn, þá sjást bara ekki nema þegar ég vil setja þau undir mig.
lifi hornin...
lifi hornin...
29 mars 2010
Code fyrir raunveruleikann
mig hefur tvisvar dreymt mann sem ég er hrifin af og í bæði skiptin hefur hann haft eitthvað með raunveruleikann að gera, skrítið með tilliti til þess að hann hlýtur að teljast draumaprinsinn, á draumaprinsinn kannski að frelsa mig frá draumnum.... nei hvaða bull er þetta en hvaða aðgang hefur hann að raunveruleikanum.
HEFUR ÞÚ AÐGANG AÐ RAUNVERULEIKANUM
CODE fyrir raunveruleikann....
Getur það verið nafnið hans?
HEFUR ÞÚ AÐGANG AÐ RAUNVERULEIKANUM
CODE fyrir raunveruleikann....
Getur það verið nafnið hans?
Hver eru þín tengsl við raunveruleikann?
Tengsl mín við raunveruleikann fara fram í gegnum skilningarvitin.
Stundum reyni ég að plata skilningarvitin tilað ná mínum draumaheimi í gegn.
Þessi draumaheimur getur verið stórhættulegt jafnvel þótt hann sé fagur.
Einsog slæða eða hula sem leggst yfir allt, - einsog í ævintýrunum.
Stundum reyni ég að plata skilningarvitin tilað ná mínum draumaheimi í gegn.
Þessi draumaheimur getur verið stórhættulegt jafnvel þótt hann sé fagur.
Einsog slæða eða hula sem leggst yfir allt, - einsog í ævintýrunum.
Tengsl við raunveruleikann
Mig hefur tvisvar dreymt hann og í bæði skiptin hef ég verið í einhverskonar draumaheimi svo mér leikur á að vita í hvaða tengslum er hann við raunveruleikann.
Þetta er einsog að fara til töframannsins og spyrja hann.
Þetta er einsog að fara til töframannsins og spyrja hann.
Morgunpistill
Nú er þúst yfir Eiríksjökli, - í laginu einsog hann sjálfur, skýþúst, undur falleg hvít og dularfull, sólin kom í morgun yfir jöklunum, - ég er að hugsa um að skreppa í Borgarnes í dag að kaupa eitthvað. Svo er útvarpið á. Og ansi skýjað. Ég ætla setjast við skriftir, alla helgina ætluðu einhverjir að koma i heimsókn en komu ekki, soldið pirrandi, verð að biðja fólk um að vera ákveðið, eða bara koma þegar það kemur, ófært er á Fimmvörðuhálsi.
28 mars 2010
Tunglsljós á miðnætti
Ég og hundurinn Þorri fórum að skoða tunglskinið áðan og þá sá ég svarta þúst í myrkrinu og sýndist þetta vera ísbjörn, þegar betur var að gáð reyndist þetta vera hryssan sem gengur hér um með folaldið sitt.
Lundarreykjardalur
Þessar mjúku línur hér í Lundarreykjardal einsog Skaparinn hafi verið orðinn þreyttur á þverhníptum hamrabeltum. Andardrátturinn ferðast eftir þeim og endar inná öræfum, þar sem sumarnóttin ríkir og faðmlagið.
Sunnudagssíðdegi
Fór að heilsa uppá hestana, eitthvað í mér er hestur, það er mjög skrítið af því ég er mjög veik fyrir kúm og vildi eiga margar kýr og fjósamann. Nú er annars logn, kuldi, snjóaði á veginn en bráðnaði og ég ætla í bað, sturtu og hryssan er farin niðrá tún með folaldið en annars var hún að kjá utan í aðra hesta yfir girðinguna, það er bjart og mig langar í sund, á bak við fjöllin eru öræfin og sumarnóttin sem kemur bráðum og sker mig í sundur.
27 mars 2010
Hádegisspjall
Fjósakonurnar lafa hér yfir fjallsbrúninni, ég man þær voru hátt á himni í Greensboro, Norður- Karólínu en nú er ég á Hóli í Lundarreykjardal. Og mars titraði eldrauð og sýndist reykur úr henni og túnin eru gul og fjöllin brún, ljósgul og sumstaðar vaxa tré í þeim. Ég er með svo mikla sýndarmennsku að ég vil alltaf vera hanga á Facebook og dreymdi í nótt ég var hluti af leiksýningu með tveimur strákum en það slaknaði svo á sýningunni að áhorfendur vildu fá endurgreitt og þetta er sennilega merki um ástarfíkn og svoleiðis.
25 mars 2010
Ísbjörninn í Lundarreykjardal
Ekki segja mér að það geti ekki verið ísbjörn í Lundarreykjardal því hvað var hann þá að gera í Þistilfirði.
*
Það er stjörnubjart og kyrrt nema nokkrir karlar og fáeinar áhyggjur í höfðinu á mér.
*
Heilsaði uppá kindurnar í fjárhúsinu eftir kvöldmatinn svo þær sæju amk. eina manneskju á dag fyrir utan Tómas á Kistufelli sem gaf þeim í morgun, sjálf var ég bara að heilsa uppá þær og sagði þeim hvar Kolbrá, Óli og Magdalena væru og svo var ég farin að kalla þær: Elsku kindurnar mínar áðuren ég vissi af. Mér sýndist ég sá nýfædd lömb en það reyndust vera liggjandi kindur.
*
Ég gæti verið úti í alla nótt, það er dimmblá rönd við fjallið, held það sé sumarnóttin.
*
Ég hélt það væri lóan en það var útvarpið.
*
Svo heilsaði ég uppá merina með folaldið, oh það er so fallegt, mosagrátt með stjörnu og hryssan er jörp. Folaldið og hundurinn Þorri voru að leika sér í dag. Í sólskininu.
*
*
Það er stjörnubjart og kyrrt nema nokkrir karlar og fáeinar áhyggjur í höfðinu á mér.
*
Heilsaði uppá kindurnar í fjárhúsinu eftir kvöldmatinn svo þær sæju amk. eina manneskju á dag fyrir utan Tómas á Kistufelli sem gaf þeim í morgun, sjálf var ég bara að heilsa uppá þær og sagði þeim hvar Kolbrá, Óli og Magdalena væru og svo var ég farin að kalla þær: Elsku kindurnar mínar áðuren ég vissi af. Mér sýndist ég sá nýfædd lömb en það reyndust vera liggjandi kindur.
*
Ég gæti verið úti í alla nótt, það er dimmblá rönd við fjallið, held það sé sumarnóttin.
*
Ég hélt það væri lóan en það var útvarpið.
*
Svo heilsaði ég uppá merina með folaldið, oh það er so fallegt, mosagrátt með stjörnu og hryssan er jörp. Folaldið og hundurinn Þorri voru að leika sér í dag. Í sólskininu.
*
Óttinn
Að losna við óttann
að vilja losna við óttann
að biðja um fúsleika tilað vilja losna við óttann.
*
Hvað hefur óttinn gefið mér,...
afhverju held ég svona fast í óttann.
að vilja losna við óttann
að biðja um fúsleika tilað vilja losna við óttann.
*
Hvað hefur óttinn gefið mér,...
afhverju held ég svona fast í óttann.
Kvöldkeyrsla
Í nótt fléttuðu norðurljósin himinhvolfið
vetrarbrautin ein ljósahringiða
í dag er himinninn heiður og blár
einstaka ský að flækjast
Elísabet hættu að yrkja og segðu frá öllu einsog það var að þú varst að koma heim með hausinn fullan af hugsununum og gast varla haldið bílnum á veginum og þeir voru ekki alltaf að lækka háu ljósin og vegurinn svona þröngur og þú varst að hugsa um barnabörnin og hvað þig langað tilað segja við hann, og afhverju hann, afhverju í ósköpunum hann, tilað viðhalda óttanum og stundum gastu hugsað um það sem þú varst að skrifa og hélst um stýrið og passaðir að líta ekki á stjörnurnar þá hefðirðu endað útí skurði, beinustu leið, einsog í sögunni sem þú varst að lesa Sólskinshestinum og svo þegar þú varst komin í uppsveitirnar fórstu út og dansaðir undir stjörnunum nota bene á þessari jörð.
vetrarbrautin ein ljósahringiða
í dag er himinninn heiður og blár
einstaka ský að flækjast
Elísabet hættu að yrkja og segðu frá öllu einsog það var að þú varst að koma heim með hausinn fullan af hugsununum og gast varla haldið bílnum á veginum og þeir voru ekki alltaf að lækka háu ljósin og vegurinn svona þröngur og þú varst að hugsa um barnabörnin og hvað þig langað tilað segja við hann, og afhverju hann, afhverju í ósköpunum hann, tilað viðhalda óttanum og stundum gastu hugsað um það sem þú varst að skrifa og hélst um stýrið og passaðir að líta ekki á stjörnurnar þá hefðirðu endað útí skurði, beinustu leið, einsog í sögunni sem þú varst að lesa Sólskinshestinum og svo þegar þú varst komin í uppsveitirnar fórstu út og dansaðir undir stjörnunum nota bene á þessari jörð.
Marsljóð
Sumarnóttin birtist í fjallinu
og sjórinn er flauelisblár
stjörnurnar tindra á himnum
og ég villist á leiðinni heim
og sjórinn er flauelisblár
stjörnurnar tindra á himnum
og ég villist á leiðinni heim
23 mars 2010
Í sveitinni
Það er ekki beinlínis þögn í sveitinni, það drynur í húsinu.
Áðan týndi ég hundunum en lagði á mig langa ferð í myrkrinu útí fjárhús að gá að þeim, fann annan þeirra og ástsjúkan kött.
Sá gamli er eflaust á eintali við hrútana. Mig langar í hrútshorn.
Þriðja kvöldið. Þriðji vindurinn.
Áðan týndi ég hundunum en lagði á mig langa ferð í myrkrinu útí fjárhús að gá að þeim, fann annan þeirra og ástsjúkan kött.
Sá gamli er eflaust á eintali við hrútana. Mig langar í hrútshorn.
Þriðja kvöldið. Þriðji vindurinn.
Síðdegisfréttir
Ég hélt að kötturinn hefði fokið burt í storminum sem geysaði í nótt en fann hann svo uppá hitaveituröri, aldeilis að láta fara vel um sig, maður sér í raun hér inná hálendið, þessa víðheims birtu, einsog sólin sé hvít, einhverstaðar hér rétt handan við hornið er Langjökull og ég las bókina Sólskinshestur í gær og er núna að lesa Nafn mitt er rauður, - hestarnir hanga hér útí haga, og tveir spóka sig á túninu, það eru sennilega reiðhestarnir, - best að skella sér í sturtu, það er aftur farið að blása í öllu og kötturinn vildi ganga frá mér í keleríinu.
Hádegisnóta
Jæja, þá er ég búin að brynna fénu og fá úr því skorið hvort fjallið er Okið og hvort er Eiríksjökull en í morgun þegar ég vaknaði um sjöleytið var sólroðaský yfir Fantófjallinu sem liggur á milli þeirra en sjálf fór ég aftur að sofa.
22 mars 2010
Við eldhúsborðið
Langalangalangafi þinn var barn vinnukonunnar en ég veit ekki um minn, þetta var fyrir tveimur öldum, og nú sitjum við saman við eldhúsborðið og drekkum soðið vatn af því að ég finn ekki Melrosespokana.
Morgunverk
Okið bærir ekki á sér,
ég vona að þetta sé Okið
túnin eru gul
og hvaðan kemur öll þessi þögn.
ég vona að þetta sé Okið
túnin eru gul
og hvaðan kemur öll þessi þögn.
Nóttin
Það er ekki amalegt að vakna og sjá Eiríksjökul og Ok á hlaðinu.... þvílíkt ríkidæmi og í gær sá ég köttinn hamast á einhverju útí garði, fugl eða mús, allavega ekki ísbjörn,
ég svaf alla nóttina.
ég svaf alla nóttina.
21 mars 2010
Myrkrið í dalnum
Það er myrkur í dalnum og það er svart, dalurinn er fullur af myrkri, myrkri 0g þögn en áðan hvein vindurinn og söng og regnið hamaðist fyrir utan.
Hundar og köttur á sínum stað.
Kíki á kindurnar á morgun.
Hundar og köttur á sínum stað.
Kíki á kindurnar á morgun.
20 mars 2010
18 mars 2010
Kistulagning
Þegar pabbi dó vildi mamma ekki að við færum í kistulagninguna, við systkinin, - "ég vil að þið munið pabba ykkar einsog hann var..." sagði hún. En hvað áttum við að muna? Það var líka rannsóknarefni. En sennilega hefðum við fengið hláturskast ef við hefðum mætt í kistulagninguna og hugsað: "Hann hefur ekkert breyst, hann er bara alveg einsog hann var."
Og skilningur okkar á dauðanum þar með stofnað í hættu. Annars er þetta mótsagnakennt, minn skilningur á dauðanum snerist uppí þráhyggju, að leysa þetta eina orð: Dáinn.
Því það er nefnilega einkenni á þráhyggju, - ef það er eitthvað sem maður fær á heilann að leysa, ja þá er það þráhyggja. Allt annað leysist af sjálfu sér...
Og skilningur okkar á dauðanum þar með stofnað í hættu. Annars er þetta mótsagnakennt, minn skilningur á dauðanum snerist uppí þráhyggju, að leysa þetta eina orð: Dáinn.
Því það er nefnilega einkenni á þráhyggju, - ef það er eitthvað sem maður fær á heilann að leysa, ja þá er það þráhyggja. Allt annað leysist af sjálfu sér...
16 mars 2010
Jóhanna Engilráð 9 mánaða frænka mín
Trítlar um í Trékyllisvík
tekur fyrstu skrefin
af öllum þeim er orðin rík
aldrei kviknar efinn.
*
tekur fyrstu skrefin
af öllum þeim er orðin rík
aldrei kviknar efinn.
*
15 mars 2010
12 mars 2010
11 mars 2010
10 mars 2010
08 mars 2010
Daginn sem pabbi dó
Þegar pabbi minn dó var ég á Ísafirði. Ég var símalaus. Um kvöldið kom ég heim með litla strákinn minn í íbúðina sem rík ekkja hafði lánað mér gegn því að vélrita fyrir hana minningargrein. Pabbi hafði komið því í kring. Hann hafði verið þennan vetur á sjó á Ísafirði en var nú farinn suður. Ég held ég hafi kvatt hann á einhverju götuhorni nema hann hafi komið í heimsókn, ég man það ekki. En þarna um kvöldið var miði utaná hurðinni: Þú átt að hringja heim. Það var þriðjudagur. Ég gaf syni mínum tveggja ára að borða, háttaði og svæfði og fór svo hinumegin við götuna þarsem Villi Valli rakarameistari og harmóníkkuleikari og Guðný kona hans bjuggu í litlu rauðu húsi við hliðina á blómasölukonunni sem seldi ekki öllum blóm.
*
Svo fékk ég að hringja. Það svaraði enginn hjá mömmu svo ég hringdi í afa og ömmu. Afi svaraði. Og sagði að pabbi væri dáinn, hann hefði verið á spítala, svo hefði hann dáið. Bræður mínir hefðu ekkert vitað af honum á spítalanum. Þegar samtalinu lauk var ég enn að velta þessu orði fyrir mér: Dáinn, dáinn, dáinn, .... hvað þýddi þetta. Fór svo inn til Guðnýjar og Villa og Valla og sagði þeim tíðindin. Æ, elskan, sagði Guðný og faðmaði mig, mér fannst hún úr öðru efni en ég, allavega faðmlagið. Ég var úr steini eða einhverju þvíumlíku. Elskan mín, sagði hún aftur. En Villi Valli sagði: Hann pabbi þinn! Ég klippti hann fyrir fáeinum vikum, hann var svo rauðhærður og með þetta þykka mikla hár. Svo fór ég heim til mín, hinumegin við götuna og hugsanirnar þyrluðust í höfði mér einsog óveðursbylur:
Dáinn, hvernig dáinn, hvernig gat hann dáið, hver átti nú að kenna mér að skrifa!
*
*
Svo fékk ég að hringja. Það svaraði enginn hjá mömmu svo ég hringdi í afa og ömmu. Afi svaraði. Og sagði að pabbi væri dáinn, hann hefði verið á spítala, svo hefði hann dáið. Bræður mínir hefðu ekkert vitað af honum á spítalanum. Þegar samtalinu lauk var ég enn að velta þessu orði fyrir mér: Dáinn, dáinn, dáinn, .... hvað þýddi þetta. Fór svo inn til Guðnýjar og Villa og Valla og sagði þeim tíðindin. Æ, elskan, sagði Guðný og faðmaði mig, mér fannst hún úr öðru efni en ég, allavega faðmlagið. Ég var úr steini eða einhverju þvíumlíku. Elskan mín, sagði hún aftur. En Villi Valli sagði: Hann pabbi þinn! Ég klippti hann fyrir fáeinum vikum, hann var svo rauðhærður og með þetta þykka mikla hár. Svo fór ég heim til mín, hinumegin við götuna og hugsanirnar þyrluðust í höfði mér einsog óveðursbylur:
Dáinn, hvernig dáinn, hvernig gat hann dáið, hver átti nú að kenna mér að skrifa!
*
04 mars 2010
Frosin í stólnum
Síðasta veturinn sem pabbi minn lifði veitti hann mér enga athygli, horfði ekki á mig, talaði ekki við mig, - ég frétti af því seinna að hann hefði verið andvaka nóttina sem ég var úti á fylleríi og lét ekki sjá mig, - en honum var semsagt alveg sama um mig og talaði ekki við mig, samt sátum við í sömu stofunni, - ég sat í mínum stól, líkaminn frosinn en hausinn rauðglóandi og hugsanir mínar snerust í hringi á rússabanaferð, - mig langaði að stökkva á fætur, öskra á hann: Sérðu mig ekki, ég er hérna líka, hvernig geturðu látið svona að þykjast ekki sjá mig. En ég þorði því ekki.
1. Ég gæti dottið í gólfið
2. Ég gæti misst málið
3. Ég gæti ruglað orðunum
4. Hann gæti farið að hlæja að mér
5. Hann gæti sprungið af hlátri eða starað á mig með fyrirlitningarsvip sem gæfi eftirfarandi til kynna: Hvaða viðbjóðskríp er þetta, hvaða óskapnaður er þetta!!!
Svo ég sat bara áfram frosin í stólnum.
*
Svo dó hann. Í apríl, nánar tiltekið 25.apríl. Tíu árum síðar hringdi í mig kona og sagði að pabbi hefði séð svo eftir framkomu sinni á þessum tíma, - en ég notaði tækifærið tilað kenna mér um dauða pabba. Ef ég bara hefði risið upp, öskrað á hann, látið hann heyra það, sent frá mér lífsmark, þá hefði hann hrokkið við og hugsað: Ó, hér á ég dóttur og ég verð að lifa fyrir hana, ég verð að hrökkva upp, ekki upp af heldur hrökkva upp og byrja að lifa og vera til fyrir dóttur mína.
Þannig kenndi ég mér um dauða pabba.
Það er mjög hentugt að fá svona hugmyndir.
Maður virkilega fílar sig einsog guð.
Þessvegna var mjög fínt þegar ég öðlaðist trú á æðri mátt og komst að því að ég stjórna ekki heiminum.
1. Ég gæti dottið í gólfið
2. Ég gæti misst málið
3. Ég gæti ruglað orðunum
4. Hann gæti farið að hlæja að mér
5. Hann gæti sprungið af hlátri eða starað á mig með fyrirlitningarsvip sem gæfi eftirfarandi til kynna: Hvaða viðbjóðskríp er þetta, hvaða óskapnaður er þetta!!!
Svo ég sat bara áfram frosin í stólnum.
*
Svo dó hann. Í apríl, nánar tiltekið 25.apríl. Tíu árum síðar hringdi í mig kona og sagði að pabbi hefði séð svo eftir framkomu sinni á þessum tíma, - en ég notaði tækifærið tilað kenna mér um dauða pabba. Ef ég bara hefði risið upp, öskrað á hann, látið hann heyra það, sent frá mér lífsmark, þá hefði hann hrokkið við og hugsað: Ó, hér á ég dóttur og ég verð að lifa fyrir hana, ég verð að hrökkva upp, ekki upp af heldur hrökkva upp og byrja að lifa og vera til fyrir dóttur mína.
Þannig kenndi ég mér um dauða pabba.
Það er mjög hentugt að fá svona hugmyndir.
Maður virkilega fílar sig einsog guð.
Þessvegna var mjög fínt þegar ég öðlaðist trú á æðri mátt og komst að því að ég stjórna ekki heiminum.
03 mars 2010
Draumur
Dreymdi ég bjó eða hélt til í glerhúsi fyrir neðan Unuhús, ... svo kom Örn þangað og eitthvað fleira gerðist í draumnum.... það var eitthvað bogið.
Að vakna...
Vaknaði upp í morgun við það að ég hefði ekkert gert í lífinu, fengi ekki starfslaun og væri mér vitanlega ekki kennd í háskólanum, til hvers að skrifa, best að fara á heimsenda, svo byrjuðu þrestirnir að syngja, og þetta er allskonar hljóð hjá þeim, brí brrrr bríííí, pikk pikk bú, og vúllí vú vú vúlí vú...
02 mars 2010
Guð og ég ræðum málin
Guð: Þú þorir ekki að fara sofa...
Ég: Nei.
Guð: Þú ert svo hrædd um að vera lítil og krumpuð í fyrramálið.
Ég:Já.
Guð: Ég skal segja þér að ég er lítill og krumpaður á morgnana ef það hjálpar eitthvað.
Ég:Nú er það.
Guð: Og líka á kvöldin.
Ég: Hvernig geturðu þá verið guð.
Guð: Ég bara horfi til himins.
Ég: Nei.
Guð: Þú ert svo hrædd um að vera lítil og krumpuð í fyrramálið.
Ég:Já.
Guð: Ég skal segja þér að ég er lítill og krumpaður á morgnana ef það hjálpar eitthvað.
Ég:Nú er það.
Guð: Og líka á kvöldin.
Ég: Hvernig geturðu þá verið guð.
Guð: Ég bara horfi til himins.
01 mars 2010
Uppruni Ellu Stínu
Ég dansaði pínulítið í dag, skúraði stigann, eldhúsgólfið, sópaði ganginn og færði til skóhilluna og sópaði undan henni, vaskaði upp, kreisti appelsínu í glas, himneskt, kreisti lime útí vatnið, smurði tekex með osti og bláberjasultu, vá hvað ég er orðin feit, og alltaf með þursabit, en ég dansaði svo aftur, horfði á fréttirnar og Stephen Fry og fannst tilkomumikið að heyra að ég væri gerð úr stjörnusprengingu...
... það hlaut eitthvað að vera... uppruni Ellu Stínu.
Uppruni Ellu Stínu uppruni Ellu Stínu uppruni Ellu Stínu uppruni Ellu Stínu uppruni Ellu Stínu uppruni Ellu Stínu uppruni uppruni uppruni uppruni Ellu Stínu Ellu Stínu Ellu Ellu Ellu Stínu Stínu Stínu uppruni uppruni Stínu Stínu uppruni Ellu uppruni Ellu Stínu Ellu Stínu uppruni
... það hlaut eitthvað að vera... uppruni Ellu Stínu.
Uppruni Ellu Stínu uppruni Ellu Stínu uppruni Ellu Stínu uppruni Ellu Stínu uppruni Ellu Stínu uppruni Ellu Stínu uppruni uppruni uppruni uppruni Ellu Stínu Ellu Stínu Ellu Ellu Ellu Stínu Stínu Stínu uppruni uppruni Stínu Stínu uppruni Ellu uppruni Ellu Stínu Ellu Stínu uppruni
ÞAÐ ERU ALVEG AÐ KOMA FIMM ÞÚSUND
Hér hef ég setið og skrifað þetta blogg, svo tók Facebook við og þá stoppaði bloggflæðið en samt héldu menn áfram að heimsækja bloggið, ég var alveg hissa, hverjir voru þetta, á upphafsárum Heimsveldisins á Írlandi voru fimm gestir daglega, nú hafa verið 40 til 50. Og ég hef ekkert að segja, ég er svo dreinuð af Facebook að halda þar uppi andlitinu.
Næst kemur...
Ég var að spekulera í hvort ég væri orðin gömul og öll að hrörna en það er bara á morgnana þegar þunglyndið svífur á mig, annars finnst mér ég vera ung, og gömul, ég er samt á tímamótum og veit ekki hvað á að koma næst.
Þá heyrðist í Ellu Stínu: Ég veit alltaf hvað á að koma næst.
Nú sagði ég, hvað á að koma næst?
Leyndarmál.
Leyndarmál?
Já, hvernig væri að mjólka kýr.
Já, það væri sniðugt....
Þá heyrðist í Ellu Stínu: Ég veit alltaf hvað á að koma næst.
Nú sagði ég, hvað á að koma næst?
Leyndarmál.
Leyndarmál?
Já, hvernig væri að mjólka kýr.
Já, það væri sniðugt....
BÆNABÓKIN KEMUR ÚT AFTUR
Bænahús Ellu Stínu kemur út aftur í vikunni, bók um kærleikssambandið, bænahúsið, stútfull af bænum og þakkargjörðum og ... andlegri vakningu....
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)