25 mars 2010

Kvöldkeyrsla

Í nótt fléttuðu norðurljósin himinhvolfið
vetrarbrautin ein ljósahringiða
í dag er himinninn heiður og blár
einstaka ský að flækjast
Elísabet hættu að yrkja og segðu frá öllu einsog það var að þú varst að koma heim með hausinn fullan af hugsununum og gast varla haldið bílnum á veginum og þeir voru ekki alltaf að lækka háu ljósin og vegurinn svona þröngur og þú varst að hugsa um barnabörnin og hvað þig langað tilað segja við hann, og afhverju hann, afhverju í ósköpunum hann, tilað viðhalda óttanum og stundum gastu hugsað um það sem þú varst að skrifa og hélst um stýrið og passaðir að líta ekki á stjörnurnar þá hefðirðu endað útí skurði, beinustu leið, einsog í sögunni sem þú varst að lesa Sólskinshestinum og svo þegar þú varst komin í uppsveitirnar fórstu út og dansaðir undir stjörnunum nota bene á þessari jörð.

Engin ummæli: