23 mars 2010

Síðdegisfréttir

Ég hélt að kötturinn hefði fokið burt í storminum sem geysaði í nótt en fann hann svo uppá hitaveituröri, aldeilis að láta fara vel um sig, maður sér í raun hér inná hálendið, þessa víðheims birtu, einsog sólin sé hvít, einhverstaðar hér rétt handan við hornið er Langjökull og ég las bókina Sólskinshestur í gær og er núna að lesa Nafn mitt er rauður, - hestarnir hanga hér útí haga, og tveir spóka sig á túninu, það eru sennilega reiðhestarnir, - best að skella sér í sturtu, það er aftur farið að blása í öllu og kötturinn vildi ganga frá mér í keleríinu.

Engin ummæli: