28 mars 2010
Sunnudagssíðdegi
Fór að heilsa uppá hestana, eitthvað í mér er hestur, það er mjög skrítið af því ég er mjög veik fyrir kúm og vildi eiga margar kýr og fjósamann. Nú er annars logn, kuldi, snjóaði á veginn en bráðnaði og ég ætla í bað, sturtu og hryssan er farin niðrá tún með folaldið en annars var hún að kjá utan í aðra hesta yfir girðinguna, það er bjart og mig langar í sund, á bak við fjöllin eru öræfin og sumarnóttin sem kemur bráðum og sker mig í sundur.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli