Þegar pabbi dó vildi mamma ekki að við færum í kistulagninguna, við systkinin, - "ég vil að þið munið pabba ykkar einsog hann var..." sagði hún. En hvað áttum við að muna? Það var líka rannsóknarefni. En sennilega hefðum við fengið hláturskast ef við hefðum mætt í kistulagninguna og hugsað: "Hann hefur ekkert breyst, hann er bara alveg einsog hann var."
Og skilningur okkar á dauðanum þar með stofnað í hættu. Annars er þetta mótsagnakennt, minn skilningur á dauðanum snerist uppí þráhyggju, að leysa þetta eina orð: Dáinn.
Því það er nefnilega einkenni á þráhyggju, - ef það er eitthvað sem maður fær á heilann að leysa, ja þá er það þráhyggja. Allt annað leysist af sjálfu sér...
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli