09 september 2008

Mjaðmasúla II

Líf mitt snýst um að halda uppi heiminum.
Um leið og ég hreyfi mjaðmirnar
hrynur heimurinn.
Um leið og ég hreyfi mjaðmirnar
og ætla að njóta
og vera hamingjusöm
hrynur heimurinn,
því það þarf að passa hann.

Ég er súla.

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Ertu súla í heimsveldinu, farðu uppá Heklu og leyfðu súlunni að brotna niður í stórkostlegum mjaðmahnykkjum, treystu skýjunum,

valgerður.

Nafnlaus sagði...

mér sýnist vera þarna stórkostlegt dansverk í uppsiglingu,

einn hnykkur...

og nýr heimur...

verði ljós.

Amalía Kaufhausen