Ragnhildur og Sjúkdómurinn sitja við eikarborð um kvöldmatarleytið. Þung gluggatjöld og teppi á gólfum. Sparistellið og kristalsglös á borðum.
Sjúkdómurinn. Það er ósköp að sjá þig.
Ragnhildur. Ég er veik.
Sjúkdómurinn. Um leið og þú hættir að kalla mig sjúkdóm þá batnar þér.
Ragnhildur. Jæja, hver ertu þá?
Sjúkdómurinn. Besti vinur þinn.
Ragnhildur. Kannski er sjúkdómurinn besti vinur minn.
Sjúkdómurinn. Þú ruglar öllu saman. Þú hugsar ekki skýrt.
Ragnhildur. Hvernig er kjötið?
Sjúkdómurinn. Einsog venjulega, of steikt.
ÞAÐ ER BANKAÐ.
Ragnhildur. Hvað er þetta?
Sjúkdómurinn. Róleg!
Ragnhildur. Þetta er guð.
Sjúkdómurinn. Guð!?
Ragnhildur. Guð bankar alltaf svona.
Sjúkdómurinn. Þú opnar ekki.
Ragnhildur. Ég verð að opna fyrir guði.
Sjúkdómurinn. Þá er ég farinn.
Ragnhildur. Farinn! Hvert?
Sjúkdómurinn. Í innyflin á þér.
Ragnhildur. Láttu ekki svona.
BANKAÐ AFTUR.
Ragnhildur. Ég verð að opna.
Sjúkdómurinn. Guð á eftir að rústa öllu hérna.
Ragnhildur. Guð!
Sjúkdómurinn. Já.
Ragnhildur. Ég þekki guð. Hann á ekki eftir að gefast upp, hann bankar þangað til er opnað fyrir honum.
Sjúkdómurinn. Þú opnar ekki.
Ragnhildur. Hann hættir ekki.
Sjúkdómurinn. Það er hluti af lífinu, að halda guði utan við.
'
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
6 ummæli:
ó mig sterkari með hverri sekóntu þegar ég las færsluna.
Svo harkalega satt og akkúrat þða sem við á í dag
takk, gaman að heyra frá þér, ertu komin heim með Finnland í hjartanu,
knús, Elísabet
Hvort ég er komin heim frá Finnlandi!
Það er hlýrra á Íslandi en í Finnlandi. Á allan mögulegan hátt sem hægt er að skilja hlýju.
ást og kossar
Lísbet
mikið er þá gott að þú sért komin heim í hlýjuna, þú ert svo skemmtilegur penni Lísbet,
hér er ég að reyna að koma mér að verki, reyna að gera eitthvað,
ást og kossar til baka,
Elísabet
vá, þetta er æðislegt hjá þér Elisabet. Ég kíkti við og vil kasta kveðju... bloggið þitt er æðislegt..
kveðja
Sigga á Selfossi
Takk elsku Siggja mín,
gefur mér kraft tilað áfram-blogga,
knús, elísabet
Skrifa ummæli