Fullur af engiferi, hvítlauk, silungi, ölduróti, sundtökum, rigningu, dormi, og haustsól, amma hefði orðið 98 ára, amma Elísabet sem elskaði mig og var þakið á húsinu mínu, fór í lummubakstur til Vilborgar og hún er svo mikið sólskinbarn í heiði, ég fór líka á fund og fékk að vita að ef maður er mjög eigingjarn kemst guð ekki að, fer allan hringinn og hvergi smuga, svo kom Frank Zappa með Womens Liberation í útvarpinu, ég verð að downloud-a þessu, í nótt keyrði ég Garp, Ingunni og Emblu útá völl, hún var svo lítil hún Embla að verndartilfinningin verður risastór, og á morgun ætlum við Kristín í sund, hvílíkur lukkunnar pamfíll að tengdadóttir mín vilji koma með mér í sund, og ég á nýjan sundbol einsog þið munið krakkar mínir, fjólubleik blóm á bolnum,.....!!!!
Já, og svo er ég að mála rauða hesta, ég er búin að mála þrjá rauða hesta.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
9 ummæli:
Ó darling.
Ég er búin að hugsa of mikið til að geta framkvæmt komment. Í marga daga hef ég hugsað fyrir heilann mánuð á hverri mínótu.
Allt er að fara að færast til.
Er það svona þegar maður fer upp? í alvörunni, svona augljóst?
Já, ég er farin að halda það,
annars er ég hér á fyrsta kaffibolla og munaði engu ég bloggaði sér færslu handa þér, ég er búin að tína linkinum þínum útaf einhverjum tölvuvandræðum svo viltu senda mér hann, takk,
en ef þú ert að fara upp - bara si sona, þá tapast rosa orka, rosa Lisbetarorka, fer í súginn myndi ég segja, - það er svo merkilegt best er að vera rólegur og þá kemur meiri orka,
en ég geri ráð fyrir að þú sért að tala í alvörunni, það er bara so skrítið að heyra fólk tala í alvörunni, takk fyrir það,
svo þú skalt núna fá þér tvær gangstéttarhelllur og binda í þig, svo þú fjúkir ekki burt, væri það ekki góð sýning í búrinu og halda ræðu á meðan,
ég er orðin svo þreytt á að hugsa um karlmenn, að ég get ekki einusinni hugsað um einhvern þótt hann sé sætur. bara búin að fá LEIÐ á þessu.
LEIÐINN HEFUR ALLTAF BJARGAÐ MÉR.
En spurningin er: Hvernig líður þér með þetta?
takk kona, þú ert konAN
linkurinn er afsprengill.bloggar.is
Mér...ef við tökum mig í hluta...já þá er ég "ég" og svo er ég líka"Ég-Ég"
Ég-líður eins og þetta megi ekki vera í lagi, því maður á að vera stapíll og finna minniháttar sveiflur eftir umhverfi og tíðaranda...BLAAAA. og óttinn við að hafa ekki filter á hugmyndirnar. Svona "hvað er í lagi að framkvæma af þessu-filter"
Ég-ég- er afturámóti alveg hress með þetta. Mér finnst allt betra en að vera niðri þar sem ég var fyrir nokkrum dögum, það er ógeðslegt. ég fagna öllu sem er ekki það.
Ég fagna því að hafa orku í að hringja símtölin(þó þau meiki ekki sens og ég hringi meiraðsegja útí loftið) og ég fagna því að þora að spjall við ókunnuga, þó svo ég fatti eftir á að kannski hafi ég gengið fram af ókunnuganum með allt of stórum fílóseferingum....
En kjánahrillurinn er samt svo mikið skárri en þessi ógeðslega angyst og steinninn í maganum og óttinn við göngulagið, að það sé ekki nógu fallegt....eða allt of fallegt, verð að passa að vera aðeins ömurlegri svo allir verði ekki ástfangnir...
ég fann þunglyndið einu sinni koma og þá settist ég niður með blað og penna og píndi mig tilað byrja á sögu... sem var að koma...
og viti menn,
það var saga um þunglyndissjúkling sem bjó útí skógi og var heimsóttur af stúlku í bláum kjól, þegar hann bauð stúlkunni inn, varð kjóllinn RAUÐUR, hún vildi dansa við hann, svo kviknaði í kofanum, hann rétt slapp, kíkti upp og sá stúlku í bláum kjól koma tiplandi milli trjánna,
þannig er líka sköpun í þunglyndinu, okkur er bara ekki kennt það, en þá er einsog stundum eitthvað að slá okkur til jarðar tilað skrifa eða skapa, vera ein í friði,
þetta hefur gerst áður, en þunglyndið er alltaf jafn erfitt, einsog bannvara, og ég man ekki alltaf eftir að búa eitthvað til úr því, en ég er að hugsa um hvort rauðu hestarnir séu ekki þunglyndið, mig langar að mála þúsund rauða hesta og sýna þá í búrinu, ég er enn að hugsa umþetta búr en veit ekki hvort ég hef tíma tilað búa eitthvað til fyrir október, mest langar mig að setja sjálfa mig inní búrið og segja ekkert fyrren vörðurinn kemur.
en best er að vera í jafnvægi,
best er að vera Lísbet,
og þú ert bíómynd að hringja í ókunnuga, síminn minn er 5520834.
elísabet og takk fyrir þín fallegu orð fallega Lísbet sem ert undur og vísindi hér á jörð.
allur tími er nægur tími Elísabet.
Er það ekki?
Ef þú vilt vera sjálf og þú í búrinu er ég með tilefni og allt, sniðið að því að þú þurfir ekki að klóna þig til að vera í marga marga marga marga daga.
Svona "menningarlegt" tilefni.
þá geturu Ör-búrað þig í smá stund, til æfingar.
Vetrarnætur eru 24 okt..þá er tilefni til æfinga.
Við gætum meiraðsegja notað tækifærið og selt loksins skyldusorgina.
Já, ég hugsa nú bara að ég hringi, um eða eftir helgi,
nú er kominn þriðji eða fjórði stormurinn,
hugsaðu um tærnar og jafnvægið,
og eitt gott:
the most creative moment is the relaxing one,
ást, elísabet
komst ekki inná síðuna,
en gúgglaði búrið,
auðvitað þetta er búrið þitt,
ég man þegar þetta kom í blöðunum, algjör snilld,
sofa núna.
Blessuð vertu- mikið trúi ég að þú hafir verið fín í nýju sundfötunum ;)
Finnst þér ekki gott að synda í þessu?
Mozart bað að heilsa þér- :)
Katrín.
sko, ég er meira en fín í nýju sundfötunum, ég er HOT!!!
og takk fyrir kveðjuna frá Mozart, ég er einmitt að spila Elvis núna, Mozart verður næstur undir geislann,
og GAMAN að heyra frá þér,
ást, Elísabet
Skrifa ummæli