Jökull og Kristín eru að flytja heim eftir fjögurra ára dvöl í Bandaríkjunum, það verður yndislegt, með þeim í för eru ofurhundarnir Zizou og Keanó, sem hafa gert það að verkum að ég lít með velþóknun á alla hunda, brosi til þeirra og klappa þeim stundum, já. Það verður yndislegt að hafa þau heima, Jökull ætlar að spila með Víkingi og Kristín er enn í námi, ég verð öll kvöld að passa hundana og Emblu Karen, og svo verður standandi læri og gómsæti í borðstofunni, kannski verð ég búin að rífa vegginn, hver veit, og hvítu blómin blómstra.
Velkomin heim....:)
*
30 mars 2009
27 mars 2009
Systkinin 25
Fékkstu pönnukökur í sveitinni.
Ég var alltaf í sömu peysunni.
Voru allir vondir við þig.
Nei, góðir.
Góðir?
Já. Ég fékk pönnukökur.
Er það öruggt.
Já.
Varstu örugglega í sveitinni.
Já, hvar varst þú.
Ég var að baka pönnukökur úti í Flatey og passa Jón Gísla.
Jón Gísli, hver er það?
Frændi okkar.
Ég gleymi öllu í sveitinni.
Ég er systir þín, ég heiti Amalía.
Ég man ekki hvað ég heiti.
Þú heitir Tómas.
Þú veist ekkert alltaf hvað ég heiti.
Ég veit allt. Ég stjórna öllu.
Ég heiti ekki Tómas.
Manstu ekki eftir honum.
Nei.
Mér finnst svindl að þú getur farið í sveit og skilið hann eftir.
Þér finnst allt vera svindl.
*
Ég var alltaf í sömu peysunni.
Voru allir vondir við þig.
Nei, góðir.
Góðir?
Já. Ég fékk pönnukökur.
Er það öruggt.
Já.
Varstu örugglega í sveitinni.
Já, hvar varst þú.
Ég var að baka pönnukökur úti í Flatey og passa Jón Gísla.
Jón Gísli, hver er það?
Frændi okkar.
Ég gleymi öllu í sveitinni.
Ég er systir þín, ég heiti Amalía.
Ég man ekki hvað ég heiti.
Þú heitir Tómas.
Þú veist ekkert alltaf hvað ég heiti.
Ég veit allt. Ég stjórna öllu.
Ég heiti ekki Tómas.
Manstu ekki eftir honum.
Nei.
Mér finnst svindl að þú getur farið í sveit og skilið hann eftir.
Þér finnst allt vera svindl.
*
Systkinin 24
Hefurðu fundið hreiður í sveitinni?
Allir fuglarnir voru dauðir.
Dauðir?
Já.
Þá er það ekkert hreiður.
Þeir voru dauðir í hreiðrinu. Það hafði einhver komið.
Hver kom? Krumminn? Refurinn?
Svarti dauði.
Allir fuglarnir voru dauðir.
Dauðir?
Já.
Þá er það ekkert hreiður.
Þeir voru dauðir í hreiðrinu. Það hafði einhver komið.
Hver kom? Krumminn? Refurinn?
Svarti dauði.
Systkinin 23
Eigum við að mæla djúsglösin?
Það er jafnt.
Mælum þau. Má ég sjá.
Ég vil drekka úr mínu.
Við verðum að mæla fyrst.
Þú þarft alltaf að mæla allt.
Nei, þú þarft alltaf að mæla allt.
Það verður að vera jafnt.
Það er jafnt.
Mælum það þá.
Mig langar ekki í djús.
Má ég eiga þinn.
*
Það er jafnt.
Mælum þau. Má ég sjá.
Ég vil drekka úr mínu.
Við verðum að mæla fyrst.
Þú þarft alltaf að mæla allt.
Nei, þú þarft alltaf að mæla allt.
Það verður að vera jafnt.
Það er jafnt.
Mælum það þá.
Mig langar ekki í djús.
Má ég eiga þinn.
*
Systkinin 22
Ef það myndi ekki koma nýr dagur?
Hvað þá?
Myndum við þá vera til?
Það er hæpið.
Hæpið?
Já, frekar hæpið.
Afhverju talarðu svona fullorðinslega.
Ég er 83 ára.
Mér finnst það hæpið.
Ég er 83 ára og það hefur alltaf komið nýr dagur.
Ertu að reyna að hughreysta mig.
*
Hvað þá?
Myndum við þá vera til?
Það er hæpið.
Hæpið?
Já, frekar hæpið.
Afhverju talarðu svona fullorðinslega.
Ég er 83 ára.
Mér finnst það hæpið.
Ég er 83 ára og það hefur alltaf komið nýr dagur.
Ertu að reyna að hughreysta mig.
*
Systkinin 21
Fékkst þú snúð.
Já, ég fékk snúð.
Með glassúr.
Nei, með súkkulaði.
Súkkulaði?
Já, fékkst þú með glassúr.
Afhverju fékkst þú með súkkulaði.
Ég fékk með glassúr.
Glassúr.
Já, einsog þú.
Ég kíkti á hnífinn.
*
Já, ég fékk snúð.
Með glassúr.
Nei, með súkkulaði.
Súkkulaði?
Já, fékkst þú með glassúr.
Afhverju fékkst þú með súkkulaði.
Ég fékk með glassúr.
Glassúr.
Já, einsog þú.
Ég kíkti á hnífinn.
*
Systkinin 20
Bráðum ferð þú í sveit.
Já.
Að reka kýrnar, mjólka, raka, leika þér í heyinu, gefa heimalingunum.
Já.
En ég verð hérna heima.
Já.
Það verður einhver að fylgjast með pabba og mömmu.
Já.
Að reka kýrnar, mjólka, raka, leika þér í heyinu, gefa heimalingunum.
Já.
En ég verð hérna heima.
Já.
Það verður einhver að fylgjast með pabba og mömmu.
Systkinin 19
Ef hann væri alltaf hérna að horfa út í loftið, hvernig myndi þér líða.
Ég er ekkert að segja þér hvernig mér líður.
Nei, þú pissar bara í rúmið.
*
Ég er ekkert að segja þér hvernig mér líður.
Nei, þú pissar bara í rúmið.
*
Systkinin XVIII
En ef við myndum horfa svona með honum.
Mamma yrði brjáluð.
En ef hún myndi horfa með okkur.
Þá værum við öll orðin brjáluð.
Mamma yrði brjáluð.
En ef hún myndi horfa með okkur.
Þá værum við öll orðin brjáluð.
Systkinin XVI
Hann er svo fjarrænn.
Fjarrænn.
Já fjarrænn. Situr bara og starir útí loftið en er ekki að horfa á neitt.
Hvernig finnst þér að hafa hann hérna.
Ég er stundum að vínka honum.
Ha?
Ég er stundum að hugsa um að vínka honum.
Fjarrænn.
Já fjarrænn. Situr bara og starir útí loftið en er ekki að horfa á neitt.
Hvernig finnst þér að hafa hann hérna.
Ég er stundum að vínka honum.
Ha?
Ég er stundum að hugsa um að vínka honum.
Systkinin XV
Finnst þér hann ekki kuldalegur.
Kuldalegur?
Ég meina einsog honum sé kalt.
Já, ég skil ekki afhverju hann er alltaf að koma hérna ef honum er alltaf kalt hérna.
Kuldalegur?
Ég meina einsog honum sé kalt.
Já, ég skil ekki afhverju hann er alltaf að koma hérna ef honum er alltaf kalt hérna.
Systkinin XIV
Var hún vond?
Nei, hún var reið.
Var hún ekki sorgmædd.
Sorgmædd?
Já sorgmædd.
Eða leið.
Leið og sorgmædd.
Leið og sorgmædd.
Og soldið reið.
Nei, hún var reið.
Var hún ekki sorgmædd.
Sorgmædd?
Já sorgmædd.
Eða leið.
Leið og sorgmædd.
Leið og sorgmædd.
Og soldið reið.
Systkinin XIII
Finnirðu hvernig óttinn stíar okkur í sundur.
Slítur okkur í sundur.
Nei stíar í sundur.
Já.
Við viljum vera ein með óttann.
Þú þurftir ekki að segja þetta.
Slítur okkur í sundur.
Nei stíar í sundur.
Já.
Við viljum vera ein með óttann.
Þú þurftir ekki að segja þetta.
Systkinin XI
Þau fara alltaf þegar við komum.
Hvernig vita þau þegar við komum.
Þau fylgjast með okkur.
Og hvenær koma þau aftur.
Þegar við förum út.
Þá eru þau einhverstaðar nálægt.
Þau eru inni í eldhúsi.
Hvernig vita þau þegar við komum.
Þau fylgjast með okkur.
Og hvenær koma þau aftur.
Þegar við förum út.
Þá eru þau einhverstaðar nálægt.
Þau eru inni í eldhúsi.
Systkinin X
Ég vil ekki sofna.
Nú.
Nei.
Ég er að sofna.
Ég vil ekki sofna.
Þú varst að segja það.
Má ég ekki segja það.
Afhverju viltu ekki sofna.
Maður veit ekkert hvað gerist.
Maður veit aldrei hvað gerist.
Þú ert alltaf svo gáfaður.
Nú.
Nei.
Ég er að sofna.
Ég vil ekki sofna.
Þú varst að segja það.
Má ég ekki segja það.
Afhverju viltu ekki sofna.
Maður veit ekkert hvað gerist.
Maður veit aldrei hvað gerist.
Þú ert alltaf svo gáfaður.
Systkinin IX
Afhverju þarf maður að sofna.
Viltu vera vakandi alla nóttina.
Ég vil bara ekkert sofna.
Afhverju.
Af því.
Af því hvað.
Af því bara.
Af því að þú ert ímyndunarsjúk.
Viltu vera vakandi alla nóttina.
Ég vil bara ekkert sofna.
Afhverju.
Af því.
Af því hvað.
Af því bara.
Af því að þú ert ímyndunarsjúk.
Systkinin VIII
Veistu afhverju þú heyrðir ekki neitt. Þú ert að lesa.
Má ég ekki lesa.
Þarf ég alltaf ein að heyra allt.
*
Má ég ekki lesa.
Þarf ég alltaf ein að heyra allt.
*
Systkinin VII
Heyrðurðu hljóðið?
Nei.
Það datt eitthvað.
Nei ég heyrði ekki neitt.
Eða einsog það væri eitthvað dregið eftir gólfinu.
Nei.
Eða einhver lokaði hurðinni.
Nei.
Og sneri lyklinum.
Nei, ég heyrði það ekki.
Nei.
Það datt eitthvað.
Nei ég heyrði ekki neitt.
Eða einsog það væri eitthvað dregið eftir gólfinu.
Nei.
Eða einhver lokaði hurðinni.
Nei.
Og sneri lyklinum.
Nei, ég heyrði það ekki.
Systkinin IV
Það er enginn heima.
Hvernig veistu?
Ég veit það bara.
Þú veist það ekki neitt.
Það er enginn heima.
En í svefnherberginu.
Nei.
En stofunni.
Nei.
Eldhúsinu.
Nei.
Hún kemur heim fljótlega.
Ég sá hana fara niðrí fjöru í morgun.
Hún er komin aftur.
Með kuðunga í matinn.
Hvernig veistu?
Ég veit það bara.
Þú veist það ekki neitt.
Það er enginn heima.
En í svefnherberginu.
Nei.
En stofunni.
Nei.
Eldhúsinu.
Nei.
Hún kemur heim fljótlega.
Ég sá hana fara niðrí fjöru í morgun.
Hún er komin aftur.
Með kuðunga í matinn.
Systkinin III
Og svo át nornin litla ljóshærða barnið, sleit af því puttana og át einn og einn í einu.
Kjökur.
Ertu farin að gráta?
Nei.
Fyrst át hún puttana, svo hausinn, augun, munninn, nefið, hárið, hún setti þetta allt í pott og þú varst að éta þetta í kvöldmat því nornin býr hér, hún sést bara ekki alltaf.
Kjökur.
Ertu farinn að gráta.
Nei.
Svo setti hún grautinn á diskana, og grauturinn var búinn til úr litla ljóshærða stráknum sem var látinn éta sjálfan sig.
Grátur.
Æ, ertu farinn að gráta, ég skal hugga þig, svona, svona, þetta er allt í lagi.
Kjökur.
Ertu farin að gráta?
Nei.
Fyrst át hún puttana, svo hausinn, augun, munninn, nefið, hárið, hún setti þetta allt í pott og þú varst að éta þetta í kvöldmat því nornin býr hér, hún sést bara ekki alltaf.
Kjökur.
Ertu farinn að gráta.
Nei.
Svo setti hún grautinn á diskana, og grauturinn var búinn til úr litla ljóshærða stráknum sem var látinn éta sjálfan sig.
Grátur.
Æ, ertu farinn að gráta, ég skal hugga þig, svona, svona, þetta er allt í lagi.
Systkinin I
Ertu sofnaður?
Nei.
Geturðu ekki sofnað.
Ég veit það ekki.
Ertu að hugsa.
Hugsa?
Já.
Nei.
Erum við ein heima?
Ein heima?
Ég held þau séu farin.
Farin hvert.
Út.
Það mundi skellast.
Þau hafa lokað hljóðlega.
Heyrðirðu það.
Mér heyrðist það.
Þau eru ekkert farin.
Þau eru kannski að klæða sig í.
Þau mundu ekkert klæða sig í.
Úlpuna.
Þau myndu ekkert klæða sig í úlpuna.
Heldurðu að þau mundu fara úlpulaus.
Þau eru vön því.
Nei.
Geturðu ekki sofnað.
Ég veit það ekki.
Ertu að hugsa.
Hugsa?
Já.
Nei.
Erum við ein heima?
Ein heima?
Ég held þau séu farin.
Farin hvert.
Út.
Það mundi skellast.
Þau hafa lokað hljóðlega.
Heyrðirðu það.
Mér heyrðist það.
Þau eru ekkert farin.
Þau eru kannski að klæða sig í.
Þau mundu ekkert klæða sig í.
Úlpuna.
Þau myndu ekkert klæða sig í úlpuna.
Heldurðu að þau mundu fara úlpulaus.
Þau eru vön því.
Systkinin
Ertu með jafnt?
Nei, þú ert með meira.
Ég skar jafnt.
Það er ekki jafnt.
Það er víst jafnt.
Þú ert með meira.
Þú segir alltaf að ég sé með meira.
Þú ert alltaf með meira.
Það er jafnt.
Sjáðu hvort það er jafnt.
Það er jafnt.
Þú vilt ekki sjá.
Ég þarf ekki að sjá.
Þú ert með miklu meira.
Þú ert búinn að bíta í.
Ég er ekki búinn að bíta í.
Það var jafnt.
Það var ekki jafnt.
Það var víst jafnt.
Hvenær var jafnt.
Fyrst.
Fyrst hvenær.
Fyrst.
Það var ekki jafnt.
Nei fyrst.
Fyrst?
Nei, þú ert með meira.
Ég skar jafnt.
Það er ekki jafnt.
Það er víst jafnt.
Þú ert með meira.
Þú segir alltaf að ég sé með meira.
Þú ert alltaf með meira.
Það er jafnt.
Sjáðu hvort það er jafnt.
Það er jafnt.
Þú vilt ekki sjá.
Ég þarf ekki að sjá.
Þú ert með miklu meira.
Þú ert búinn að bíta í.
Ég er ekki búinn að bíta í.
Það var jafnt.
Það var ekki jafnt.
Það var víst jafnt.
Hvenær var jafnt.
Fyrst.
Fyrst hvenær.
Fyrst.
Það var ekki jafnt.
Nei fyrst.
Fyrst?
Maríanna Hólm tjáir sig aðeins meira um frægðina
Ég er ekkert nema ég sé fræg, þá fæ ég viðurkenningu fyrir hvað ég er sæt, gáfuð, frumleg, sérstök, skemmtileg, annars er ég ekkert af þessu, annars er þetta bara einsog þreytandi hæfileikar sem ég þarf að dragnast um með allt, svo annað hvort er að losa sig við þetta eða verða fræg, og þú getur bara gjörsovel og leyst úr mínum sálarflækjum sem koma í veg fyrir að ég verði fræg.
Ertu ekki bara löt, sagði sálfræðingurinn.
Löt!!!! Nei, ég er með sálarflækjur.
Kannski nennirðu ekki að verða fræg. Og er það ekki bara allt í lagi, kannski veistu að frægðin er innantóm og ekki þess virði, en hangir bara í henni einsog gömlum segldúk.
Gömlum segldúk?
Já, gæti það ekki verið.
Gömlum segldúk?
Ég segi svona.
Gömlum segldúk?
Hversvegna ekki.
Svona grænum gömlum stífum segldúk???
Ertu ekki bara löt, sagði sálfræðingurinn.
Löt!!!! Nei, ég er með sálarflækjur.
Kannski nennirðu ekki að verða fræg. Og er það ekki bara allt í lagi, kannski veistu að frægðin er innantóm og ekki þess virði, en hangir bara í henni einsog gömlum segldúk.
Gömlum segldúk?
Já, gæti það ekki verið.
Gömlum segldúk?
Ég segi svona.
Gömlum segldúk?
Hversvegna ekki.
Svona grænum gömlum stífum segldúk???
Sálfræðingur Maríönnu spyr um frægðina
Maríanna, afhverju er svona mikilvægt að verða fræg!?
Mikilvægt! Það er lífsnauðsynlegt.
Hvernig lífsnauðsynlegt.
Svo ég geti dregið andann.
En frægðin sjálf, hvað felst í henni.
VIÐURKENNING.
Viðurkenning?
Svaka viðurkenning.
En hvað með að þú gefir þér sjálf viðurkenningu?
Ha ha ha hahahahahahhaha.
Já, hvernig líst þér á það?
Ha haha hahahahahahahahahhaha.
Finnst þér það fyndið?
Ha hahahahahahahaha. Ahahhahahahahahhhahahahha.
Hvað er svona fyndið við það?
Hver ætti að vita af því ef ég gef mér viðurkenningu. Ætti ég kannski að kaupa mér tösku og hringja svo í Séð og heyrt: Maríanna gaf sér rauða tösku. Nei, ég hlusta ekki á svona sálfræðikjafftæði að ég eigi að gefa mér sjálf viðurkenningu, ég hef lesið heilu sjálfshjálparbækurnar um þetta og það er alltaf verið að tala um þetta í prógramminu. Nei, mig vantar alvöru viðurkenningu, frægð!
Mundi þér þá líða betur?
Nei, ég yrði fræg.
En yrði ekki rosa mikið að gera hjá þér.
Nei, ég myndi ráða mér aðstoðarmenn.
En þeir gætu eitrað fyrir þér.
Maríönnu svelgdist á. Svo stóð hún upp og hellti úr skálum reiði sinnar, ég hafði aldrei séð hana reiða, hún sat venjulega bæld og niðurdregin í stólnum, nú blasti hún við einsog eldhaf og hvæsti: Þú ert ekki sálfræðingur, þú ert norn, við erum komin í of mikið tilfinningasamband, eitrað fyrir mér!!! Þetta þýðir að þig langi tilað eitra fyrir mér.
Ég held að engan langi tilað eitra fyrir þér Maríanna.
Mikilvægt! Það er lífsnauðsynlegt.
Hvernig lífsnauðsynlegt.
Svo ég geti dregið andann.
En frægðin sjálf, hvað felst í henni.
VIÐURKENNING.
Viðurkenning?
Svaka viðurkenning.
En hvað með að þú gefir þér sjálf viðurkenningu?
Ha ha ha hahahahahahhaha.
Já, hvernig líst þér á það?
Ha haha hahahahahahahahahhaha.
Finnst þér það fyndið?
Ha hahahahahahahaha. Ahahhahahahahahhhahahahha.
Hvað er svona fyndið við það?
Hver ætti að vita af því ef ég gef mér viðurkenningu. Ætti ég kannski að kaupa mér tösku og hringja svo í Séð og heyrt: Maríanna gaf sér rauða tösku. Nei, ég hlusta ekki á svona sálfræðikjafftæði að ég eigi að gefa mér sjálf viðurkenningu, ég hef lesið heilu sjálfshjálparbækurnar um þetta og það er alltaf verið að tala um þetta í prógramminu. Nei, mig vantar alvöru viðurkenningu, frægð!
Mundi þér þá líða betur?
Nei, ég yrði fræg.
En yrði ekki rosa mikið að gera hjá þér.
Nei, ég myndi ráða mér aðstoðarmenn.
En þeir gætu eitrað fyrir þér.
Maríönnu svelgdist á. Svo stóð hún upp og hellti úr skálum reiði sinnar, ég hafði aldrei séð hana reiða, hún sat venjulega bæld og niðurdregin í stólnum, nú blasti hún við einsog eldhaf og hvæsti: Þú ert ekki sálfræðingur, þú ert norn, við erum komin í of mikið tilfinningasamband, eitrað fyrir mér!!! Þetta þýðir að þig langi tilað eitra fyrir mér.
Ég held að engan langi tilað eitra fyrir þér Maríanna.
26 mars 2009
Frægð Maríönnu
Já, svo hef ég engan tíma tilað vera með fólki, skrifa bréf, póstkort, hitta fólk, fara í leikhús eða á kaffihúsi, ég neyðist auðvitað stundum tilað gera það, en ég hef engan tíma til þess. Nei...já jájá. Ég þarf nefnilega að hugsa um frægðina. Hún kemur einn daginn og þá þarf ég að vera heima, og tilbúin, uppáklædd, tala sjö tungumál með sjö höfðum, búin að öllu, búin að gera allt og vera ekki önnum kafin, tilbúin fyrir frægðina, hvert sem hún kallar mig, þetta verður auðvitað allt annað líf, og áðuren ég fer með henni verð ég auðvitað að athuga hvort ég hafi slökkt á eldavélinni, lokað gluggunum, slökkt á sjónvarpinu, tekið allt úr sambandi, eða ég veit það, kannski hefur frægðin ekki tíma tilað bíða meðan ég geng frá, svo það er best að þjóta bara út, eða slökkva á öllu og taka allt úr sambandi, en ég má ekki vera svona frustreruð útaf frægðinni, frægðin kemur ekki nema ég sé í fullkomnu jafnvægi, hún gæti verið á tröppunum núna meðan ég skrifa þessi orð, svo það er best að hætta að skrifa.
Hrollur Maríönnu
Fólk gæti séð að ég væri besserwisser, að ég þættist alltaf vita allt betur en allir aðrir, að ég kláraði alltaf síðasta vínberið, að ég væri yfirkomin af græðgi, ótta, sjálfsvorkunn, þættist vita allt og vera best, ÉG ER BEST, ÉG ER LANG LANG BEST, ÉG VEIT HVAÐ ÖLLUM ER FYRIR BESTU OG HVAÐ ER BEST FYRIR ALLA AÐ GERA, ÉG SÉ ÞAÐ BARA OG VEIT ÞAÐ, já jájá, ég missti mig aðeins, bara aðeins... og fólk myndi sjá að ég er alltaf í keppni við alla að vera best og vita allt betur, og fólk myndi sjá hvað ég dæmi alltaf alla, hárgreiðsluna, skóna, málfarið, hreyfingarnar, skoðanir, klæðaburðinn, fólk má allsekki vita hvað ég dæmi alltaf alla og þykist vera betri en aðrir, og ég er dauðhrædd um að þetta sjáist, þessvegna reyni ég að passa að þetta sjáist ekki, bara allsekki, mér finnst það bara ekki krúttlegt, sætt, ásættanlegt, eða viðunandi á nokkrun hátt og ég er óttaslegin, ef maður vildi nú drekka kaffi með mér, EF MAÐUR VILDI DREKKA KAFFI MEÐ MÉR, hann gæti séð eitthvað sem ég vil ekki að sjáist.
*
*
Sálfræðingur Maríönnu hefur orðið:
Takk fyrir að deila sögunni þinni með okkur, en hvað heldur þú að gerist ef fólk kemur of nálægt þér?
Maríanna: Fólk gæti fengið hroll.
Sálfræðingur: Hroll?
*
Maríanna: Fólk gæti fengið hroll.
Sálfræðingur: Hroll?
*
Á verndarsvæði Cherokee
Ég fór á verndarsvæði Indíána í Bandaríkjunum í vetur með Kristínu og Jökli og hundunum þeirra. Við gistum í bjálkakofa í tvær nætur við ána Ooouunalufte, í þorpinu var ein gata, búð við búð sem seldi minjagripi framleiddir í kína, fyrir utan spilavítið með 35 þúsund spilakössum, uppáklæddir Indíánar að segja túristum sögur í glerbúri. Þegar þeir voru ekki að afgreiða MacDonalds voru þeir að afgreiða MacDonalds, ég vínkaði Indíánunum alþýðlega og brosti, þeir brostu aldrei en vínkuðu stundum, eftir þriggja daga ruglingslega veru sem náði hápunkti við að spila 21 við son minn og tengdadóttur undir vetrarbrautinni þá á leiðinni heim stoppuðum við í skála í fjöllunum sem seldi bjarnarkjöt og jakka úr dádýrsskinni með perlum á 2000 dollara, (semsagt ekki túristadjönk) og þar greip ég í óðagoti bókina Cherokee Women og las um White Mans Indian.... annað hvort "noble" eða "savage".
Þá kom smá skilningur í hausinn á mér.
Skrítið að ein bók bjargi manni á verndarsvæðinu, ég hélt það yrði sætur indíáni, dádýrsjakkinn eða gullpotturinn.
*
Þá kom smá skilningur í hausinn á mér.
Skrítið að ein bók bjargi manni á verndarsvæðinu, ég hélt það yrði sætur indíáni, dádýrsjakkinn eða gullpotturinn.
*
Játning Maríönnu
Ég var að komast að því að ég þarf á öðru fólki að halda, ég hafði haldið til þessa að ég kæmist af án annars fólks, að ég væri orðin góð í svona yfirborðskenndum samræðum þarsem ég gæti auðvitað verið voðalega næs og elskuleg, vitur og einlæg og já, já... já já. Að ég þyrfti ekkert að vera hleypa fólki of nálægt, vera líka elskuleg og taka tillit til ef fólk hefur misst pabba sinn, átt erfiða æsku, talar með dúkkum, á bágt, er of feitt, of mjótt, blankt, en ég verð að viðurkenna að ég hef alltaf vorkennt fólki sérlega fyrir að eiga mikla peninga, - og svo hef ég verið að hugsa eftir því sem aldurinn færist yfir, en ég er 49 ára að ég á ekkert að vera hleypa fólki inní líf mitt, að maður hleypti ekkert hverjum sem er inní líf sitt, ef líf mitt væri svona kastali, eða bygging af einhverju tagi, og ég skil það að sama skapi ef einhver vill ekki hleypa mér inní líf sitt EÐA ÉG SKIL ÞAÐ BARA ALLSEKKI NEITT, ÞAÐ ER BARA RAKKARAPAKK, ALGJÖRT PAKK, já fyrirgefðu, ég æsti mig aðeins, í dag heitir þetta að missa sig, en ég hef svona samband við börnin og mömmu og einstaka gamla vinkonu, en ég hef alltaf talið samt ég væri félagslynd og vinsæl, að fólk sækti til mín visku og félagskap, einsog í dag þá kom Katrín í morgunkaffi, svo komu Snæbjörn og Vilborg eftir hádegi og þar á eftir kona sem var að biðja mig um að hjálpa sér í gegnum sporin, og þegar hún var farin hringdi önnur sem ég var með í sporunum, það var svo kalt í dag, ég hef ekkert komist út, og ég hálflasin, það kom nefnilega vinkona mín í heimsókn hérna í fimm daga og var ömurlegt, hún fór á klósettið, skrúfaði frá krananum, geymdi mat í ísskápnum, reykti útá tröppum, klæddi sig, svaf hérna, lokaði hurðinni, og ég veit ekki hvað, þetta var ógeðslega pirrandi, ÉG MEINA ÓGEÐSLEGA PIRRANDI, ÖMURLEGT, ALVEG ÖMURLEGT, maður á bara ekki að hleypa fólki svona nálægt sér, ég meina þetta er húsið mitt, ha, djisis, ókei, ég ætlaði ekki að æsa mig, ég ætlaði bara að vera róleg en þegar ég loksins mannaði mig upp tilað fara útí búð af því ég hefði gert það fyrir börnin mín sem eru núna flutt að heiman, en þá ákvað ég að klæða mig vel, hugsa jákvætt og kaupa eitthvað gott handa sjálfri mér og svo vantaði klósettpappír!!! Og ljósaperu, og þá alltíeinu rann það upp fyrir mér þetta að ég hafði haldið að ég gæti lifað án annars fólks, að ég kæmist af án annarra, - ákvað að hugsa ekki meira um það en fór útí búð og ég hefði ekki fundið ljósaperurnar, kexpakkana ef ég hefði verið ein í búðinni, og allsekki getað afgreitt sjálfa mig, þetta var stórfurðulegt, það var stelpa sem hjálpaði mér að finna ódýrasta klósettpappírinn og voða næs strákur á kassanum, ég hefði aldrei getað þetta ein, skrítið. Já. Jájá.
Maríanna. Já, ég heiti Maríanna. Maríanna Hólm. JÁ ÉG HEITI MARÍANNA OG HVAÐ MEÐ ÞAÐ, HVAÐ EIGINLEGA MEÐ ÞAÐ, MARÍANNA!!! MARÍANNA...já jájá.
Maríanna. Já, ég heiti Maríanna. Maríanna Hólm. JÁ ÉG HEITI MARÍANNA OG HVAÐ MEÐ ÞAÐ, HVAÐ EIGINLEGA MEÐ ÞAÐ, MARÍANNA!!! MARÍANNA...já jájá.
25 mars 2009
Titringur
Allir voru sammála um hvað hann var leiðinlegur við hana. En hún sá hann stundum titra af innibyrgðri ást.
*
*
24 mars 2009
Ráð: Þegar farið er yfir brú
Þegar farið er yfir brú er gott að segja:
Hættu að hugsa og treystu guði.
Þetta er jafnframt gott að segja þegar farið er yfir andlega brú, tilfinningalega brú, líkamlega brú, létta brú, bogabrú, gamla brú, nýja brú, brú sem nær heimsálfanna á milli, brú á milli fólks, en það er alltaf gaman að komast yfir góða brú.
*
Það er líka gott að dúkleggja brú, taka upp hljóðfæri og spila á það meðan maður fær sér rjómabollu og kakóbolla.
Hættu að hugsa og treystu guði.
Þetta er jafnframt gott að segja þegar farið er yfir andlega brú, tilfinningalega brú, líkamlega brú, létta brú, bogabrú, gamla brú, nýja brú, brú sem nær heimsálfanna á milli, brú á milli fólks, en það er alltaf gaman að komast yfir góða brú.
*
Það er líka gott að dúkleggja brú, taka upp hljóðfæri og spila á það meðan maður fær sér rjómabollu og kakóbolla.
Hekla undir rjómasúpu
Ég fór að Heklu, ekki lengra en að hvítu vikursöndunum þarsem voru tveir hestar í vetrarklæðum, og lækurinn lék á flautu sína, það var komin ný brú og hana mátti dúkleggja. Hekla faldi sig eða sveipaði rjómaskýjum, stundum sást í neðstu hlíðar hennar, örlítið í toppinn, já þetta var allt með sykri og rjóma og ekki vantaði súrefnið í andrúmsloftið.
19 mars 2009
Geislakærleikur
Handa lítilli stelpu sem elti barnaperra inní skot af því hún var svo forvitin og vildi sýna hinum stelpunum að hún væri ekkert hrædd en þá klóraði barnaperrinn henni á staðnum sem enginn mátti koma við og eftir var alltaf þetta far, klórið.
*
En geislakærleikurinn getur tekið það í burtu.
*
En geislakærleikurinn getur tekið það í burtu.
18 mars 2009
Það sem ég hef lært í dag...
Að heimurinn ferst ekki þótt ég fái ekki ímeil á fimm mínútna fresti.
Að allir sjá hvað ég er æðisleg en það tekur enginn eftir því.
Að fortíðin er best geymd í kassa en stundum leynist örlítið brot úr henni sem hægt er að nota í framtíðina.
Að lífið er dásamlegt og Elísabet er full af ást og kærleika.
Já, og friði.
Hún lyftir augabrúnunum af því hún nennir ekki að stunda lyftingar.
Að allir sjá hvað ég er æðisleg en það tekur enginn eftir því.
Að fortíðin er best geymd í kassa en stundum leynist örlítið brot úr henni sem hægt er að nota í framtíðina.
Að lífið er dásamlegt og Elísabet er full af ást og kærleika.
Já, og friði.
Hún lyftir augabrúnunum af því hún nennir ekki að stunda lyftingar.
Fiskibollur í örbylgjuofni
Ég hitaði tvær sætar og góðar fiskibollur í örbylgjuofninum og fékk mér Akvaríus með. Núna er að renna í bað og flæðir niður stigann. Í morgun fékk ég mér skyr með jarðarberja-prótíni, hörfræjum, eggjahvítu, alveg guðdómlegt. Svo loftaði ég út og kom Mundu töfrana fyrir í einum kassa. Ég var að hugsa um að merkja hann Walter.
17 mars 2009
Tilfinningagildra og dans
Ég er að fara halda fyrirlestur um ábyrgð listamannsins í kreppunni, - ég ætla að sýna dans sem heitir Fyrirgefningardansinn, og tvö leikin atriði Tilfinningagildran og Metsölubókin.
Þetta verður í Nýlistasafninu í kvöld klukkan átta. Fylgist með frá upphafi.
Allt í kærleika. Elísabet
Þetta verður í Nýlistasafninu í kvöld klukkan átta. Fylgist með frá upphafi.
Allt í kærleika. Elísabet
15 mars 2009
Afmæli og háspennu-skógur
Ég fór í afmæli Dagnýjar sem haldið var við Úlfljótsvatn í gær, leysingar á leiðinni og vorið að ryðja sér leið enda snjóaði ofaní það, veturinn kemur alltaf æðandi ef vorið er að reyna að sýna sig, við Dagný höfum þekkst síðan á Ísafirði 1977. Dagný hefur mjög gaman af því að gera karlmannslíkama, þeir eru meiraðsegja komnir á kaffibollana hjá henni. Ha ha ha ha ha ha.
En mér leist ekki á mig þarna við Úlfljótsvatn, háspennumöstrin tvist og bast, einsog hreiður, eða skógur sagði mamma sem kom hér í morgunkaffi.
Eða einsog skessan Háspennumöst sagði: Það er möst af hafa háspennu!
En mér leist ekki á mig þarna við Úlfljótsvatn, háspennumöstrin tvist og bast, einsog hreiður, eða skógur sagði mamma sem kom hér í morgunkaffi.
Eða einsog skessan Háspennumöst sagði: Það er möst af hafa háspennu!
13 mars 2009
Hann eða ég?
Ég var að láta klippa mig, ég er komin með topp, einsog útigangshestur eða veðhlaupahryssa, fellur fram á ennið einsog foss, svo í gær var ég alltaf að hugsa um HANN, það var orðið ansi þreytandi og ég spurði sjálfa mig hvað ég gæti sett í staðinn. Sjálfa mig, sagði hugurinn, og svo naglalakkaði ég tærnar, rakaði fótleggina, setti maska í andlitið, fór í göngutúr tilað hitta Venus og Karlsvagninn og heyrði gjálfrið í öldunum, fór svo á videóleigu og leigði spólu, algjört ástarkelerí og ég gleymdi honum.
Spurning hvað ég eigi að gera í dag þegar HANN birtist á himni hugans, það er spurning með body-lotion, pússa speglana, dáðst að toppnum, gera teygjuæfingar, lengja hryggsúluna, gera tábergsæfingar, og hringja í trúnaðarkonuna.
Spurning hvað ég eigi að gera í dag þegar HANN birtist á himni hugans, það er spurning með body-lotion, pússa speglana, dáðst að toppnum, gera teygjuæfingar, lengja hryggsúluna, gera tábergsæfingar, og hringja í trúnaðarkonuna.
12 mars 2009
Hræddir karlmenn
Ég var að lesa að karlmenn eru hræddir við konur með of mikið hár, of langar neglur, of mikið málaðar, ... gott að vita hvað heldur þeim í fjarlægð.
Venus-dúkkan
Það er lítil bústin fígúra úr steini sem hefur fundist víða í Evrópu, talið að hún hafi verið frjósemisgoð og dýrkuð sem slík, kannski ferðagyðja tilað hafa í lófanum, en eftir að ég var á Hólum og sá öll líkneskin að Barbídúkkunum meðtöldum ætla ég að varpa þeirri kenningu fram að Venus þessi hafi verið dúkka.
*
Skæra stjarnan á himninum núna er Venus.
*
Skæra stjarnan á himninum núna er Venus.
10 mars 2009
Vernd gegn ástinni
Ég prjóna rauðan trefil úr hnykli sem er geymdur í þindinni, klippi í hann hjörtu og vef utanum hálsinn.
*
*
Hólar í Hjaltadal
Fjöllin eru einsog bleikir hestar sem prjóna,
þeysa áfram í tunglskininu,
og ég stend sem steini lostin.
*
Fjöllin eru einsog bleikir hestar
sem reisa makkann,
og ég stend sem steini lostin
þegar þeir prjóna í tunglskininu.
*
þeysa áfram í tunglskininu,
og ég stend sem steini lostin.
*
Fjöllin eru einsog bleikir hestar
sem reisa makkann,
og ég stend sem steini lostin
þegar þeir prjóna í tunglskininu.
*
Hugleiðsla í Hólaskógi
Það eru ekki til neinar hugleiðslur eftir konur, þetta er allt eftir einhverja austurlenska kalla sem sitja hryggsúlubeinir, með krumpaða fætur og omma, ókei, gerum ekki lítið úr þeim, svo tæma þeir hugann, þetta mikla náttúruafl, það er einsog að drekkja öræfunum, ókei, við skulum ekki dæma þá, þetta er alfarið þeirra mál en þeir þurfa ekki að tala um þetta sem einu réttu leiðina, og hér koma hugleiðslur fyrir konur.
Farið útí skóg þegar trén eru þunguð af snjó. Labbið hugfangnar eftir litlum stíg og troðið snjóinn uppað hnjám, það er algjör þögn, svo heyrist í rjúpu, orhggghhaaa, svo kemur aftur þögn, fyllið líkama ykkar af þessari þögn, hárið, húðina, beinin, frumurnar, innyflin, neglurnar, vöðvana, taugarnar....þögnþögnþögn.... mjög gott, ´
þá sjáið þið lítinn læk sem rennur næstum ósýnilegur en glitrandi undir sjónunum, fyllið ykkur af lækjarhljóðinu, hárið, húðina, hnén, frumurnar, innyflin, taugarnar og píkuna.
Mjög gott.
Svo ef þið eruð í erfiðum aðstæðum, í banka, umferðaröngþveiti eða á stefnumóti, kallið fram þögnina og lækjarniðinn og öllu miðar áfram.
*
Farið útí skóg þegar trén eru þunguð af snjó. Labbið hugfangnar eftir litlum stíg og troðið snjóinn uppað hnjám, það er algjör þögn, svo heyrist í rjúpu, orhggghhaaa, svo kemur aftur þögn, fyllið líkama ykkar af þessari þögn, hárið, húðina, beinin, frumurnar, innyflin, neglurnar, vöðvana, taugarnar....þögnþögnþögn.... mjög gott, ´
þá sjáið þið lítinn læk sem rennur næstum ósýnilegur en glitrandi undir sjónunum, fyllið ykkur af lækjarhljóðinu, hárið, húðina, hnén, frumurnar, innyflin, taugarnar og píkuna.
Mjög gott.
Svo ef þið eruð í erfiðum aðstæðum, í banka, umferðaröngþveiti eða á stefnumóti, kallið fram þögnina og lækjarniðinn og öllu miðar áfram.
*
09 mars 2009
Gunna og Töfró eiga afmæli
Ég er á Hólum, semsagt útúr bænum, já, og það er fjall hérna sem er gamall hvalur og einn daginn vaknar hann úr álögum og syndir á haf út og étur ýsustofninn, ýsa með smjöri, Gunna var að halda uppá fimmtugsafmælið sitt, tókst svona ljómandi vel, hún fékk fjórar barbídúkkur, en hér gamalt biskupssetur og ég búin að hitta alla gömlu gæjana, guðbrand, jón ara og fleiri, hér eru bara fjöll, snjór, snæfjúk, tunglskin og súrefni og ég viðraði klútinn minn frá arabalöndunum, og í dag á Töfradrottingin líka afmæli.
02 mars 2009
Kraftaverkið
Fyrir um ári síðan lá hún titrandi nýfædd í fanginu á mér, Embla Karen, og nú sprangaði hún um íbúðina, elti mig fram í eldhús og fylgdist með lærinu í ofninum, og vínkaði mér við matarborðið.
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)