Ég var að láta klippa mig, ég er komin með topp, einsog útigangshestur eða veðhlaupahryssa, fellur fram á ennið einsog foss, svo í gær var ég alltaf að hugsa um HANN, það var orðið ansi þreytandi og ég spurði sjálfa mig hvað ég gæti sett í staðinn. Sjálfa mig, sagði hugurinn, og svo naglalakkaði ég tærnar, rakaði fótleggina, setti maska í andlitið, fór í göngutúr tilað hitta Venus og Karlsvagninn og heyrði gjálfrið í öldunum, fór svo á videóleigu og leigði spólu, algjört ástarkelerí og ég gleymdi honum.
Spurning hvað ég eigi að gera í dag þegar HANN birtist á himni hugans, það er spurning með body-lotion, pússa speglana, dáðst að toppnum, gera teygjuæfingar, lengja hryggsúluna, gera tábergsæfingar, og hringja í trúnaðarkonuna.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
6 ummæli:
mundu að hryggsúlan er dreki,
þín ella stína hugumstóra
hmmm...ég skrifa bréf til mín á hverjum degi, í 21 dag- og það eru strangar reglur. Bara fallegar hughreystingar og hrósyrði. Alveg eins og ég væri að skrifa til konu sem væri að synda 5 kílómetra, en fengi krampa eftir 350 metra...og þyrfti bara mín orð til að klára...
Eftir 21 dag (reyndar eru bara 17 dagar og 17 bréf eftir núna) verður mér orðið svo náttúrulegt að tala fallega við mig að ég verð mín eina sanna- áreynslulaust.
Ég vil fá að hengja húsljóðið á baðherbergið mitt. má ég það?
Lísbet
Þú mátt allt, hvaða húsljóð er þetta... ???
Er ekki voða snjór fyrir vestan núna, ... ég elska Ísafjörð, fjöllin og togarana, og þig.
Og vindinn milli húsanna og hlýjuna sem kemur þegar maður hleypur inn...
gaman að heyra um þessi fallegu orð... fallegu orðin hennar lísbetar...
hér geysar snjóstormur, garpur var að keyra mig heim úr pössun.
svo er það hellisheiðin á morgun...
þú ert mörg hús
og margar lísbetar
og margir heimar
margir englar
og snjókorn.
höf.EJ
Þetta húsljóð.
Stundum held ég að Guð hafi gleymt því að við þurfum ekki nema örlitla sól með snjónum til að verða ofsalega glöð- því það er eins og hann haldi að við þurfum bara mikinn snjó og vind- og svo pirrum við okkur á snjónum en bíðum eftir sólinni. Kannski við ættum að gá hvort það sé c vítamín í snjónum.
Ég verð bara inni í dag og safna mér upp í kofaveiki.
Allaveg þangar til vindurinn hættir að blása c vítamíni upp um alla veggi.
Hellisheiðin er stærsti álfahellir á Íslandi- ég vona ða Brian Pilkington teikni myndir þaðan einn daginn.
kv
Lísbet
svo vona ég líka að enginn spái í því hvort ég skrifi nafnið hans B. P rétt eða ekki...
já, nú er ég búin að fatta afsprengill... það er líka engill í því...
já húsljóðið átt þú, það kom algjörlega óvænt og mér á óvart, líka þetta með snjókornið,
var að koma af hellisheiðinni, hefurðu lesið þetta að hún sé stærsti álfahellir á íslandi?
Skrifa ummæli