31 desember 2007

Ævintýraheimurinn and the absurd

Fyrir þremur árum uppgötvaði ég að ég var föst í absúrdheimi og var meiraðsegja orðin nokkuð góð í honum, og í gærkvöldi uppgötvaði ég að ég var föst í ævintýraheimi og einmitt orðin þokkalega góð í honum líka, en þetta gengur ekki lengur, ég gæti auðvitað farið í krísu, og hugsað ókei, ég endurnýja ævintýraheiminn, eða absúrd heiminn, en það sem gerist í þessum báðum heimum, að hin fínni blæbrigði tapast.

Og þessi sjálfvirka vél sem hægt er að kalla svo sem lífið er, hún slekkur á sér, því ævintýrasagnaritarinn og absúrdskáldið ráða svo miklu, jafnvel þótt maður lúti lögmálunum.

Svo ég stend núna á nýjum tímamótum, nýjum þröskuldi, við þröskuldinn, dyrnar eru opnar, er flugeldasýning, nei, það er myrkur, nei það er ekki neitt, ég er ekki byrjuð að búa neitt til.

Kannski bara hætta þessu kjaftæði og anda inní nýjan heim.

Árið líður í hring eða sporöskju...

Sagan hér að neðan er sama sagan og birtist í janúarhefti Heimsveldisins, bara öðruvísi sögð, þetta heitir þróun.

Sjálfsmorðslöngun...litla barnsins

Þegar ég var lítil langaði mig tilað deyja en það tók mig mörg ár að skilja það, það var svo vandlega falið. Það mátti enginn vita það, það hefðu allir orðið svo móðgaðir, eða kannski staðið á sama. En hér er þetta á borðinu, og borðið er dúklagt, það eru kerti á borðinu og líkið stendur uppi í stofunni. Enginn skilur í dauðanum. Eitthvað hræðilegt kom fyrir. Dánarorsök, óljós, eitthvað á milli rifbeinanna. Flugeldar. Sprengingar. Yfirlið. Svimi. Annálaritarinn. Og þetta er örugglega enn eitt dramað í barninu sem neitar að verða stórt. Svo það krossleggur hendurnar á brjóstinu og ryður útúr sér ævintýrum.

Útbreidd sæng Elísabetar

Ella Stína nær hámarksárangri. Ef þú ferð inná fotbolti.net og flettir uppá annál þá sérðu hvað Elísabet hefur komist langt á árinu, hún er þar ein af örfáum konum á meðal ótal karlmanna sem gefa álit sitt á boltanum, og EINA MAMMAN!!! Ég meina, fótbolti stjórnar heiminum. Ég myndi segja að þetta hafi borið hátt. Svo er spurning hvað Ella Stína eða Elísabet gera á næsta árinu, ég með allt mitt stöðununareðli er með jafnmikið endurnýjunar-eðli, svo spurning hvort heimsveldi Ellu Stínu verði lagt niður og stofnuð: Útbreidd sæng Elísabetar.

29 desember 2007

Kvöldheimsókn

Jökull, Kristín, Garpur og Ingunn með krílið innanborðs voru einsog fjórar englar þegar þau gerðu innrás hér í kvöld með videóspólu og kjúkkling, þau eru yndisleg og ég elska þau. Takk fyrir komuna.

Elísabet í dægursveiflunni

Ég vakna í þunglyndi á morgnana, sannfærð um að ég sé komin með krabbamein og hafi lifað lífinu til einskis og stutt eftir, um kvöldið þegar ég fer að sofa er ég orðin nokkuð hress, svo hress að ég tími helst ekki að fara sofa og er klukkutíma að sofna, þetta er kallað dægursveifla.

Þegar ég fer í skólann þarf ég venjulega að drífa mig og fá mér kaffi, svo þunglyndið er ekki eins slæmt, en svo fór ég uppí Borgarfjörð í gær og gisti þar í nótt í Lundarreykjardal hjá Kolbrá systur minni og Óla á Hóli, og hún eldaði svo góðan mat, og ég svaf í sama herbergi og mamma og mamma andaði alla nóttina og stjörnur blikuðu úti, svo skærar, miklu skærar en í borginni og í morgun sá ég rönd skera myrkrið, og vissi það sem hjarta mitt veit að ég ætti að eignast jörð og nokkra þunglynda hesta tilað dást að og sjá styrkinn þeirra og fegurð, ég er náttúrubarn og hætti ekki að vera það þótt ég segi það, en þegar ég vaknaði í morgun þá var ég ekki að hugsa eitthvað um þunglyndi, heldur áruhreinsun.

Og þá vissi ég að dögunin, og stjörnubjarta nóttin, kyrrðin og andardráttur mömmu höfðu hreinsað áruna mína.

27 desember 2007

Englar á Spáni

Ég gef lítið fyrir allt tal um prinsessu-heilkenni, að vera prinsessa er bara tákn fyrir að vera sérstök, og maður má alveg hafa það sem lítil stelpa, maður getur líka mótað sína prinsessu eftir eigin höfði. En það mælir samt enginn móti því að það vantar mína uppáhaldspersónu í þetta allt prinsessutal, og það er engin önnur en Lína Langsokkur. Hún skiptir mig mestu máli af öllum skáldsagnapersónum. Öllum já.

En ég á fjórar ömmustelpur á Spáni og tvær þeirra hringdu í ömmu sína í gær, þær Alexía og Jóhanna og voru með söngtónleika í símanum í tvo klukkutíma, ég heyrði enn englaraddirnar þeirra þegar ég fór að sofa í gærkvöldi.

Og einu sinni var prinsessa og hún breytti sér í Línu Langsokk en átti alltaf prinessubúninginn inní skáp því einsog konan í búðinni á Írlandi sagði við mig þegar ég keypti svörtu buxurnar: Its nesseccary to have a black trousers in your wardrobe.

Stundum er búningurinn ósýnilegur, þá er talað um andlegan búning, einsog andlegan stað... jæja ég er að fara yfir fótbolta liðins ár, það má sjá allt um það um áramótin á fotbolti.net

Og Kristín Bjarna sagði ég mætti vera í þunglyndi, já ég er nefnilega í smá þunglyndi en það er lagast og ég er um það bil að komast útí búð.

Fantasía og raunveruleiki

Fantasía verður að hafa einhvern lágmarks raunveruleika tilað nærast á, svo getur komið að því að fantasían missi áhugann á að nærast.

Falleg saga

Frida Kahlo - listmálari frá Mexíkó - var sjö ára þegar kennarinn útskýrði fyrir bekknum gang himintungla, hvernig jörðin snerist í kringum sólina og tunglið í kringum jörðina, Frida Kahlo varð svo hugfangin að hún pissaði á sig.

The funny beast Reality

Maður hverfur nottla inní fantasíuheiminn þegar má ekki segja frá raunveruleikanum, og ég játa fyrir þessum bloggrétti að ég hef verið upptekin af fantasíunni frá unga aldri, og geri mér grein fyrir að það má ekki segja hvað sem er og hvernig sem er, það verður að passa inní viðtekinn raunveruleika sem ég er alltaf seint og snemma að reyna átta mig á, en það var þetta með fantasíuna, það getur vel verið að ég þurfi ekki lengur á henni að halda, það getur vel verið að það hafi verið gerð bylting meðan ég var einhverstaðar víðsfjarri í minni fantasíu, og að Lenín hafi verið steypt af stóli og það sé búið að setja upp Ikea-skilti í staðinn.

Konan í mér

Á Írlandi uppgötvaði ég að konan í mér var föst í tveimur hlutverkum, hlutverki píslarvottarins og hlutverki reiðu konunnar. Það vantaði allt jafnvægi, það var tóm þarna á milli, kæmi mér ekki á óvart þótt þar væri sársaukinn holdi klæddur sem er snillingur í að gera sig tilfinningalausan, og þarmeð fást engar upplýsingar, en allavega þegar ég kom heim þá fann ég þessa sem er á milli, hún bara svona skoðar þetta í rólegheitunum, og hlustar á samræðurnar.

Píslarvotturinn: Ég á ægilega bágt.

Reiða konan: Þú ert aumingi.

Píslarvotturinn: Ekki láta svona við mig.

Reiða konan: Það ætti að útmá þig.

Píslarvotturinn: Hvað hef ég gert.

Reiða konan: Þú hefur ekkert gert.

Píslarvotturinn: Ég geri alltaf allt.

Reiða konan: Þú ert lömuð af aumingjaskap.

Píslarvotturinn: Ekki slá mig.

Reiða konan: Ég kem ekki nálægt þér.

Píslarvotturinn: Hvert ertu að fara.

Reiða konan: Ég er farin.

Píslarvotturinn: Hvert ertu að fara. (Fær hóstakast) Hún er í kokinu á mér.

*

ps. Lestu samræðurnar aftur og hugsaðu þér að reiða konan segi ekki neitt. Það er þannig sem reiði mín hagar sér, hún þegir og beinist inná við. Og svo fær píslarvotturinn í magann. Dásamlegt líf.

26 desember 2007

Börn - besta íslenska bíómyndin

Var að horfa á Börn, íslenska bíómynd eftir Vesturport og Ragnar Bragason, snilldarverk, svo mikill léttir að sjá persónur sem voru ekki skáldaðar, með svona innilega flottar samræður, og ég engdist af tilfinningunum, ekki fara þangað, ekki opna dyrnar, ekki yfirgefa strákinn, og flottur leikur, endirinn var að vísu gjörsamlega útí hött, hún hefði átt að enda á slysó þegar læknirinn segir: Þetta slapp fyrir horn í þetta sinn. Og þessi strákur sem lék Guðmund lék svo vel, það léku allir svo vel, ég held þetta hafi verið svarthvítt. Og snarpólitískt ljóð.

Leynilegt samband við raunveruleikann

Ég var að hugsa um mann og ég var að verða vitlaus á honum því hann var á heilanum á mér, virkilega óþolandi, svo ég ímyndaði mér herbergi í heilanum þarsem hann væri og svo henti ég honum út, þá spratt upp undurfagurt blóm í herberginu og ég var hæstánægð, þetta blóm var hægt að nota í leikrit, virkilega skemmtilegt og fallegt blóm, og það fór vel á með okkur í nokkra daga þangað til ég var að verða vitlaus á blóminu, það var svo á sjálfan aðfangadag að undrið gerðist, ég þoldi þetta ekki mikið lengur og greip til ráðs sem ég þekkti en hafði gleymt og það var að hlusta, - á raunveruleikann, hinn ytri heim, og ég heyrði suðið í ísskápnum, suðið í tölvunni, pikkið í lyklaborðinu, skrjáfið í pappírnum, klippið í skærunum, og þegar ég fór til mömmu í mat heyrði ég marrið í snjónum, upp rann dásamlegur heimur, raunveruleikinn, hinn ytri heimur, blómið og maðurinn horfinn, og allt þetta suð og skrjáf og marr og glamrið í pottunum himneskir hljómar, ég heyrði í heiminum fyrir utan en ég hef ekkert heyrt í manninum.

LEYNILEGT SAMTAL VIÐ FJALL

Ég er meiraðsegja búin að spyrja fjall
hvað ég eigi að gera í sambandi við þig,
og fjallið sagði: Vertu þolinmóð.

Þetta átti sér stað á Kili í sumar.

Svarið kom mér í opna skjöldu,
ég hafði yfirleitt ekki búist við svari,

þessvegna hugsa ég stundum um þennan líparítshlúnk.

24 desember 2007

Jólin

Það er svo gott þegar maður hefur fullkomið vald á einhverju einsog jólunum, þá koma líka tárin.

22 desember 2007

Björn Jörundur í Melabúðinni

Það var skorað á mig að koma við í Melabúðinni með Lásasmiðinn, ég sem hélt að allir væru búnir að fá leið á mér þar, en það glumdi um landið: Hva, verðurðu ekki í Melabúðinni!? Og þar hitti ég Björn Jörund vin minn með sína ómótstæðilegu rödd og gúddvill. Hann rak upp stór augu: Hva, ertu með nýja bók, ég hef ekkert séð hana auglýsta. Ég vil nú bara segja að það var eins gott að Björn Jörundur fékk að vita að ég væri með nýja bók, hann er fastur á gjafalistanum en fékk ekki bók í þetta sinn, bara útaf því hvað hann er sætur. Svo kom Siggi Skúla leikari sem er eilífðar unglingur og sagði: Hey, já þessi bók, rosalega skemmtileg kynning á henni. Og svo kom auðvitað minn fasti kúnni Jóhann Sigurjónsson fiskimálastjóri en það er eitt af mínu uppáhaldi að selja honum, og eini maðurinn sem getur látið mig skilja þorskstofninn og ég læt hann skilja jökulárnar. En þetta var svo yndislegt fólk, já mig langar að gefa konunni minni þessa bók, sagði maður sem ég þekkti ekki neitt. Og hangikjötslyktin og allt.

21 desember 2007

Kristín tengdadóttir mín og Lásasmiðurinn

Kristín konan hans Jökuls er 23 ára, hún er búin að lesa Heilræði lásasmiðsins var hrifin af bókinni. Ég er djúpt snortin af þakklæti. Kristín er gáfuð, einlæg fegurðardís og töffari sem ég tek mark á. Sumir segja það sé ekkert að marka vini og fjölskyldu þegar kemur að bókakrítík. En Hrafn bróðir minn segir: Það er mest að marka vini manns. Ég segi: Það er mest að marka tengdadæturnar.

Hvörf

Nú byrjar daginn aftur að lengja, ég sá ljósbláu röndina í dag og fann þurru sætu lyktina sem fylgir, og vekur allt í brjóstinu.

Raggi Bjarna

Vitiði hvern ég hitti í kvöld í þættinum hjá Loga!!! Ragga Bjarna!!!! Jíííí... !!!Ef einhver getur búið til sveiflu þá er það hann.

Jólin eru að koma

og jólin eru svo falleg, friður, ljós, gjafir, eitthvað fallegt, Hulda og Valli komu í kaffi með Nínu og Braga, Kolbrá og Magdalena komu í kaffi, og færandi hendi með læri...namm. Svo var útskriftarveislu hjá Veru frænku minni Illugadóttur, og hún er alheimur útaf fyrir sig, allir voru svo fínir og sætir, og líka í sjónvarpinu þarsem ég, Hrafn og Unnur heimsóttum Loga sem var með jólin hjá sér. Á eftir ætla ég að pakka inn jólapökkum, og elska lífið.

Sjónvarpsfrétt

Lífið er ekki einleikið, mig vantar lásasmið. Lásinn í útidyrahurðinni er að fara fjandans til, skrúfurnar að detta úr og varla hægt að snúa lyklinum...

Metsölulisti Ellu Stínu

1. sæti. Heilræði lásasmiðsins e. Elísabetu Jökulsdóttur

20 desember 2007

Bubbi: Klappað í stein

Bubbi er nú sætur, hann keypti sér Heilræði lásasmiðsins og las bókina, og er svona ánægður með hana: Þetta er þröskuldabrjótur, stórmerkileg bók, löngu eftir að við verðum farin þá á hún eftir að grípa inní. Þetta er klappað í stein.

Bubbi: Ég datt úr sófanum

Ég var að lesa upp með Bubba í kvöld, hann las magnaða sögu úr bókinni sinni: Að kasta flugu í straumvatn er að tala við guð. Þegar ég gekk í salinn rauk Bubbi á mig með fagnaðarlátum, það er ótrúlegt hvað hann er alltaf gefandi, og þakkaði mér fyrir viðtal á sjónvarpsstöðinni INNtv hjá Ásdísi Ólsen. Ég hló svo þegar ég var að hlusta á viðtalið, sagði hann, að ég datt úr sófanum.

Skiptu um lás

Heilræði lásasmiðsins eftir Elísabetu Jökulsdóttur er ekki saga um ást eða fallegt samband heldur sálarlífið á bak við atburðarásina. Hinn faldi veruleiki verður ljóslifandi á hverri blaðsíðu. Herbergi sálarlífsins sem hafa verið lokuð lengi opnast. Höfundur leggur upp í sjálfsskoðun af sjaldséðri einlægni og átakanlegri ástríðu. Hugurinn talar án ritskoðunar, allt skoðað og allir möguleikar rannsakaðir.

Við lestur bókarinnar er óhjákvæmilegt að líta á sjálfa sig og lífið útfrá víðara samhengi. Einstaklingurinn í nærsýn er töfrum líkur, er veröld sem virðist án enda ef við skoðum bara dýpra.

Sagan er líka um barnæskuna, litlu stelpuna sem er að reyna að skilja heim fullorðinna. Pabbastelpa með stóra hjartað sem alltaf slær til hans og þau skynja þarsem heimar þeirra mætast. Dásamleg ástarsaga dóttur til föður sem aldrei var til staðar í lifanda lífi en samt eru þau órjúfanleg heild, tilfinningarnar svo stórbrotnar að orðin eru máttlaus verkfæri en í staðinn er það andinn sem svífur yfir í þessari bók sem gefur þér visku tilað skilja meira.

Ekki bókstafir einir en líf, þú finnur lífið kvikna í lestri þessarar bókar sem snertir við öllum og öllu því hún hefur að geyma það sem við hugsum en ekki segjum.

Áslaug Einarsdóttir, tónlistarmaður. (Mbl. 20.des.2007)

Frá Ingunni

Hlakka til að lesa hana í jólafríinu.

Ingunn Sigurpálsdóttir, tengdadóttir mín

19 desember 2007

Hápunktarnir á Írlandi

1. Þegar ég sat á Café Divino við ána Liffey með tölvuna mína.

2. Þegar ég fór út að borða í Allihies með Claudiu 11 ára og Elaine 9 ára.

3. Þegar ég fór í fjallgöngu í Allihies og rakst á Roy Keane og Maríu Mey.

4. Þegar Heilræði lásasmiðsins kom í pósti í Fagrastræti.

5. Þegar Kristín kom og framkallaðist á flugvellinum.

6. Þegar ég spurði Peter Brook afhverju leikhúsið vantaði í leikhúsið.

7. Þegar ég hallaði mér uppað veggnum í Trinity á fullu tungli og fékk hugljómun um mastersritgerð.

8. Þegar litla betlarastelpan spilaði fyrir mig lagið sitt.

9. Þegar ég heyrði í Jökli í símanum. Og þegar ég talaði við Garp við vatnið.

10. Þegar ég týndi minnisbókinni í Malahide.


*

11. Þegar ég hitti Greg í fyrsta sinn, örlaganornina mína á Írlandi. (Hann mun aldrei fyrirgefa mér að vera númer 11, en þó hugsanlegt hann geri það ef ég kalla hann örlaganorn.)

Lásasmiðurinn fær lof og prís

Hér kemur meira lof um sjálfa mig, eða þeas. lásasmiðinn, Lása litla einsog hann kallaður á mínu heimili, jamm, og minnir mig á að í bíómynd með Houdini var sagt: Lásar hafa ljóðrænt gildi.

En hún Unnur systir mín sem er afbragðs lesandi sagðist ekki skilja afhverju Lásasmiðurinn hefði ekki hlotið tilnefningu til Íslensku bókmenntaverðlaunanna, þetta væri undraverður texti, stíllinn svo góður, sagan svo mögnuð, og ég væri á einhverjum splúnkunýjum stað sem rithöfundur. Svo vitnað sé orðrétt í hana:

Þessi þrotlausu skrif þín hafa skilað árangri, og þú hefur náð einhverju alveg nýju stigi. Þessi bók hlýtur að teljast viðburður í bókmenntalífinu.

Hún var í fimmta kafla og ætlaði svo að gefa krítik á efnið, þetta var meira um formið. En tja tja tja. Ef einhver heldur að það sé ekkert að marka vini mína og fjölskyldu þá er það ekki svoleiðis, þetta er hörkulið, þrælvanir lesendur og maður hefur nú oft fengið að heyra það og meira en það. Sverrir bóndi í Selsundi og vinur minn hefur ekki verið hrifinn af mínum bókum hingað til. Ég bíð spennt eftir að vita hvað hann segir um Lása litla.

Í einum rykk

Guðrún konan hans Gumma vinar míns las bókina í einum rykk.
Og hvað, spurði ég.
Nú, hún las hana í einum rykk. Hún vakti frameftir.

Heimsveldið á Hólum

http://gudr.blog.is/blog/gudr/entry/394703/

Vinkona mín, Guðrún Helgadóttir á Hólum er að kommentera á Heilræði lásasmiðsins.

Ég er annars vöknuð, já. Það er þetta magnaða skammdegi úti. Ég hvarf og varð til í öðru landi, ég er að skrifa nokkrar bækur heima hjá mér, ég er að verða búin með eina, hún heitir Stærðfræðikenningin. En þetta er skemmtilegt sem Gunna segir um hina eða aðra. Kannski er lásasmiðurinn önnur bók en hún er. Svona galdrabók, þegar hún er lesin kemur ein saga í ljós, - og svo ÖNNUR.

Netið kemst í samband

Karlmenn eru öðruvísi en ég. Þeir kunna á netið. Netið mitt hefur legið niðri og í dag komst það í lag. Það komu fjórir karlmenn við sögu. Fyrst hringdi ég í SKO og lenti á engum öðrum en Sævari. Sævar er stórvinur minn, rappari og gefur út disk í febrúar. Hann hafði tekið eftir þessum fína dóm um lásasmiðinn í Fréttablaðinu og eftir strangar mælingar hélt hann að lan-línan væri biluð. Þá hringdi ég í Gústa vin minn sem kom og reif allt úr sambandi og setti aftur í sambandi og komst að því að ráderinn væri bilaður. Í því kom Heiðar skólafélagi minn og ég spurði hvort við værum ekki á leiðinni uppí Krókháls að ná í nýjan ráder og hann játti því en fyrst töluðum við um sálarlíf hans og Heiðar keypti lásasmið. Þess má geta að Gústi varð að fara eftir kaffið því hann var á leiðinni austur fyrir fjall og ég bað hann um að taka lásasmiðinn í Selsund. Þar er hann sennilega búinn að skipta um allar skrár, annars er það svona staður þarsem allt opnast af sjálfu sér og maður þarf bara að segja töfraorðin: Ég er komin. Heilræði lásasmiðsins eru reyndar líka töfraorð. Heiðar talaði um sálarlíf sitt í tvo klukkutíma og við þurftum að skipta um herbergi tilað gera því almennileg skil en fórum svo uppí Krókháls þarsem yndisleg afgreiðslustúlka stakk nýjum ráder í poka. Þegar ég kom heim setti ég allar snúrur í ráderinn og hugsaði: Ætli þurfi ekki að kveikja á þessu. Gústi hafði ekkert minnst á það, bara sagt mér hvar snúrurnar ættu að vera, þær áttu meðal annars að vera í lan-portinu. En það gerðist ekkert. Ég bilaðist þokkalega. Þessi ráder var örugglega ónýtur. Ég hringdi aftur í SKO og talaði alvöruþrungin við einhvern Ásgeir. Hann sagði mér að kveikja á rádernum og spurði svo hvort græni liturinn væri orðinn appelsínugulur, hann myndi ýta á takka hjá sér og eftir tíu mínútur ætti litabreytingin að hafa átt sér stað. Þá væri netið tengt. Mér fannst við hljóta að vera í einhverju tilfinningasambandi við svona galdra.

18 desember 2007

Um lásasmiðinn

Það var svo gott að lesa þessa bók að ég hélt um tíma að þetta væri hljóðbók,

en áttaði mig svo þegar ég þurfti að snúa mér á hina hliðina að svo var ekki.

Annars var tilfinningin lík og í Njálulestri þarsem maður þekkir sögusviðið nokkuð.

Djörf en góð bók.

Gústav Stolzenwald, prússneskur aðalsmaður


Hæ, las heilræðið sjálft á bókakvöldi á Kaffi Krók í síðustu viku - takk fyrir að koma því á prent, veitir ekkert af að fólk hætti að skammast sín!

Guðrún Helgadóttir, vísindamaður á Hólum


Forvitnileg.

Egill Helgason, sjónvarpsmaður


Hef tryggt mér eintak og hafið lesturinn. Og líkar vel. Stórvel.

Valgerður Benediktsdóttir, skáldkona

17 desember 2007

Draumur - stærðfræðidæmi

Ég er skotin í manni og hann vill ekki sofa hjá mér svo ég fór að hugsa um annan en þá dreymdi mig hinn í tuttugu útgáfum, hann var í hverju herbergi.

Skipstjórinn vinur minn

Vinur minn Óskar Þórarinsson skipstjóri á Frá frá Vestmannaeyjum var að lesa Heilræði lásasmiðsins, og er yfir sig hrifinn, magnaður texti, segir hann, góð saga, hreinskilni og þú ferð inná svið sem hefur ekki verið farið inná áður. Kannski ný fiskimið ha ha ha. En það er óhætt að taka mark á manni sem hefur glímt við tólf metra háan ölduvegg og spilar jazz í brúnni.

Takk Óskar.

15 desember 2007

Gríman

Ég er aldrei nógu góð í að leika grímuna.

*

13 desember 2007

Karlmenn

Heilræði lásasmiðsins er búin að bjarga einni manneskju frá því að hafa karlmenn á heilanum, þeas. sjálfri mér, - útí Dublin í september sl. skaut þessi tilfinningum djúpum rótum að það væri fleira í lífinu en að vera konstant ástfangin, og upptekin af karlmönnum, - ég vissi ekki þá hvað það var, en ég komst að því þremur dögum áðuren ég fór heim, -(Það er leyndarmál í bili) En það má ekki skilja orð mín svo að það sé eitthvað athugavert við karlmenn, ég er bara að segja að það sé ekki gott að hafa þá á heilanum, það er mikið betra að hafa þá annarstaðar.

Um lásasmiðinn

Öllum landamæravörðum var gefið frí þegar þessi bók var skrifuð.

Kristín Bjarnadóttir, skáld


Hver segir að bækur eigi að vera þægilegar.

Kolbrá Höskuldsdóttir, bókmenntafræðingur

09 desember 2007

Akkúrat þrír mánuðir

Lífið er stundum göldrótt, og ég er að fara heim, ég er nefnilega ekki komin heim frá Írlandi fyrren ég kem heim til mín, mig langaði alltaf svo mikið að Róbert kæmi að heimsækja mig á Írlandi, og svo kom hann að heimsækja mig í dag og þá var ég bæði á Írlandi og árið 1978 þegar ég bjó síðast á Drafnarstíg, tímarnir fléttuðust saman og dyrnar opnuðust, mig langaði að sjá Ísland í öðru ljósi og komst að því að Ísland er hótelherbergi með landslagsmyndum og þetta er ekkert venjulegt landslag, þetta er landslag sem skelfir og seiðir í senn. Og ég sá móður mína uppá nýtt með því að vera á Drafnarstíg og vera samt á Írlandi (af því ég var ekki komin heim frá Írlandi fyrren ég er komin heim) Það er nefnilega þetta með töfrana, það eru töfrar, lífið er svo skrítið og ég elska það svo heitt, einsog maðurinn sagði við mig: Ofcourse there is magic, when the ordinary becomes extraordinary.

Í augnablikinu er ég soldið hrædd að yfirgefa Írland þarsem ég sit á Drafnarstíg og skrifa þessi orð og fara á Framnesveginn, en ég veit að Framnesvegurinn hefur búið mig til og Ísland.

Þeir sem hafa hitt mig uppá síðkastið hafa hitt mig á Írlandi. Og ég get alltaf búið til soldið Írland. En það er leyndarmál hvernig ég fer að því. Púsl sem ég geymi í lófanum.

Þegar Kristín heimsótti mig á Írlandi

Þá uppgötvaði ég að ég hafði byggt utanum mig klaustur, það var minn andlegi veruleiki, þetta var mitt Írland, ég var ein í því og sá það og skrifaði um það, það komst enginn inn. Þetta var skrítið því ég var alltaf að tala við fólk og alltaf á ferðinni en þegar Kristín vinkona mín kom uppgötvaði ég að ég bjó í klaustri og enginn mátti komast inn. Ég veit ekki útaf hverju, kannski af því ég var að sinna fræði og rannsóknarstörfum, ég var að gæta ástarinnar, sem var hvítt blóm einsog það væri samasemmerki milli ástarinnar og einmanaleikans sem var hvítt blóm, nei ástin var rauð blóm, mörg rauð blóm, sem flögruðu. Ég skildi að ég þarf einveru en þetta var ekki það, þetta var líka vernd. Ég átta mig ekki alveg á þessu, og gerði mér ekki grein fyrir því að Kristín kom. Hún kom nefnilega inní klaustrið og það var næstum óþægilegt. En samt gott. Af því það er gott að maður átti sig á því hvar maður er.

ps. Það eru bara fáir sem vita hvað ég meina með þessu klaustri, þetta er svokallaður andlegur veruleiki, ein hliðin á Heimsveldinu sem er sjónhverfingabústaður og ég segi frá í Lásasmiðnum. Breytist úr klaustri, í gat, í pípsjóbox, veg, og svo framvegis.

pps. Það er engin spurning að ég skrifaði Íslendingasögurnar í þessu klaustri.

Sagt um Heilræði lásasmiðsins

Þú mátt vera stolt af þessari bók. Hún kemur róti á hugann einsog allar góðar bækur gera.

Guðmundur Andri Thorsson, rithöfundur


Kjörkuð, nærandi krufning á því hvað er að vera manneskja. Og skemmtileg.

Vilborg Halldórsdóttir, leikkona


Ég segi bravó fyrir þessum skrifum, sleppti henni ekki eina sekúndu. Hef ekki í annan tíma lesið bók þarsem er skrifað um kynlíf á svo teprulausan hátt.

Júlía Alexandra, blaðamaður


Goðsagnakennd.

Ásgeir Ingólfsson, blaðamaður


Sveiflaðist milli þess að finnast sögukona vera að segja mér of mikið og vilja fá að vita meira. Bráðskemmtileg...

Kristrún Heiða Hauksdóttir, krítiker


Einstök bók, hugrökk, falleg.

Ásdís Ólsen, sjónvarpskona


Það eru nokkrir dagar síðan ég lauk við að lesa þessa bók og ég hef verið að melta hana síðan. Bókin er í senn falleg og óvægin. Hún er bæði erfið og náin. Lesandinn ferðast með höfundi um hugarheima hennar, allt að innstu hjartarótum. Það var ekki auðvelt ferðalag, hvorki fyrir Elísabetu né mig.
Heilræði lásasmiðsins er sönn saga í bestu merkingu þess orðs, saga sem snertir lesandann og hreyfir við. Saga um ást, saga um þrá, saga um mannleg samskipti og saga um örlög. Athyglisvert er uppgjör Elísabetar við föður sinn, sérstaklega í ljósi bókar Hrafns Jökulssonar þar sem fram fer sambærilegt uppgjör af hans hálfu.
Saga Elísabetar og alls hennar fólks, bæði í raunheimum og hugarheimum, er ágeng og kröftug saga sem óhætt er að mæla með.

Runólfur Ágústsson, bókin á náttborðinu, 3 og hálf stjarna

08 desember 2007

Emotional relationship with a shop

I created a emotional relationship with a store in Dublin, it was an antiq-shop standing at the north bank of Liffey where all the busses goes from. I saw it the second day in Dublin, there are two big wheeles outside, must be the fortuneswheeles from the witches in Macbeth. Inside there are all this old stuff, statues, hats, tables, and what I loved most: Eggs. From the period of Victoria, many eggs together in a box. 200 euros. I was lucky to be sick the last days, otherways I probably would have bought them. I used to come by and ask: How are my eggs. It was in this store I met Paddy and heard the Victim-Theory. And there I bought the red purse with all the diamonds to assure me I would become rich of my new book. And in this store I met the only Irishman who knew of the connection of Ireland and Iceland in the past and told me how St. Brendan went on his leather-boat (a football) to Iceland with his friends-munks and they made love to some Icelandic elf-ladies and thats how I came into this world. I dont remember the name of the merchant because I always called him St. Brendan and when I wasnt asking about my eggs, I asked, Hi St. Brendan, where is your leatherboat... in Liffey? He knew about Surtsey and knew some Icelandic Chessplayer Guðmundur, a very fine man, - Last time I saw him I praised his jacket and told him I must blog about his shop. Oh no, he said, dont tell anybody, this shop is a secret.

A little boy with a big sentence

I am still thinking of the little boy with his grandfather I met on the Pirah in Don Leary in Dublin. The little boy said to his grandfather as they walked by hand in hand: We are only here for a one minute. There is a long story behind that but I can assure you he was talking to me.

The conclusion

I had a very good critiq of The Locksmith in Iceland. There says f.ex: I felt that the author was telling me too much but at the same time I wanted to know more.

The main conclusion of this book must be this: How dangerous it is to lock yourself out.

When Kristin came

I went to the airport. I waited. I wanted to shout and dance, I wanted to cry, I wanted to say nothing, I wanted to say something special. I stood there when she came. I saw her. She saw me. It was like magic.

When Kristin left

When my friend Kristin left after two days in Dublin with me, I felt a huge painful gap, it was more huge than painful though and I had to bear it alone because she was gone, I couldnt share it with anyone because that was my gap, and I was a little bit surprise because we have known each other for such a long time and know we will meet again, I guess I have created this gap before she came, protected it on the tangoball, in the trinity, over the bridge, in the bus, and when she left I couldnt protect it any longer.

Yes, it was a gap, or a abyss, or something like that, something she left, yes she left me the gap because she know I love the gap, always fishing from it.

I still dont understand this gap.

But I wanted her back instead of the gap.

Though I knew this gap was something very important.

Fjallið

Viltu vita hvað fjallið sagði?
Vertu þolinmóð.

My reading in Dublin

It was amazing, raining, leaving, high ceiling, dresses, tables, audience, master of ceremony, dark outside, in the darkside the monument of my favorite legend of Ireland, the story of the children from Lir, I was leaving, I had written a play because I knew I must do it before I left the country, flowers, raining, I was leaving, - there was reading from my books, three of them, but when we red the play in end, something happened, some magic, I cant describe it, it was like bling, like a space opened up and there came a sound, - telling me that my place is the theatre. And when I write those words I feel how hard it is to admit it, it was raining, I was leaving, amazing, flowers, this bling, or this space came from somewhere... me on stage.

The poetry pub in Dublin

I was in sauna in Dublin, - me and Una went swimming, Una was my swimming-princess, although she hasnt got the princess-syndrom, maybe she has, - anyway, I was in the sauna and told everybody I was a poet, and then a man repairing cars told me there was a pub in Dublin they always had poetry-reading.
Oh, where is that, I said.
If you cross the Millinium-bridge (pronounced millihimmmihimlmmimimmihniuuum) from the north bank of Liffey and go to right, there is this pub.
Cross the bridge and go right?
Yes, you remember the two ladies in stone?
Yes.
There is the bridge, go over the bridge and right.
Okay, thankyou.
Few days later I followed those instruction, there was a handsome beggar on the bridge, he gave a sign I was cool. There was a pub on the right side and I went inside, it was in the middle of day, a few people hanging there with guiness I suppose.
What you want love, the bartender said.
Oh, nothing for me, I am recovered alchoholic.
Understand love.
I was told here might be a poetry reading.
Here?
Yes, if I cross the bridge, go to right.
Never been here or anywhere around, never heard of it.
Okay, but I am poet and I could tell you a poem if you want to.
Sure love sure.
So I told them the poem I wrote in Dublin about the lonlyness.

My lonlyness
is a white flower
that opens up
in my chest.

Very good, the bartender said, is it the lonlyness that comes after having a beer.
No, its just the lonlyness, I said.
Then I bow, said thankyou and the audience clapped their hands. I opened the door and said: Now there is a pub where there is a poetry-reading, - if you cross the bridge and go to right.

07 desember 2007

Gleðidagur

1. Ég fékk að vita að ég væri orðin frísk.

2. Ég fékk skemmtilegan dóm í Fréttablaðinu, visir.is

3. Ég byrjaði á jólahreingerningu fyrir mömmu, á að koma henni á óvart.

4. Ég talaði við Huldu vinkonu mína, hún er að búa til hjálma tilað setja á sig og upplifa eitthvað. Ég sagði henni að Valli væri á hverju götuhorni á Írlandi.

5. Hrafn bróðir minn hringdi úr Trékyllisvík og er að reisa kirkjur á hverri þúfu og bauð mér að koma norður.

6. Unnur systir mín hringdi af því henni fannst svo gaman að heyra lesið úr Lásasmiðnum í gærkvöldi á Selfossi hjá Bjarna Harðarsyni vini mínum og skemmtilegasta þingmanninum. Hún bauð mér á jólamarkað.

7. Gummi vinur minn kom í hádeginu og færði mér læri með brúnni sósu, ég lét hann fá lásasmiðinn og bað hann um að lesa hann í kjötborðinu og segjast ekki geta hætt þegar viðskiptavinirnir kæmu. Hann sagði ég væri svo ungleg og liti svo vel út. Þegar ég hitti Gumma í gær batnaði mér mikið.

8. Elísabet Ronalds vinkona mín hringdi og bað mig um að sækja Loga son hennar á Drafnarborg, ég gerði það og Logi kallaði mig ömmu. Svo sat hún að tedrykkju, ég gaf henni smágjöf frá Írlandi, og hún hélt ekki vatni yfir Lásasmiðnum. Svo fengum við okkur meira te. Krús hvað var gaman að sjá hana.

9. Svo kom Máni!!!Uppáhaldsfrændi minn. Með Aþenu rottweilerhundinn sinn. Hann hafði ekki fengið kortið frá mér, fannst upphafsorð Lásasmiðsins góð innkoma og var þotinn.

10. Garpur hringdi og ég sagði eins gott, mömmur eru svo fljótar að fá höfnunarkennd, hann óskaði mér til hamingju með dóminn, og Ingunn bað að heilsa, og ég hlakka svo tilað fara til þeirra og sjá parketið sem ég held að bumbukrílið hafi lagt meðan þau sváfu. Þau hinsvegar halda að þau hafi lagt parketið.

11. Garpur sagði að Jökull og Kristín kæmu á mánudag. Jibbí. Krús!!!

12. Já, svo er ég bara enn í jólahreingerningu og chilli og á leiðinni í heitt bað, hætti við að fara á AA-fund og í heitapottinn en get varla beðið, helst að einhver komi og keyri mig.

13. Ást í hjarta.

To Una and Corn Flex

I am back home in Iceland, have been sick all weak but now feeling but, I cant find your mobile number, my email is ellastina@hotmail.com and my mobile 00354 848 5302. I have thought about you a lot and remember you and Greg saying good bye in the dark blue morning. And to Iceland which is pink and purple those days and even snowing for Elisabet. Love you a lot and please read this and write me an email. I have not all my stuff yet because I live at my mothers house and get my own apartment on Monday.

Tell Corn Flex he is now famous in Iceland.

Læst úti

Mikilverðasti lærdómur þessarar bókar hlýtur að vera sá hversu hættulegt það er að læsa sjálfa sig úti.

(Kristrún Heiða Hauksdóttir, Fréttablaðinu, 7.12.2007)

Mig langar mest eitthvað langt í burtu, - að skrifa, eða kaupa fullt fullt af jólagjöfum, svo þarf ég að kaupa nýtt rúm og þvottavél, en bara þarsem er friður og tölvan mín, og einhver sætur. Og lesa, ég er að lesa núna From Beirut to Jerusalem. Meiriháttar vel skrifuð, neglir mann niður. Svo er birtan bleik.

Ég sveiflaðist...

"Ég sveiflaðist milli þess að finnast sögukonan vera að segja mér of mikið og vilja fá að vita meira." Þetta segir Kristrún Heiða Hauksdóttir gagnrýnandi í ágætum dómi um Lásasmiðinn í Fréttablaðinu í dag. Þetta er svona dómur sem höfundurinn sjálfur græðir á að lesa. Mjög vel unninn og inspírandi. Birti hann í heild sinni síðar í dag. Og þrjár stjörnur: Venus, Júpíter og Mars.

Af veikindum mínum er það að frétta að mér er batnað, Sveinn Rúnar Palestínulæknirinn minn sagði að sennilega hefði þetta verið lungnakvef og ekki lungnabólga, ég er soldið miður mín að geta ekki flaggað lungnabólgunni lengur en hef sennilega læknast útaf tuðinu í mömmu. Eða frekar hangikjötinu, plokkfiskinum og andanum góða sem hún hefur sáð hér á þessu goðsagnasetri sínu: Skáholti.

Það var líka hressandi að heyra frá Gumma vini mínum, hann er að koma hingað með lambalæri, og eftir samtalið við hann í gær skrifaði ég Seamus Heaney.

Kíkið á dóminn í Fréttablaðinu.

Ást í hjarta.

05 desember 2007

Ég á að vera í rúminu

Það segir læknirinn, ég var á leið á frumsýningu þegar mér datt í hug að hringja í hann, en ég var í klukkutímasjónvarpsviðtali í morgun við fallega og sniðuga konu, Ásdísi Olsen í þættinum Reynslunni ríkari. Hægt að nálgast á visir.is ef einhver kann að fara inná það, ef ég er ekki nógu sæt þá er það lungnabólgan svo ekki hætta að elska mig. Lásasmiðurinn er kominn út og er kominn í bókabúðir. Mamma er að elda hangikjöt.

Myndirnar hér til hliðar tók Kristín Bjarnadóttir vinkona mín og eru eini vitnisburðurinn að ég hafi verið í Dublin, ein mynd af mér og Andrew Keane leikara sem var kynnir á Elísabetarkvöldinu, svo Greg litli landlordinn minn, ég á brúnni en þar stoppaði ég alltaf (þetta er orðin fortíð!!!) tilað ná raunveruleikatengingu og hugsa: Ég er í Dublin, svo ein af mér og James Joyce, við eigum það sameiginlegt að we put everything in, og svo auðvitað tangódísin sjálf og bjútí-ið Kristín.

03 desember 2007

Ég er komin heim

Ég er komin heim til Íslands og sit í hettupeysunni minni á Drafnarstíg með lungnabólgu. Það hefur alltaf verið minn metnaður í lífinu að fá ekki lungnabólgu en við hverju er að búast þegar maður hefur sigrað keltneska tígurinn. Já, ég er komin heim og er hjá mömmu, það hefur alltaf verið minn metnaður í lífinu að fara aldrei aftur heim til mömmu en við hverju er að búast þegar maður á svona yndislega mömmu. Mamma bauð mér að vera í nokkra daga af því ég er húsnæðislaus og eldaði handa mér exotískan fiskrétt. Og svo fór hún í partí.

Ég sef í gamla herberginu mínu og fann áðan fyrir þessari sextán ára sem orti rómantísk ljóð, og var að springa af orku ánþess að vita það. Svo kem ég og segi henni það.

30 nóvember 2007

Doctor in Dublin II

I went to see a doctor in Dublin today and he told me it was okay for me to fly tomorrow. And now I realise I needed a doctor to tell me that.

*

Doctor in Dublin

I went to doctor in Dublin, and he said it wasnt easy to see a doctor in a different country.
Could be a different doctor you mean? I said.


(This was only the first doctor-story from Ireland)

Til Dyflinnar

Ad laera
ad rata
i annarri borg

er einsog
ad laera
ad rata
um sjalfan sig,

uppa nytt.


*

Gardurinn

Eg skodadi gard i Dublin, mig langadi ad sja hvad vaeri um ad vera i gordum. Thad voru laufblod a botni tjarnarinnar sem himinninn spegladist i og thegar eg kikti eg upp i himinninn spegludust laufblodin thar. Otal steinbogabryr og leynistadir, fuglar, gomul tre, ung tre, stigar og rolegheit, allir godir i gardinum og holludu ser hver ad odrum. Sumir voru greinilega ad ganga gegnum gardinn, adrir satu thar.

Svo thegar laufblodin fellu til jardar barst hljodid uti geiminn.

29 nóvember 2007

Thrjar vinkonur, Una og Neasa og Fi

Thad er heidur himinn yfir Dublin.

Thad verdur erfitt ad kvedja Neasa vinkonu mina a gedsjukrahusinu, hun er med gedhvorf einsog eg, - eg hitti hana i lestinni til Cork. Eg er buin ad kaupa litinn hund handa henni sem ilmar af lavander. Fyrsta daginn sem eg heimsotti hana sagdist eg elska hana thegar eg kvaddi, hun vard eitthvad hissa en adan thegar hun hringdi sagdist hun elska mig.

Hun er svo lasin, og thad get lika ordid, eg fekk maniuvott thegar upplesturinn var akvedinn, og lika thegar madur hringdi i mig af Islandi, eg nota astina oft tilad koma mer inni lokada herbergid thar sem eg raed ollu.

Vinkona min sagdist fa von thegar hun saei mig, og eg klokknadi. Eg verd ad klara gedhvarfabokina mina fyrir Neasa, hugsadi eg.

Svo er thad Una vinkona min, hun er algjort bio. Raudhaerd og a vin sem heitir Korn Flex, litil kanina sem er hennar svona alter-ego og hun geymir i vasanum. Hun faer send takn fra sigarettukveikjurum, og ser ekki astaedu tilad haetta ad reykja, ekki a medan eg fae taknin, segir hun.

Hun er ad hjalpa mer vid upplesturinn, svo gafud, og bradskemmtileg. Hun dro mig i sund og sundid hefur gert gaefumuninn. Una gerir biomyndir og tonlist.

Svo er thad Fi, hun er homopati og segir ad folk komi og kvarti um verk her, og svo er thad eitthvad allt annad sem hrjair thad. Hun er lesbia, krunurokud, undurfogur, svo braet og gefandi, henni finnst eg svo aedisleg ad mer stod varla a sama og sagdi, biddu thangad til thu uppgotvar ad eg er feik. No, she said, you are the real thing. Fi stakk uppa upplestrinum, og sagdi thad myndi gefa goda aru fyrir Lasasmidinn. Hun var svo akof ad eg gleypti vid hugmyndinni. Hun hefur fallegar hugmyndir um heiminn. Og ferdast um a skuter.

Eg sagdi til hamingju med daginn Elisabet thegar eg vaknadi.

28 nóvember 2007

Tofrastund a Fagrastraeti 17

Thad er urhellisrigning, eg ad springa ur hamingju, farveik, var ad skrifa mjog merkilegt,... og a morgun a upplestrinum minum verdur kynnir!!!! I love it, Hrafn brodir minn kenndi mer ad thad yrdi ad vera kynnir, hann er leikari, eg hitti hann a tangoballi, hann var med rauda nelliku, og aetlar ad vera kynnir og lesa upp ur Fotboltasogunum, og eg a ad hitta hann a morgun vid Trinity, loksins fae eg ad hitta einhvern vid Trinity, thad er nefnilega svona meeting point i Dublin, fyrir utan ad Trinity er tofrastadur a margan hatt,... eg er ekki skotin i honum, eg er bara svo glod ad fa retta manninn tilad vera kynnir, og thad er kallad her a Irlandi: Master of the Ceremony... oh yeah...

Svo aetlar Julia fra New York ad lesa upp, hun er yndisfogur og akvedin og gafud, og thad er haegt ad tala um allt vid hana. Hun kenndi mer ad hafa Month of Innocence, og atti storan thatt i ad Ella uppgotvadist.

Ja, og svo tharf eg bara kaupa fimmtiu floskur af limonodi,... reading in Dublin.

Elisabetar Goda kvoldid.

Hvad segja thau?

Bókin komin og upplesin. Ég myndi halda að þú þyrftir að fara strauja N.kjólinn og greiða í gegnum hárið fyrir afhendinguna. Ótrúleg bók...mega flott, flott, flott og kúl kúl kúl.. Þökk þökk fyrir mig.., - Kolbra Hoskuldsdottir, systir min og bokmenntafraedingur

Kjorkud naerandi krufning a thvi hvad er ad vera manneskja. Skemmti mer vid ad lesa bokina, hun er mjog god. - Vilborg Halldorsdottir, leikkona

Skemmtileg, - godsagnakennd. - Asgeir blm. a Mogganum. (Hringdi v. vidtals)

Fantastic, very exciting. - Greg Baxter, ameriskur rithofundur (Hefur lesid fyrstu bls)

Eg er farveeeeik

Buin ad vera veik sidan a fostudag, vildi hrista thad af mer thvi vinkona min Kristin Bjarnadottir kom i heimsokn, meira um thad sidar, en eg er buin ad missa roddina, med hausverks-seiding, halsbolgu, augnverk, mattleysi, throttleysi, og nu i morgun komu graenir kogglar uppur lungunum, veit einhver hvad thad thydir.

*

Kuldinn a Irlandi er beinakuldi og thott eg hafi hamast i Greg ad kynda dugar thad ekki til, thad er ekki almennilega hlytt svo eg bid ykkur um ad fara kynda a Islandi.

Vertu ekki ad kynda svona alltaf i mer....en eg er lasin, eg er buin ad taka akvordun um ad lata mer batna, en veit ekki um lykilinn ad bankaholfinu minu, ju eg man nuna hvar hann er. Eg er lasin o o o aumingja litla saeta eg.

Ella Stina leggst i viking og kemur heim med kelta-tigra

Einsog althjod er kunnugt hefur Ella Stina haft vetursetu a Irlandi, thar sem hun byrjadi a thvi ad afneita vikingablodi sinu en thad hefur nu heldur betur snuist vid, Ella Stina hefur attad sig a hvad er ad vera vikingur, og thess vegna kemur hun heim a laugardaginn, hafandi sigrad Kelta-Tigrann. Hun dregur hann heim a skottinu.

25 nóvember 2007

I asked Greg

I asked Greg if I was a child.
No, he said, but you have childlike qualites.

*

21 nóvember 2007

Merkilegur draumur

Eg var bedin ad halda fyrirlestur i UCD um min eigin verk, eg hef ekki einu sinni haldid svona fyrirlestur i islenskum haskola. Eg var nett stressud med alla mina gedsjukdoma en hlakkadi samt til. En audvitad var eg stressud, thetta er land Kolumkilla sem skrifadi gamla keltneska litteraturin, land Joyce og Beckett, Marionnu Carr, Keats, Oskar Wilde, Yeats og hvad their heita nu allir thessir postkortagaejar. Og enginn hafdi kennt mer ad halda fyrirlestur, og eg kann bara ad tala um sjalfa mig.

En tha var mer sendur Fridgeir i draumi!!!

Fridgeir er bekkjarbrodir minn, aegifagur, bradgafadur, skemmtilegur, vinur vina sinna, gjofull karakter, olikindatol, eg fer bara ad brosa thegar eg hugsa um hann. Fridgeir er efstur i okkar bekk i skolanum en eg sennilega laegst.

Svo dreymir mig tveimur nottum aduren eg a ad halda fyrirlesturinn ad vid Fridgeir sitjum vid skolabord einsog i 12 ara bekk, thetta var stor salur og allir ad taka prof og abudarfullur kennari sem gekk um golf og fylgdist med. Tha sa eg ad Fridgeir helt uppi bladi tharsem a stodu ordin:

Oda
Odin
Odinva

Og einhver fleiri ord i thessum dur. Thegar eg vaknadi vissi eg ad eg atti ad byrja fyrirlesturinn a sogunni thegar Odinn stal skaldskaparmidinum af Gunnlodu og leggja utfra thvi. Og eg gerdi thad.

I fyrsta lagi er sagan god, i odru lagi er thetta svo "akademiskt"... vitna i norraena godafraedi og thu ert med salinn a valdi thinu, thad voru reyndar 9 manns ad hlusta, en thad er vist jafn merkilegt og hitt, professorar og tilvonandi utskriftarnemendur. Og eg gerdi gott betur en ad hampa Odni og Gunnlodu, eg nefndi Isisi, - og viti menn, gerdi mer litid fyrir og vitnadi i irska godafraedi og nefndi gudinn Dagda.

Dagda, hann var godur i ollu.

Svo thetta var draumurinn, og thegar efasemdarkostin ridu yfir tha hugsadi eg bara um drauminn. Byrjadu a Odni Elisabet og tarunum hennar Gunnladar.

Fridgeiri er hermed bodid - sem draumathokk, - ad vera gestabloggari a Heimsveldinu, ad senda faerslu sem eg mun sidan copyaandpeista. Fridgeir er i nami i Thyskalandi.

20 nóvember 2007

Tryggid ykkur plass i bidrodinni

....lasasmidurinn er kominn i budir. Heilraedi lasasmidsins.

A Good Advice of Elisabet

If something is haunting you put it on paper, - or on stage.

19 nóvember 2007

Kona i leikriti/Leikrit i konu

Thad er misskilningur ad mig vanti thjon, stundum er svo stutt a milli imyndunar og fantasiu, en thad er semsagt kona i leikriti eftir mig sem vantar thjon en ekki eiginmann. Til ad faera henni allan thann otta sem hun tharfnast.

En eg get sagt ykkur hvernig eg fattadi thetta ef einhver les lengur blogg utaf jolaundirbuningi, en eg hitti mann a veitingahusi um daginn, og hann var thvilikt saetur, hann var lika svo gladur, hann hafdi farid til Islands og var eitthvad svo skemmtilegur, eg hitti hann bara i bidrodinni eftir ponnukokunum, en thad er rosalega smart ponnukokur til solu herna a kaffihusi sem heitir Lemon og er a Dawsonstraeti rett hja Trinity. Hann var i bissniss. Eg for ad segja honum fra upplestrinum minum, eg hafdi pantad sparkling water, mjolkurkaffi og ponnukoku, stelpurnar sem eg var med satu allar uti og eg for thangad, tha kom hann faerandi hendi med ponnukokununa mina, og eg sagdi: This is my new waiter. Hann sagdist koma a upplesturinn minn, svo var hann horfinn. Stelpurnar goptu, og sogdu, biddu hver er thetta, you are a fast worker.

Therefore I need a waiter.

A legend of the day

I went out walking, and saw a little road with sweet old houses, moss and grass on the roofes, in the middle of this newbuilt area, where you cant even find a leaf, or a cigarette on the streets, but ten cranes allover the place, - okay, so I took this little road, this was my first walking tour in my neighboorhood, usually I go straight back and forward to the train, or the shop, - anyway I was walking there and it happend to be closed road with four old houses, Virgin Mary in the windows, and then I saw them, - ten turkies walking around giving those weird sounds, I stopped and stared, a turkie-group in the middle of the city, they were walking towards me when a dog started barking, a small dog, and the turkies got a little bit confused, but kept on walking, so there came another dog, a black dog, not very nice, and he and the little dog were barking at me, well - to tell the truth, there came this third dog, a scheffer-dog bigger than usual and ugly, usually they are pretty, and there came a old man in an old sweater and opened the gate and told the turkies to come inside but all the dogs ran to me, and surrounded me, - barking and everything, I didnt froze but I was about to freeze, I just stood still and then thouhgt it would best to leave this place, slowly, - which I did, and guess what, - at the same time I told the old man to call his dogs back. Call the dogs back, I said. Yes, I had a right in this world, and I could speak up for my self.

Jonas Hallgrimsson

Mer skilst thad hafi verid jolin utaf 200 afmaeli Jonar Hallgrimssonar. Thetta er svo sorglegt, thessir radamenn sem hrista boxid med mylsnunni af Jonasi eru their somu og muldu nidur Dimmugljufur.

Slettum ljodum

I Karahnjukabarattunni fannst monnum hallaerislegt thegar vid vorum ad lesa ljod a Austurvelli, og einhver kalladi okkur kellingar, - thegar skyrinu var slett a radstefnu alframleidanda a Hotel Nordica fannst monnum thad brjalaedislegt og kalladi tha sem slettu skyrinu ofbeldisseggi. Sumt folk er bara alltaf vaelandi, og kann ord yfir allt.

Thjonninn hennar Elisabetar

Mig vantar ekki eiginmann, kaerasta eda neitt svoleidis. Mig vantar thjon sem getur lokad mig inni.


*

17 nóvember 2007

Eg er allt sem eg er ekki

Eg er mjog oakvedin sem eg er ekki, eg er mjog akvedin.

Thetta hljomar kannski favitalega en eg er kannski ad koma med sporvagninum fra Huston-station og sit og fylli hausinn a mer af hugsunum hvort eg eigi ad fara ut a Jarvis-station eda vid Abbey-street. Thad er einsog ekkert annad komist ad, einsog thetta se uppa lif og dauda. Thangad til eg er farin ad laera segja, eg var reyndar byrjud a thessu heima, en tha segi eg vid sjalfa mig: Elisabet min, thetta er alltilagi, thu ert 49 ara, thu veist thad thegar ad thvi kemur.

Okei. Svo for eg ut vid Jarvis-station, inni Arthett tilad kaupa geislaspilara, og tha var madur thar sem sagdi ad their seldu ekkert svoleidis lengur, thad vaeri bara MPI- spilaranum.

So you are telling me, I dont live in the modern world, I said.

Yes, there is about time to opperate.

Eg var a leidinni i sund tilad hugsa um linurnar og ja tilad fara i sund, en for inni Pennys, svona Hagkaup-stuff, keypti rakvelar, sjampo og tannkrem, og var svo alltieinu farin ad skoda peysur, og matadi eina, hun var forljot og thaer voru allar forljotar, eg sa einar flottar buxur en matunarklefar eru fangelsi i minum augum. Svo eg hugsadi, Elisabet hvada rugl er nu thetta ad fara inni Pennys. Er lif thitt a rettum kili. Fann svo thetta Sony-Center, og keypti geislaspilara. 40 evrur, for svo i sund, thad var buid ad loka sundinu en eg fekk ad fara i sturtu, var svo heilmikid ad velta thvi fyrir mer hvort eg aetti ad fara a internet kaffi tilad vita hvort Robert hefdi svarad mer, en hugsadi thad vaeri ekki nog god astaeda, lika sannfaerd um ad hann kaemi a morgun, eg veit ekki hvernig eg fekk thad i hausinn ad hann kaemi i heimsokn 18. november. Stod svo i 20 minutur a lestarstodinni ad bida eftir Malahide-lestinni, og avarpadi litinn dreng thvi eg sa ekkert um Malahide-lestina, en hann sagdi ad Drogheda stoppadi i Malahide. Eg er soldid veik fyrir Drogheda-lestinni, thad drynur i henni, hun er soldid gomul og lifsreynd lest, thytur oft afram og stoppar hvergi nema i Drogheda. Drogheda er dularfullur stadur. Eg hringdi i Margreti vinkonu mina i Allihies medan eg beid eftir lestinni og thad var gaman ad heyra i henni, og nuna medan eg skrifa thessi ord hugsa eg hvada bull er thetta, aetlaru ad eydileggja bloggid. Svo var eg komin til Malahide og fekk kast hvot eg aetti ad fara i messu eda utad borda a griska veitingastadinn minn, en for i stadinn inni dyrustu budina i baenumm tharsem eg keypti skuggalega flott stigvel i haust og spurdi um peysur og leist soldid vel a eina svarta, hun var med hneppu aftan a, eg hugsadi hvort einhver myndi hneppa svona fra, eg er lika med svo fallegan hals og vidbein, en svo sa eg buxur, svartar buxur, alveg sjuklega flottar, vidar svartar buxur med tolum ad ofan og hja vosunum, svona einsog ef eg vaeri bankastjori Bank of Ireland eda trudur, thaer kostudu 110 evrur en mer fannst thaer adeins of vidar, thaer voru numer 14, svo eg veit ekki, thaer eru frateknar thangad til a morgun, meirihattar buxcur, alveg rettu buxurnar fyrir mig, svo for eg a griska stadinn, glosadi i leikritinu minu og at minn kalamari, i thridja sinn, eg elska ad eiga eitthvad svona fyrir mig, einsog thetta se minn stadur en veit aldrei hvad eg a borga i thjorfe, ekki frekar en hvad eg a ad gefa betlurunum, eg var eina eina manneskjan a stadnum, allir voru med einhverjum, eg bordadi med puttunum, svo aetladi eg i messuna en messan var buin, hellirigning, eg sat goda stund i kirkjunni, thad voru raud blom og gulur veggur sem gott var ad horfa a, eg kveikti a kerti svo gud gaeti opnad hjarta mitt, og lika fyrir krakkana og tengdakrakkana, for svo a fundinn minn, og for - an thess ad aetla thad, - ad grata a fundinum, yfir thvi ad eg vaeri ekki lengur ein i heiminum.

Og fekk svo hvinandi hausverk, sjalfsagt yfir thessari othaegilegu uppgotvun.

Svo var madur sem keyrdi mig heim af fundinum og hann gaf mer 50 kilo af kartoflum. Eg for heim og spiladi geliska geisladiskinn sem annar madur a fundinum gaf mer um daginn. Fekk simanumer hja yndislegri konu, kom heim og tjekkadi a hvort Robert hefdi eitthvad svarad mer, en for svo med aedruleysisbaenina og tha kom svona hugsun ad vera ekkert ad hugsa um hann.

Eg er bara ad paela i ad reyna losna vid eitthvad thessu ollu utur hausnum a mer, eg finn hvad er threytandi ad skrifa thetta allt, hvad tha ad hugsa thetta allt.

Og tha kem eg ad thessu sem eg byrjadi a, eg er akvedin en syni oakvedinn front. Eg hugsa thegar hvad.... tilad reyna ganga fra mer.

I dag for eg i soldinn leik, eg tok af mer Ham ferdamannsins, og imyndadi mer ad eg aetti heima herna a Irlandi.

Sennilega thessvegna sem eg for inni Pennys.

Patra in Ireland

In my mothers womb I was called Patra so ever since I have felt close to Patr....ick.

Me and my pain

I sentenced my pain to be locked in for life. Nobody is aloud to visit him, if he make just a little noise I put him in the dark cellar with the rats. And ofcourse I have no life, I am guarding the pain.

I tell myself all the time how grate job this is, - to take care of the pain.

My love-sickness

I think its like betting on horses. I put all my feelings on a one man and when he fails I loose everything.

Mountains out of moorhills

When the 8-button on my computer collapsed, I thought it meant I would die soon because the number 8 meant eternity, my friend smiled and then she said: Thats how you make mountains out of moorhills.

50 kg of potatos

A friend gave me 5o kg of potatos - so now I must only need the ticket to America.

16 nóvember 2007

Lasasmidurinn kominn ;-)

Heilraedi lasasmidsins, nyja bokin min er komin, hun kom i dag a afmaelisdegi Jonasar Hallgrimssonar og danardegi ommu minnar Elisabetar Isleifsdottur. Til hamingju Elisabet.

Og munid ad kikja i bokabudina, eg verd ekki ad selja hana sjalf i thetta skiptid.

En i dag standa allar dyr opnar.

Eg heyri i bladsidunum thegar eg fletti.
Og hvernig er kjolurinn,
eda kapan thegar fingurnir strjuka yfir hana,
og bokbandid, litirnir,
og hvernig er hun undir thegar madur tekur kapuna af,
og lyktin.

Being with me

Being with me is to be with me,
without my worries,
without my plans,
without my fear,
without my ideas,

because my worries are not my worries,
they are the worries,
and so on,

they are not me, they are mine,

so walking home,
hearing my footsteps,
seeing the movements in the trees,
a car driving by,
a light in a window,
a star in the coludy sky,
going around corner,
passing the motorway,
finding the gate,

that is me.

Elisabet entertainer

Some people say my blog is poetry and they cant comment. Okay. Thank you. But I need comment as every creature on earth, I am not begging for comment, I am craving, no carving, ha ha ha, I am a entertainer, all my blog is entertaining poetry, the front, I am always publishing the front, but what is behind this little soul of Ella Stina, how is she doing, fine? I have been dealing with lonleyness, arrogance, rejection, self-pity, worrying, stress, - yesterday they were many more, now I cant remember them, shame, anger, there it goes, fear, - fear that something bad could happen to my children like I feared in the old days, now they are grown up, but anyway, all this is a little entertaining on my humble blog, - I am manic depressive but I am gifted with this flow, otherwise I would be inside my head and my head inside, where is inside, somebody tell me! - I am not making excused for my manic depressive, I am just trying to use it to control the world, hey there, I love to entertain, I really love to bring all the worries, fear, anger, selfpity, shame on stage, - and then, - let it ride!

*

Those feelings I counted above are the feelings of the travellers, because I wonder everyday, I see the leaves falling, the bridges, the beggar-girl playing harmonica, the buildings, the trains, and yes, even the people, imagine, and I wonder and am happy. And I say to myself, Elisabet, you are in Ireland, imagine, you are in Ireland, look at this, because soon you will going home and this will all fade away, - and seem like a dream.

Sorry Hello

A young woman told me Dublin had changed since she was young, in her childhood walking with her mother and brother they were saying hello and smiling all the time to everybody, nowadays people say sorry instead of hello.

I was walking in the garden the other night, she said, somebody said good evening, I almost dropped my heart, nobody had said good evening for such a long time.

14 nóvember 2007

Ella Stina les upp i Dublin!!!

Ella Stina verdur med upplestur i Dublin, 29.november, klukkan sjo, ur nyjustu bok sinni Heilraedi lasasmidsins....:)

Og vaentanlega Galdrabokinni, Fotboltasogum og Vaengjahurdinni.

Upplesturinn verdur i glaesilegum sal i Rithofundamidstodinni vid Parnell torg.

Svo verdur ovaent uppakoma.

Veitingar. Gledskapur. Kruttskapur.

Believing in The Celtic Tiger

I was reading the Irish Indepencency Post, there was an interview with some business man that said the Celtic Tiger wasnt dead, - "only if we believe its dead, then its dead, - if we believe its a live we can go on forever."

That business man was maybe not aware of what it takes to believe. You have to build houses for the believing, write books, make theory, candles and everything.

The Celtic Tiger - in Zoo

I met a woman the other day and she said, excuse me, where is the Zoo?
The Zoo, I said.
Yes, I wanna see that Celtic Tiger everybody is talking about.

13 nóvember 2007

Eg skriftadi

Hvad gerir madur a Irlandi; fer til Ameriku, bordar kartoflur og skriftar. Eg for i messu a laugardaginn, uppljomudu gluggarnir lokkudu mig til sin, a eftir spurdi eg prestinn hvort eg maetti skrifta thott eg vaeri ekki katholsk og hann leyfdi mer thad. Svo a eftir bad hann gud um ad senda mer styrk og frid, og thad hef eg verid ad hugsa um, styrk og frid, thvi styrkur og fridur - thad er ekki eg, thad er gud.

Eg er i rust

Stundum er ekkert gaman ad vera alkoholisti, maniu-depressivur, medvirkur, med astarfikn og thrahyggju, bilada tolvu, og thurfa thar ad auki ad fokusera a heilbrigda partinn i sjalfum ser!

12 nóvember 2007

www.patreksfjordur.is

Eg hvet alla tilad kjosa a thessum vef, um oliuhreinsunarstod i Arnarfirdi. Eg hvet lika alla tilad segja nei, Arnarfjordur er tignarlegasti fjordur Islands, ef vid hofum ekki efni a tign, tha hofum vid ekki efni a neinu.

Gjora svo og vel. Og gera eitthvad i malinu.

Og lata thetta berast til allra sem thid thekkid.

*

www.patreksfjordur.is

Beckett and Joyce

The Irish talks a lot about Beckett and Joyce, and they always tell me the same story about them, like they never get enough of this story, yes like it is no end to this story, - it goes like this:

Joyce puts everything in and Beckett takes everything out.

I have been wondering why they are always telling me this story and finally found out, it must because of when Joyce has put everything in, there Beckett comes and takes everything out and then Joyce comes again and puts everything in and Beckett comes again and takes everything out.

*

Seems to be a little game they are playing on the doorstep, Beckett and Joyce.

Very nice

When I came to Ireland I had been told the Irish were very nice. First thing I told them I was from Iceland.
Very nice, they said.
And my blood is 30% Irish, I said.
Very nice.
30% Irish and 70% Viking.
Very nice.
I thought you would adopt me for this 30%.
Very nice.
The Irish was the first to come to Iceland.
Very nice.
Irish monks settled down and start praying.
Very nice.
So they made love to my Viking mother.
Very nice.
And after they wrote the Icelandic sagas.
Very nice.
And then I put my name on it.
Very nice.

Ella kemur til sogunnar

A aldrinum 10-13 ara var eg kollud Ella. Thad voru sona hinar myrku midaldir a minu aeviskeidi enda thegar eg aetladi her a Irlandi ad endurvekju Ellu fylltist eg hrolli og vidbjodi, thad er saga utaf fyrir sig hvernig Ella kom til min a Irlandi.

Eg var svo ad tala vid stelpurnar i minum bekk, Julie fra New York og Unu fra Dublin, og thad var ad bresta a frivika. Eg var ad hugsa um ad hafa vikuna thannig ad hugsa ekkert um karlmenn, hugsa serstaklega ekkert um einn. Julie sagdist hafa einusinni haft Month of Innosece. Vinir hennar hefdu gert stolpagrin ad henni en i thessu folst medal annars ad horfa ekkert a karlmenn, etc. Manudur af sakleysi, fallegt. Thegar eg for i afengismedferd fyrir 15 arum kom sakleysid til min og eg hugsadi mikid um sakleysi, hvad um thad, eg hugleiddi ad hafa viku fyrir Ellu, Ellu-vikan. Skrifadi eitthvad um hana a kaffihusi en gleymdi henni svo.

Tha dreymdi mig sjalfa mig Valgard fraenda minn, hann var med kottinn minn, hana Trillu sem eg atti a thessu timabili. Hun var oll skafin ad innan i draumnum, - atti engar tilfinningar fyrir sig, myndi eg tulka thad.

Draumurinnn gerdist i vinnuherberginu minu sem var Jokuls-herbergi.

Tha akvad eg ad sinna Ellu, eg komst ad thvi ad hun er alvarleg, ekki leidinlega alvarleg, heldur alvarleg, hugsandi og thad ad vera alvarleg getur verid fallegt, so er hun andlega thenkjani, spiritual characther. Og audvitad soldid introvert.

Eg hef ekki fengid hana tilad skrifa neitt, ekki nema hun se ad skrifa thetta, hun tynir laufblod af gotunnni og prjonar trefil, veitir ollu athygli, hun er stodd a bru sem bruar barnaeskuna og unglingsarin.

Ella vill fara ad vinna, mig langar ad skrifa ferdasoguna mina hedan.

Eg uppgotvadi einn merkilegan hlut i gaerkvoldi: Ad allt hefur komid til min her i Dublin, eg hef ekki farid neitt, thad hefur verid bankad uppa og eg opnad og tha er thad thar fyrir utan.

Serstaklega ef eg ekki verid ad hugsa um thad, tha hefur thad komid.


*

(Eg helt thetta vaeri einhver nyaldarfrasi um allt kaemi til manns, en thad er ekki svoleidis)

Paraglider-nir

Thad var a leidinni til Howth sem their birtust, svona milli tiu og tuttugu paraglider, i ollum regnbogans litum, og einhver falleg sveigja. Mig langadi alltieinu i heimatilbuinn mat svo eg aetladi markadinn i Howth tilad kaupa i supu, en thad er alltaf i Howth sem mig langar ad standa uppur stolnum og strunsa burt. Thad er kannski utaf vindinum. Thad kom alltieinu vindur i gaer og tha saknadi eg thess ad her er aldrei neitt vedur.

Ella Stina i Howth

Eg hef farid fjorum sinnum til Howth, thad er svona eyjuhofdi nordarlega vid Dublin, rikramannahverfi, sjavarsida, steinar i fjorunni, turistar ad kaupa fiska og skoda seli, mikill markadur, og eg var einmitt a lifraena markadnum thegar eg hitti hann, hann hafdi einhverntima verid raudhaerdur og hann sagdi:
Modir min hlustadi aldrei a mig, aldrei nokkurntima, hun var bara ekki godur hlustandi, svo hun hlustadi aldrei a mig.
Medan eg var ad hlusta a thig datt mer i hug thad vaeri gott fyrir thig ad tala vid tre.
Tre?
Tre ja.
Eg elska tre.

11 nóvember 2007

Tilraun tilad blogga

Mer er kalt a puttunum, her sudar alltaf eitthvad, eg uppgotvadi alltieinu ad tilfinningaveran eg er buin ad vera i hofdinu a mer, og gleyma anda nidri i maga svo tilfinningalif mitt er mer alveg okunnugt, svo eg er ad hugsa um ad kanna thad adeins, eg man nefnilega thegar eg var skotin i einhverjum og byrjadi ad hugsa um hann og vinkona min sagdi mer ad komast ad tilfinningunni, jamm, eg man ekki hvort hun sagdi anda oni maga, en tha var tilfinningin undrun, sem er held eg helsta tilfinninga bloma thegar tau opna sig, eda opnast, mikill munur thar a, en mer thaetti gaman ad vita hvad er um ad vera i tilfinningalifi minu, thvi thegar eg hugsa mikid, og thad er ekki ljott ad hugsa, en eg aetla adeins ad na sma balans.

af thvi eg elska ballans.

Heard in Ireland

Alcoholists dont go into relationships, they take hostages.

*

Who said this?

I must express myself... as I am.

Ella Stina?

Oh no, James Joyce.

09 nóvember 2007

Shamrock and magic

If somebody is arguing about the magic that is put on in Iceland now to protest how the land is treated, I can tell you when the Irish started fighting the English army they seeked into the old celtic culture for inspiration and courage, and those fighters who were taken to prison spent theyr time sewing shamrocks.

Silver, feelings and the flag

I spent five hours at the Nationalmuseum. I even went through the military-story which started 1594. Tell you later. But I was surprised of all the silver, I didnt know that Ireland is made of silver, ofcourse the silver mines are empty now, but there it was, endless silver, silver, silver, shining, amazing things, so amazing. Majella the museumwoman told me it was very good to have a piece of silver on the table so people could start conversation, ofcourse only the rich people, so the moon is made of silver, and the feelings, somebody told me long time ago, I think it was my physkatrist, that I had strong feelings, feelings are my tools, but my hands also, and I remember a story of a girl, her parents gave her hands to the devil and later her father had to made hands of silver for her, well I need a tea, I am a bit tired, I dont why, perhaps of being alone, but its amazing how the military-story is men, men, men, there were only three women, one sitting on a horse watching her husband fight, one doing the laundry all day, and Molly, who was only a child when Conolly gave her the flag.

Mysterious death

I saw so much stuff at the National Museum, but what impressed me most was a STORY I got from Majella the woman taking care of things on the museum. I was telling her about Iceland and the Irish munks, guessing that they probably had sex...with a viking woman.

And then Majella told the story of Kathleen or Kitty. There always seems to be some Kitty involved, Majella said. The story goes like this: St. Kevins Kitchen lived in a cave in Glendalough near Wicklow. St. Kevin was being persuied by Kitty. She followed him up to his cave which was called the bed. Then she mystourisly slipped and fell into a lake, which caused her death.

And here Majella puts on a mysterious smile.

Majella

The woman taking care of everything on the National Museum is named Majella. Her mother prayed to St. Majella who is the patrian saint of pregnant mothers. And thats how Majella got her name.

Beautiful story

About 1850 Ireland was suffering, the potatos harvest ruined, so the government found out the best way was to let people build roads, usually the roads leds to nowhere.

Isnt that Godot?

Something about America

Do you know why Irish people are nice, they dont want you to go to America.

*

Travelling around Ireland there are houses, ruined, grey houses, the door is gone, empty windows, the walls broken by time, and looking at them they take a deep breath: Went to America.

*

Going to America for the million of Irish was going from ashes into the fire, except for Kennedy or Judy Garland, above all your grandmother was lying at the bottom of Atlantic Ocean.

08 nóvember 2007

The first cold day in Ireland

We, yes I say we here in Ireland have had a Indian summar because Ella Stina was coming to town, but to make her happy today it was a ice cold. She put on her white rabbit and got all the attention in Dublin, and very happy about that. Ella Stina knows attention gives energie, so she is full of it now, she is even thinking of cleaning the cooking machines, thinking I said, I went swimming with my friend Una who is one of a kind woman, then to a women aa-meeting, and coffe after. The fallen leaves are all over. Stopping the trains. I finished a children-story today, I am very happy with it, sending it my 8 years old friend in Allihies, Eileen. Also finished my homework, a terrible tiny story which I am so proud of, I might send to my mother. Yes, my self-esteam is growing because I am not Elisabet Jokulsdottir all the time. Ha ha ha. This has a double meaning. I only get one of it.

This was the chill for today.

07 nóvember 2007

Ella Stina faer heimsokn

Thad er eitt sem umheimurinn verdur ad fa ad vita, Ella Stina er fa heimsokn bradum, ja, 24. november kemur heimsoknin. Fra Svithjod. Thad er engin onnur en vinkona hennar Kristin Bjarnadottir. Kriiiiiiisssstttiiiin Bjaaaaarnaaaadoooooottttiiiir. Gefum henni gott klapp. Hun hefur verid vinkona min i 29 ar. 29 ar. ja. Ekki svo litid. Og vid hofum hist a dularfullum stodum, a landamaerunum, omerktum stodum, i ljodi, i sogu, i hlatri, skringilegheitum og grati, a Laugaveginum, Strondum, Kaupmannahofn, Hunavatnssyslu. Kristin ser heiminn alveg a sinn hatt, olikt odrum, hun er akademia af sjalfstaedri hugsun og perla, hun er tangodansari, eg hef sed hana dansa tango, hun er leikkona, hun er skald, thydandi, heimspekingur, hun hefur lesid yfir Vaengjahurdina, og Lasasmidinn, og allt. Eg er alltaf i bumpsinu thegar eg hitti Kristinu, svo er hun bara mjog venjuleg hly manneskja. Ja, hun kemur a stadinn. Til Dublin. Hun er otrulega gafud og throskud kona sem er blom. Eda silungur. Vid bjodum hana velkomna i heimsokn. Vid hlaejum yfir allar bryrnar beint i tangoinn tharsem eg horfi a hana dansa. Og syni henni svo sma but af Dublin. Og sma but af nyju utgafunni af sjalfri mer.

Eigum vid eftir ad trua thessu!?

Og Kristin, eitt spesialt til thin, thegar thu sagdir: Allt sem thu tharfnast kemur til thin. Thad er satt. Eg uppgotvadi thad i Allihies.

Thad var ekki bara eg sem kom til Allihies. Allihies kom til min.

Chillad a kaffinu

Eg er her ad chilla a internetkaffihusi hja Parnellstraeti, rett hja O Connell straeti sem heitir eftir frelsishetjunni theirra, her for fram rosalegur bardagi vid Englendinga um 1920. Eg fann ad einmanaleikinn er ekki bara hvitt blom heldur lika med raudum berjum inni, eda svona skrauti.

06 nóvember 2007

Ella Stina and Seamus Heaney

Seamus Heaney is a world-famaous Irish Nobel Prize winner in litterature. When Ella Stina went to Allihies she almost met Seamus Heaney. It was in Casteltownbere the nearest town she met a director sitting at the harbour. Ella Stina started talking to him, she always talks to people. He asked her if she knew Seamus Heaney.
Ofcourse, Ella Stina said.
Well, he almost came down with me this evening.
Really.
Yebb, the director said, Seamus Heaney loves Allihies.

Ella Stina started thinking heavily. She ALMOST met Seamus Heaney, was that a sign of she would ALMOST get the Nobel Prize. Ella Stina was very much into this Nobel and stuff and had already found herself a dress, a nobel-dress.

I am a failure, thought Ella Stina, I will not get it, I will almost get it, I am a louser. From now on everybody will attack me and call me Ella Stina Almost.

They will be shouting in the street, Ella Stina almost, Ella Stina almost.

It was Ella Stinas luck, she thought for a bit more and found out the opposite, Seamus Heaney almost met Ella Stina.

My professor

I have a professor in creative writing. His golden rule is that everytime we are bored we shall stop and wait until we enjoy it again.

04 nóvember 2007

Maria Mey i myrkrinu

I gaer for eg yfir fjallid og i naesta fjord tilad heimsaekja thorpid Eyeriis, eg at nokkrar kexkokur a fjallinu og fann snjada mynd af Roy Keene milli thufna. Svo voru kindur utum allt og jokulsvorfnar klappir, utsyni einsog gerist best, allt i blamodu, sjorinn einsog orgel og eg ad threada fjallid. Eg komst i thorpid med thvi ad allir sem eg spurdu sogdu ad thad vaeri 4 milur i burtu, alveg sama hvad eg var langt i burtu. Eg fann hanska i thorpinu, halluin-hanska, med beinagrindardoti og litlum hauskupum i stad hringa, greinilegt takn um ad nota hendurnar, allir thorpsbuar voru inni thvi their vildu ekki ohreinka thorpid sem hafdi fengdid verdlaun fyrir hreinlaeti, eg forstrax til baka, yfir mosavaxnar bryr, heilsadi nokkrum kum og einu tilkomumiklu nauti, fuglasongur, ein i heiminum, og enginn vildi taka mig uppi, eg nybuin ad komast ad thvi ad eg kemst thangad sem eg vil, med thviad komast alla leid i thorpid, thrjoskan, thad var farid ad rokkva og ekki radlagt ad fara yfir fjallid, svo eg aetladi fyrir nesid, enn meira rokkur, enginn tok mig upp, farid soldid ad dimma, hvad yrdi eg lengi a leidinni, og engin umferd, og skuggarnir eltu mig, og tha alltieinu gekk eg fram a Mariu Mey i fjallshlidinni, hun stod tharna i blaum kjol, med ljoskastara a ser og i litlu husi sem liktist skel, thad lagu troppur uppad henni, thad sungu fuglar henni til dyrdar, og eg hugsadi: Eg var send hingad.

02 nóvember 2007

Tofrar....

Fyrsti skolinn minn a Irlandi er i Allihies, eldgamall barnaskoli fra tharsidustu old, thangad for eg til ad skrifa leikritid sem pabbi sagdi mer ad skrifa fyrir fimmtan arum, tha var hann reyndar daudur, eg er buin ad vera fimmtan ar ad skrifa leikritid, (its a long story). Hluti af thvi var ad fara a namskeid i Allihies og svo i Listahaskolann og til Dublin og a leidinni til Allihies i fyrradag hitti eg fraegan irskan kvikmyndaleikstjora sem keyrdi mig a stadinn og vill ad eg sendi honum leikritid thegar eg er buin med thad.

Eg er i Allihies

Thad er pinulitid thorp a sudvesturhorni Irlands, mot opnu Atlantshafinu og thad er thorpid mitt a Irlandi. Thad er einsog draumur ad vera komin hingad aftur. I gaer for eg a strondina og hlustadi a hafid og song fyrir tvo seli sem voru ad stinga upp kollinum. I gaerkvoldi thegar eg for ad sofa drakk eg i mig thognina, fra fjollunum og landinu, og svo var vetrarbrautin yfir ollu.

29 október 2007

Eg verd ad segja bravo

"Ég kláraði bókina í gær og verð að segja bravó fyrir þessum skrifum - ég sleppti henni ekki eina sekúndu. Ekki síður fallega einlæg en vel skrifuð."

Thetta er alit fyrsta lesandans ad Heilraedi lasasmidsins. Hun heitir Julia Margret Alexandersdottir, bladamadur a Frettabladinu. Hun var ad taka vidtal vid mig og eg er mest ad hugsa um ad byrja a nyrri bok, thetta voru svo vekjandi spurningar.

Hun sagdi margt fleira fallegt, einsog hun hefdi sjaldan eda aldrei sed skrifad um kynlif a svo teprulausan hatt.

En thad kruttlegasta var ad hun hefdi viljad fara inni soguna og hrista mig til, - eda tosa mig ut ur sogunni, thegar sjalfsgagnrynin keyrdi ur hofi.

Svona sterk vidbrogd eru toppurinn. Einsog thegar eg henti Heimsljosi eftir Halldor Laxness uti horn yfir hvernig hann for med Olaf Karason.

En takk Julia Margret.

"Sleppti henni ekki eina sekundu."

28 október 2007

Ella Stina lasin a Irlandi

Irlandi er i lamasessi, Ella Stina er lasin, lestarferdir liggja nidri og folk er bara uti bud ad kaupa ser stiga tilad geta kikt upp i loftid.

Taladi vid Jokul son minn i Ameriku, hef ekki heyrt i honum i tvo manudi, og thad var svo skemmtilegt ad eg fekk lifsorkuna aftur.

Er med skritinn hausverk, Greg var naes vid mig og keypti inneign handa mer thott hann se ad skrifa skaldsogu, hann er buinn ad setja mig i skaldsoguna.

Madurinn sem eg elska laetur ekkert i ser heyra, og vitjar min ekki einu sinni i draumum.

Their sem vilja senda ast og samud vinsamlegast kommenti. Ella Stina.

27 október 2007

My first candle light in Ireland

was lit tonight, a warm wind like a soft waves to my face, went to Malahide on meeting, with the red gloves Linda gave me, sometimes life is just so beautiful.

The worries of Ella Stina

The worries of Ella Stina are highly guarded and kept in a safe place.

When Ella Stina came to Ireland there was a left-traffic there. Ella Stina went mad because of this but hasnt been able to control the traffic in Ireland, so everytime she crosses the street she rescue her life. Her head is out of control, she cant even control her own head. When the head is supposed to look left, its looking right.

So the right-traffic from her homeland is deeply printed in her soul.

In her body would she also say. Ella Stina is learning how to use her body in a new way, and who blame her for being crazy.

Its not only the right-traffic that is deeply printed in her soul, but her worries.

When Ella Stina was a child she was worried, she worried about her mother, her father, her brother, her self, will there ever become something out of me, Ella Stina thinking everyday, and deeply worried about her parents marriage, thinking all day if she could save it. And will I get the Nobel-prize, also was a big one. And will everything be okay. What everything? Everything. Oh,so you worry about everything.

Being worried was such a big issue for Ella Stina she felt like she had committed crime if she stopped worrying.

She worried about stopped drinking, smoking, waking up in the morgning, her books, her sons, her house, her death, her life, although life had become wonderful, she didnt stop worried. She wasnt even aware of it, until she had deal with this left-traffic in Ireland.

She didnt saw it immediately, when she woke up in Ireland, there was huge marks on her face, the worries were printing themselves into her face, everyday.

Ella Stina looked in the mirror and saw the marks. Why am I worried, I have a wonderful life. I am in foreign country, nice school, able to sail over the ocean and everything. Now I worry about everything, look at the marks on my face.

Then one day, she knew the worries was like the left-traffic in Ireland, very hard to stop worrying when you have done it for such a long time.

You have to look in a new direction.

Ella Stina in Dublin Castle

Since her early childhood Ella Stina has been fond of castles, its not until she is here in Ireland, her intrest in castles has started getting weak. All her sex and love addiction takes place in a castle, and now she is working on this addiction, she is as well moving from her castle, - her inner castle.

She went though to the Dublin Castle because of her intrest to the history. The Wounded-room was the most fascinating. So was the throne. It was made of gold, with high feet, (that had been cut because of small queen Victoria) it was so decorated, with a roof on the top, golden angels, unicorn, lions and stuff.

She took a closer look, it alls seemed proper until she discovered a huge mirror on the wall just opposite the throne. Then she knew that the person sitting there could absolutely see she was such a fool.

My shortcomings

are taking over, when I went guide-touring to Dublin Castle it didnt leave my mind that the guide would tell everybody that the famous Elisabet Jokulsdottire was on the tour, anyway I managed through the castle, so I can tell everybody, I have been there, I went to Ireland and did the Castle, Joyce, Nat, Book of Kells.

What impressed me most was the room where the great freedom-fighter of Ireland Conolly lay wounded in before he was executed 1916. I didnt quite get it if he was executed wounded or what. But this room was dramatic, this fine decoreative room and the wounded street-fighter.

Six years after his death, 1922, Ireland got its independence and the castle as well.

So the wounded sound of Conolly could be kept safe.

It was like he was still there and lot of tourists watching. That what heros get, let me know.

26 október 2007

A poem

My lonliness is a white flower
that grows in my breast,

so it has space to open.



*

25 október 2007

My giorugioouious life in Dublin

I come home after womens-meeting, with my sun-flowers, having bought candle today, with smell of organge and cinnamon, looking into my favorite soap-store, get myself a sparkling water with organge-juice and sqeeze a lemon, drip into it, have a sip, check my mail, see the cover of The Good Advice of the Locksmith.

*

And today my dream came through, I had a book-shelf here in Dublin. I made it myself. I looked at it before I went out, and saw: Life. Thats me actually.

Still full moon. Gourgiiiiiiouousousgirgious.

24 október 2007

A full moon and burning leaves

It smells so good, the leaves are burning, red, yellow, brown, green, thousends of them, and a full moon. The smell makes you visit your soul.

What tiger?

Since the days of Celtic Tiger could be over, we definiately need a new name on the tiger, what about The Potato Tiger, or maybe something simple like: What Tiger.

(Pronounced, Vat Tiger)

The Victim's culture

Paddy also gave me a speech about the victim's culture, the Irish culture is the victim's culture, as every country that has been colony; but that we come to later, its so huge. Paddy was like a real king on his chair when he said this, just like the victim can be.

I met Paddy today

Finally I met Paddy. You know, Paddy is allover the place, Paddys that and Paddy this, on every sign, even in the word book Paddy is a sign for an Irishman. I went to this antiq shop full of history and poetry and there he was, with his hat and everything. His DERHUFA. Yeah. It almost slipped on my lips to say: Hi Paddy. But I didnt dare to be that open, so he didnt fell in love with me, otherwise he had sure will, my english I know, then the guy in the store said: Hi Patrick.

Patrick was ofcourse just like I thought he would might be, intelligent, witty, arrogant, good-looking, amusing, sensitive and with this unbearble lonlyness. His last job was to make a film of IRA.

The antiq-shop was at the bank of Liffey, just as in the myth.

Full moon in Trinity

The best place to watch full moon in Dublin is in Trinity. Trinity was build by queen Elisabet 1592, yes with her own hands, and all the carpenters she made love with, so it didnt take much time. Do you know how the Irish speak English, like they are making fun of the language, when they say love you very much, they say luuuuuv yuuu vurrry muuuuch. Anyway the full moon. I went into Trinity, leaned against the wall to watch it. And then this voice started bothering me, Elisabet, you must feel something, so I said: Common, were are chilling, like Garpur and Jokull says, nothing is happening except me leaning against the wall wathcing the fuuuuull muuuun.

And then the moment came.

I saw all the ghosts and the place went full of old spirit, still there.

Thank you guys.


* I even heard a little sound from the queen and the carpenter. Erotic.

23 október 2007

15 ara edruafmaeli

Eg a 15 ara edruafmaeli i dag, 23.oktober, eg veit nu ekkert hvad eg a ad segja nema takk, takk gud, takk englar, takk aa-felagar, aa-laeknar og hjukkur, mamma, barnaborn,

og ekki sist takk synir minir Kristjon, Garpur og Jokull og tengdadaetur Kristin, Ingunn og Helga.

Sidustu tvo ar hef eg fengid blom fra Kristinu, Jokli og Garpi, og nu fae eg tar i augun vid tilhugsunina. Sidast fann eg blom a troppunum. Eg aetla kaupa mer solblom a morgun, fara i leikhusid, og fara yfir lasasmidinn, mest langar mig i sund, og hugsa um hann, og alla vini mina.

Ast.

One day at a time.



Takk fyrir lifid.

22 október 2007

The huge wave

I dreamt I was going to a swimming-pool at the shore, then a huge wave came from the Atlantic-ocean. It was clear and beautiful but very dangerous. I ran away, otherwise it could have grab me.

Later that day I was sent on a journey to Don Laoghire, and as I walked the famous walking on the Pirah, the messages was allover the place from people walking there looking for meaning of everything, written everywhere like: Free yourself, and Let go, so in my mind I did let go of him, you know him, - and at the same moment, it was like a wave coming back to me, my soul was brought the message - dont ask me from where, - that the wave in the dream meant love.


And now when I write these words it appears to me that you cant tie the wave.

*


On the end of the road there was a man playing his instrument for the ocean.

But that brings the double meaning, I guess.

21 október 2007

The female-doctor

After my walking today I sat in to a cafe and started to put words together in my head. Then I said to myself: Elisabet, you are constantly putting words together in your head, what will happen if you stop doing it?

I stopped it and immediately like by instinct turned towards the person switting next to me and said: Excuse me, what book are your reading?

Oh, some rubbish, she said, strange love or something.

Okay, and what to you do.

I am a doctor. Childrens doctor at the hospital.

Much be hard to deal with children in pain?

It can be, she said.

How do you solve it?

The best thing is to rub their head.

Soknudur I og II

I

Eg spurdi hvort hann saknadi min og hann sagdi ja.
Fallegasta jaid i heiminum.



II

Mig langar ad meida thig,
af soknudi.



*

20 október 2007

Betlarastelpan fra Bosniu

Hun var threttan ara og svo saklaus og fogur, sat a pinulitum stol upp vid bankann med litla harmoniku og eg bad hana um ad spila fyrir mig. Hun sagdist ekki kunna neina enska tonlist en eg bad hana um ad spila tonlistina sina. Og hun spiladi lagid tvisvar, svo fallegt, einfalt og beint i hjartad og hljomar thar enn einsog hun med augun sin.

Nornakrakkinn Ella Stina

I dag var svona dekurdagur hja mer einsog er stundum hja Lindu P. Jamm. 'Eg for i sund, synti 750 m, ad springa ur hamingju, tok ut peninga ur velinni, hugsadi til fjandans med oll sofn og bokasofn heimsins, eg aetla chilla, no matter what, rafadi samt inni Trinity og hitti tvo straka thar, studenta, en their verda ad leika turistagaeda um helgar,

you are still here, I said.

yes, we are, we are alwways here, they said.

last time also, I remember you.

you are kidding.

yeah, so what are you studying, - I was about to think I had met other of them in further life. You know what I mean.

I am gonna be a doctor in the evil middle ages, he said, - that one from further life.

O really, I said, I am actually trying to put the devil back on the map.

There were dark ages, but also lot of good stuff going on.

Tell me. - Then he had to comfort some tourists.

I dont even remember what the other one was studying, it was such a strong feeling, this further life feeling, I could see it in his eyes he remembered as well.

So since I wasnt ready to go into the middle-ages so I asked him about book, history book of Ireland, there were so many in the bookstores.

There is one book, very well written. And so he told me the author. Now I really wanted to go into the middle ages, but didnt know what to say, except I might ask him for a coffee, but instead I said: Well, isnt best that I should go and look at Book of the Kells.

Why dont you look at the library instead, he said, the Book of Kells are okay but the library is....

Then I said goodbye. Good to see you, he said. I almost said: What, because he was so arrogant, but thats probably because of this further life stuff.

I went through the Book of Kells, and guess who made it: Kolumkilli, himself.

This was typical museum, but nice, easy to read, and the book of Kells like the handritasafnid i Arnagardi. So I went upstairs and there........

The library.

I never seen anything like it. Describe it later. I met a woman there and she said,: Next time you come here, ask for the foremaster, and they will let you in without paying.

Ella Stina and the foremaster in the library of Trinity.

After I wanted to go to tell the Doctor-being of my experience in the library, and perhaps he would fall in love with me, I didnt remember at that moment I was already in love.

He was gone, and so his friend. Perhaps they were never there, perhaps it was only a glimt from further life, the middle ages alive.

I went to a coffehouse to chill and do some paintings, I painted the bridge for me and Kolbra my little sister, the millimunum bridge and so I said to Ella Stina, okay Ella Stina, now you can paint one as you like it.

Ella Stina then painted a self-portrait, only in red, with heavy read hear all over, and in her throat there was written one letter: H (for Hals - throat)

At the same moment Ella Stina knew she was Nornakrakki. - A withceschild -

Hopefully you as a reader can now put everything together, the middleages and the withceschild. I am not going to tell you more.

Because I am told in my school to leave some space for the reader.

*

Actually that is simply what my mother has been telling me ever since. Ever since is a nice time.

Eg fekk i hnen

Eg hef tvisvar fengid i hnen, fyrst 1997 og i annad sinn a Irlandi 2007 thegar hringdi i mig madur af Islandi.

Svo thad maetti segja ad eg fai i hnen a tiu ara fresti.

En svo fekk eg i hnen i dag, - i thridja sinn. Thad var thegar eg sa bokasafnid i Trinity haskolanum, eg get varla haldid a pennanum,

- truly, I almost fainted.

I have a love for you

This is Gelic. First thing I learn in Gelic, before I heard a phrase about land and language, but this is the real stuff, nothing like I love you which is like heavey burden, like somebody is jumping on you, oh no, I was at a meeting this evening, a man came, asked me about Icelandic, and I asked him to speak Gelic to me, it was musical,

I have been so curious to know something about it, its a different world,

language is a world of its own,

tell me, what world can you sense from these words:

I have love for you.


*

Kolbra a afmaeli i dag

Kolbra litla systir min a afmaeli i dag, Til hamingju Kolbra, til hamingju, thu lengi lifir, hurra, ertu kannski i Rom, ... Kolbra litla systir min er undurfogur og saet, hun er skemmtileg, og hefur hlatur einsog enginn annar, svo er hun jardbundin, gefandi, einn besti lesandi sem eg veit, greinir hismid, syndi mer fjall i sumar og thetta fjall taladi, hun hefur ekkert sagt um bloggid mitt, svo eg er a villigotum, eg elska litlu systur mina mjog heitt og Magdalenu dottur hennar, Kolbra er tildaemis su eina sem nennir enntha ad gagnryna fjolskylduna, vid oll hin erum ordin svo mikil gamalmenni ad vid bara ja ja, ha? henni finnst fjolskyldan tildaemis hittast of oft, svo er hun ohraedd vid ad profa eitthvad nytt, hun er bokmenntafraedingur, bufraedingur og nuna kennari og eg veit ekki hvad, hun er rosalega godur kokkur, nammmmmm, hun fer inn og ut um dyr einsog hun fai borgad fyrir thad, eg held hun fai borgad fyrir thad, medan eg sit alltaf a sama rassinum, thad rett tokst ad tosa mer til Irlands.

En Kolbra, blom og soleyjar handa ther.

Byd ther a kaffihusid mitt a Irlandi, The Divine at Bachelors-street, vid gongum yfir bruna, sjaum oll husin og mannmergdina, Joyce og Beckett undir somu regnhlifinni, og koma fagnandi thegar their sja hana: Koooooolbraaaaaaa. :)

*

End of the Celtic Tiger?

Thad hrisludust um dokkir straumar thegar eg las thessa feitletrudu forsidufrett, mer sortnadi fyrir augun, eg skalf, eg var a morkunum, thyrfti eg ad fara inna geddeild, var eg ad missa raunveruleikaskynid, end of the celtic tiger, var thetta ekki einsog hrunid i wall street?

Var ekki Celtic tiger undirstada mins salarlifs nu um munir.

Ella Stina tiger?

En tha rann thad upp fyrir mer ad astaeda thess ad skeid Kelta-Tigra var a enda runnid var su ad Ella Stina hafdi tekid yfir med heimsveldinu. Ella Stina ah.

19 október 2007

Fyrsti hausverkurinn a Irlandi

I dag fekk eg hausverk af thvi eg for ekki a Thjodminjasafnid, eg er komin med Thjodminjasafnid a heilann, og Dublin kastala og allt thetta sem eg a eftir ad sja, er eg ekki dasamleg manneskja, eg gerdi ekkert i dag, ju for yfir Lasasmidinn eina ferdina enn, eg er farin ad kalla hann Lasa, og las sogu eftir landlordinn sem gerist i Afganistan, horkugod saga, afhverju get eg ekki skrifad um onnur strid en thau inni i hofdinu a mer. Eg er ad reyna ad koma a fridi, eg skildi thad ekki fyrren i dag, og i gaer thegar eg var lika heima bara ad LESA, hvilikt kaeruleysi, en eg skildi sjalfa mig gegnum skaldskapinn, ad eg er med stridsheila og thad er aldrei fridur, svo nu er fridur naest a dagskra, fridur og chill, fridur og chill, fridur og chill.

300.000 polverjar

eru fluttir inn til Irlands og akvedna daga er rod af Afrikumonnum fyrir utan Immigrantstation. Hlykkjast thar um fyrir hornid. Og svo eru Irar farnir ad fa ahuga fyrir gelisku, oll gelisku namskeid full. Geliskan er vist full af blessunarordum einsog oll gomul tungumal.

Blessunin,...

18 október 2007

Ella Stina i irsku pressunni

Icelandic playwriter stood up and asked Peter Brook where has the passion gone, ...

og meira um thetta i Irska laeknabladinu.

*

Ny Elisabet a hverjum degi

Ja, thad kemur ny Elisabet i ljos a hverjum degi her i Dublin, thad er eins gott hun eigi ser nokkra fasta stadi, sitt netkaffihus, The Global, sitt kaffihus, The Divine, fastan AA-fund, sinn resturant Griska stadinn, - thvi thad er svo gaman ad mynda sambond og fa bros thegar madur kemur aftur, og kannski kaffi og koku, og bros thegar madur fer, einhver ord sem falla, hvar er Hrafn brodir minn annars, en thad eru svona nyjar Elisabetur sem poppa upp.

This place is like a war area.

The blogsite you mean.

My brain I suppose. You have to watch out, watch every step, every word, what you say, what you not say. This is not freedom, this is like a jail, always thinking what to say, how to say it, thats war area, right, I know this place, its my brain, never cross the limits, exactly, dont love, dont live, dont say, just watch so nothing will happen, so everything will remain still.

So what could happen.

Humanity, the monster could come crawling out, as well as the angel.

You must be tired.

Tired?

Yeah, of taking all this care.

Care?

Care of your brain.

I suppose. Yeah. But since my brain has to deal with new pattern, like learning to use the ticket-machine, finding new streets, and everything, then this new pattern is breaking up the old pattern in the brain, and therefore this new Elisabet breaks out, actually it was an old Elisabet hiding in the brain, but now she pops out. Yeah. Everything is put in danger.

Danger?

Danger yes, this is a danger. She has no map, no past, the past is gone, she wanted to live in the past, she wanna have new computer and make a novel.

So why doesnt she do that.

Who?

Elisabet, some of the new Elisabet.

I suppose she hasnt pop out yet.

So she will pop out of a strawberry.

Strawberry. Are you saying my brain is a strawberry.

Sweet as a strawberry.

*

Dasamlegt lif.

Hvad er svona haettulegt vid thad?

It gives all the Elisabets space. All her family, friends, the sun and the sky.

Ella Stina i leikhusinu

Eg er buin ad sja atta syningar i leikhusinu i Dublin

1. Private Lives, e. Noel Coward, - that was a museum, (ny skilgreining min a leikhusi)

2. Blackland, e. leikhopinn, ungverskt leikhus, undursamlegt LEIKHUS

3. Mavurinn, e. Tjekov, ungverskt leikhs, undursamlegt, eg fekk meirasegja tar i augun daginn eftir

4. James son of James, e. e-n fraegan, dansleikhus, leiiiiiiidinleeegt

5. Radio Makbeth, e. Shakespeare, leikhus fyrir leikhusfolk, smart en tilgerdarlegt, eg fekk samt eina litla hugljomun i kjolfarid

6. Dagleidin langa inni nott, e. O Neill, - a museum

7. Fragments, e. Beckett, leikstjori Peter Brook, - museum, but the text was delicious, like a candy from the universe

8. The woman and the scarecrow, e. Marianne Carr, galdur og klisjur, eg hef aldrei signt mig i leikhusi en a leidinni ut fannst eg thurfa ad signa mig, svo eg sagdi: Go with the feeling, - og signdi mig.


Eg er a leidinni i fleiri leikhus, svo er eg buin ad hlusta a hofunda og leikstjora svo ekki haldi ad eg se ekki ad gera neitt i Dublin litlu, en thessi atta leikhus kostudu kronur islenskar: 25.000

Eg elska leikhusid.

Ella Stina naer sambandi

Einu sinni helt eg ad eg vaeri alltaf ad skrifa um klofning, eda innilokun, en thad er ekki rett. Eg er bara alltaf ad reyna na sambandi, svo thad verdi til thessi gloandi strengur a milli okkar.

Guddomlega kaffihusid mitt

Eg er buin ad eignast mitt kaffihus her i Dublin, thad heitir Divine Cafe, og stendur vid ana Liffey, nanar tiltekid a Bachelors str. Einmitt. I naesta husi er kapella og prentsmidja, og Millimum-bruin eda hvad hun heitir. A kaffihusinu er risagluggi svo eg se mannfjoldann, umferdina, bruna, oll husin hinu megin, kastalahlidid.

Eg var meirasegja i gaer tharna med tolvuna mina og skrifadi soldid leyndarmal.

Belgiska stelpan

Fyrir nokkrum dogum hjufradi litil 17 ara belgisk stelpa sig uppad mer i myrkrinu thegar vid komum ut ur lestinni og spurdi hvort eg vildi vera samferda, thad var radist a hana fyrir einhverjum dogum, taskan tekin, thott hun finndist, eg sagdi ja ja, svo lobbudum vid yfir gardinn, thetta er gardur med karlsvagninum i, og hun er her ad laera ensku, og thad er nybuin ad myrda eina 17 ara i galway sem var i enskunami, og svo i gaer, thegar eg var ad komur leikhusinu, klukkan ad verda of margt og eg byrjadi ad ottast arasir i gardinum, og hvort einhver yrdi a ferdinni sem eg gaeti bedid um ad verda samferda mer, hugsadi svo, elisabet, thu ert byrjud ad hugsa, thetta blessast allt og hver birtist tha ekki nema belgiski unglingurinn asamt vinkonum sinum.

Kvoldmaturinn

Nudlusupa-tjikken
Appelsinusafi med lime
Ristabraud med osti

Okei, eg veit um stad.

A saying of Ella Stina

Culture is feeling warm inside.

*

15 október 2007

Dottir a leidinni

Garpur og Ingunn hafa gert thad heyrinkunnugt ad thau eiga von a stelpu, eg held ad hun eigi ad koma 6. februar a naesta ari. Eg fae hana tha i 50 ara afmaelisgjof, eg tharf alltaf ad blanda mer i alla hluti, enda eru ommur mikilvaegar personur. :)

En thetta er semsagt litil stelpa og thad verdur gaman ad sja hvernig personuleiki hun er.

Thegar Jokull vissi ad von var a barni hja Garpi for hann ad kalla barnid Jokul yngri, eda hvort thad var Garpur sem byrjadi a thvi, eg fylgist ekki alveg med ollu, en thott komid hafi i ljos ad barnid se stelpa tha kallar Jokull hana enntha Jokul yngri.

Sem er fullkomlega rokrett. Jokull Yngri.

Svo faer hun kannski einhver fleiri nofn, eg bara veit thad ekki, eg er ekki alltaf latin fylgjast med ollu.

En Jokull yngri eda thessi litla stelpa sem er a leidinni gledur mitt hjarta oft a dag.

Heilraedi lasasmidsins and Irish sexlife

Hvad a eg svo ad gera til auglysa heilraedin, sko eg er her a netkaffi, thad er allt surt og rakt, hafid thid smakkad lifraent raektad lime, a eg ad segja fra sexlife minu svo eg fai fleiri komment. Thad er bara ekkert sexlife, nema einsog eg hef adur sagt er sexlife ekki sexlife. Heldur einhver svona vidkoma sem gerist stundum, ja tha segja margir erotik, hvad a eg ad hanga lengi a thessu netkaffi, a eg ad kaupa mer is, thad er sma sexlife, og skrifa a postkort, ekki sexlife, og horfa a alla jakkafatagaejana i thessu hverfi. Thegar mig langar bara ad horfa a einn, Elisabet ekki thykjast alltaf vera svona god. En eg er god, a bara erfitt med ad vidurkenna thad. Thad er sexlife.

ps. ad synda i sjonum er sexlife. hann er bara svo kaldur.

Islensk kjotsupa

Eg eldadi kjotsupu, eg var annars mjog vidkvaem i gaer. Ja. For til Howth a markad og keypti allt lifraent, kjotsupan slo i gegn hja landlordinum minum, og svo er eg ad lesa bok a ensku, Amongst women, eftir John McGarhan, hann do i fyrra.

Skuggahlidar Irlands

Var ad koma ur biltur med konu sem er med mer i bekk, hun syndi mer hvar U2 og Enya bua i kastolum vid sjavarsiduna og thad var reyndar mikid af Irum ad synda i sjonum, their gera thad vist voda mikid, en thetta voru semsagt kastalar, vardir af jarnhlidum, - steinsnar fra var fataekrahverfi, buid ad negla fyrir glugga, sumstadar blostu toftirnar vid, og thar hittum vid sextan ara stelpu, mamma hennar var vaendiskona og pabbinn dopsolumadur, stelpan hafdi fluid fra tveimur fosturheimilum, flosnad uppur skola en var hress og kat og knusadi konuna sem eg var med thvi thaer thekktust. Bara mjog venjuleg stelpa, saet og krafmikil med orlitil strik, hrukkustrik, sem gafu annad til kynna.

13 október 2007

Flottustu stigvel i heimi

Eg for til Malahide og keypti stigvel, thetta eru thridja skoparid sem eg kaupi her, dont know what is going on, en thid hafid aldrei sed onnur eins stigvel, tofrastigvel, ja, eiginlega fimm stigvel i einu, og svo prinsessa undir theim, bleikur haell, hlebardaskinn, svart og rautt gummi, gamaldags ommuskor fyrir hael og ta.

Eg aetla aldrei ur theim.

Sa sa eg tiu fallega svani synda a vatninu.

Og for a griskan veitingastad, bordadi kalamari og griska koku, namm, og chilladi einsog vitlaus manneskja og skrifadi i hina bleiku bok leidans.

For svo a aa-fund, thad er fasti aa-fundurinn minn a Irlandi.

En nuna sit eg og skrifa i stigvelunum.

Love you all.

12 október 2007

Sma i Ulysses

eg var ad lesa sma i ulysses, og ad laera heima, leidist sma, hlytt herna nuna, haegt ad sofa nakin undir saenginni en um daginn redi rafmagnsteppid rikjum, ja leidist sma og er sma einmana, ja sma, orti tvo ljod i dag, nei eitt, buin ad skila lasasmidnum, hvad aetti ad standa aftan a. um daginn fattadi eg eitt. eg var med vinkonu minni uppi rathmines, vid aetludum i sund, thad var enginn peningur a kortinu minu, sundlaugin var lokud, ekkert netkaffi, eg var i nyju hverfi og eg vard svo reid, eg let engan sja thad, en eg fattadi ef eg hef ekki stjorn a kringumstaedum verd eg reid, svo hvad er annad haegt i stodunni, gefast upp. Og fara hlaeja. en tha hefdi eg fattad eg var a irlandi. eg fekk svoleidis i gaer. eg sat i thessu nammi leikhusi a efri svolum, og mer fannst einhver hafa faert mig ur stad, eg vissi ekki hvar eg var, einhver hafdi faert mig, og tha hugsadi eg, thetta er einhver stadur og tha vissi eg var a irlandi og langadi ad standa upp og bada ut hondunum og hropa i fognudi, eg er a irlandi.