04 febrúar 2008

Afmæli í fjölskyldunni

Kristjón elsti sonur minn skartar 32 ára afmælisdeginum sínum í sólarríkinu Spáni og Ingunn tengdadóttir mín sínum 23 afmælisdegi í fimbulkuldanum á Íslandi, og kasólétt, barnið gæti fæðst í dag og bæst í hóp afmælisbarnanna. En Kristjóni og Ingunni er hérmeð óskað innilega og útilega til hamingju með afmælið og megi þá fá fullt af knúsi, faðmlögum og góðum óskum.

10 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Takk fyrir kveðjuna og takk fyrir mig! ;*
Og til hamingju með Kristjón - Garpur sagði í dag að kannski væru það foreldrarnir sem ættu frekar að fagna afmælisdeginum heldur en afmælisbarnið sjálft - þar sem það eru nú foreldrarnir sem komu þessum blessuðum börnum í heiminn! Þannig að þú skalt halda upp á daginn í dag! :)

Elísabet sagði...

Jjá, ég er vön að kaupa blóm handa mér og svona, á afmælisdögum sona minna, ég er svo sniðug, og takk elsku Ingunn mín fyrir kommentið.

Njóttu dagsins.

Nafnlaus sagði...

Hamingjuóskir.

Það má líka benda á að Þorsteinn Máni á svona semí-afmæli þar sem hann fæddist á bolludaginn! - Bolludagsbarn ;) En það árið var haldið uppá bolludag í byrjun mars.
luv,ER

Elísabet sagði...

Hvar eru bollurnar....?

Elísabet sagði...

Já, takk fyrir hamingjuóskirnar, hvenær hættir að vera svona kalt.

Nafnlaus sagði...

Takk fyrir óskir. Til hamingju með afmælið Ingunn. Bestu kveðjur til Garpz. Koma svo Ingunn, fæða í dag, Kristjóna Jökullína getur ekki beðið eftir að komast í heiminn.

Nafnlaus sagði...

Sko, bæði afmælisbörnin búin að kommentera, hámarksárangur. ha ha ha. Kristjóna Jökulína, hún yrði örugglega mjög ánægð með það, uppáhaldsnafnið hennar ...

hvernig er annars veðrið á Spáni Kristjón, snjóar?

Nafnlaus sagði...

Takk fyrir það Kristjón og sömuleiðis!
annars hlýtur hún að fara að koma sér í heiminn - við bíðum bara "þolinmóð" þangað til ;)

Nafnlaus sagði...

afmæli, afmæli, afmæli, húrrí húrrí, húrrí, gaman gaman, ... ég man þennan dag fyrir 32 árum sem Kristjón fæddist, mjög duglegur að koma sér í heiminn, Hulda og Valli voru í heimsókn, báðu að heilsa báðum afmælisbörnunum, og sem betur fer hef ég ekki fengið bollur í dag, en langar í saltkjöt og baunir á morgun, vetrarknús.

Nafnlaus sagði...

Kristjón ég elska þig og afmælisdaginn þinn, svo margir 4.febrúar. Og ég elska þig líka Ingunn og mér finnst svo sniðugt að þú eigir afmæli 4.febrúar. Þetta eru viðkvæmir hörkutöffarar sem eiga afmæli þennan dag, miklir hugsuðir, frumkvöðlar og blíðlyndisblíður.