07 febrúar 2008

Fallegasta fólki í heimi - á myndunum eru Ingunn og Garpur. Þau eiga von á barni á hverri stundu.


11 ummæli:

Nafnlaus sagði...

hérna... afhverju Ingunn og Garpur ... afhverju ekki Garpur og Ingunn ?! ... nei bara spyr ? :)

Nafnlaus sagði...

Ladies first! Ha ha ha. Ég verð líka að láta alla halda hvað ég sé kurteis tengdamamma, - annars kom þetta nú bara svona, stundum kemur Garpur á undan.

ástogknús, mamma

Nafnlaus sagði...

Það svaraði ekki síminn hjá ykkur áðan, ég var viss um að þið væruð að bruna á fæðingardeildina...:)

Hringbrautin sagði...

Fallegast fólk í heimsveldinu! Algjörlega. Ég bíð spennt eftir fréttum af bruni og fæðingardeild...

Er eitthvað að frétta?

Nafnlaus sagði...

Fallegt fólkið þitt - vá. Ég er bíllaus í dag - manstu ég ætla að spá í þig og bjóða þér upp á kaffi.

Pæling: Ætlar þú til Ásdísar annaðkvöld - spurning um að taka spilastokkinn með þá - get pikkað þig upp?

Nafnlaus sagði...

Já, þau eru fallegasta fólkið í heimsveldinu, og Jökull og Kristín sem eru í janúar. Svona eru tvíburamömmur, það má aldrei gera uppá milli, þá fær maður dembuna yfir sig og er þrjá mánuði að grafa sig uppúr haugnum,

sbr. grínið í fyrsta kommenti. ;)

og svo vantar auðvitað myndir af ömmubörnum á Spáni, og hvernig væri ef pabbi þeirra læsi þetta að hann skellti inn myndum. :)

En Garpur og Ingunn eru svo sæt og góð, og góð við mig, ég er líka svo góð, svona flesta daga.

Nafnlaus sagði...

Ellý - hæ, takk, ég veit ekki hvort ég fer til Ásdísar, en veit það sennilega þegar líður tekur á daginn og hugur minn kemur niður af fjöllum.

Nafnlaus sagði...

Ókey ég tékka á þér tomorrow. Garpur er líkur þér - flottur strákur.

Nafnlaus sagði...

Takk fyrir það, ég veit nú ekki hvort Garpur yrði ánægður með það, hann vill vera líkur pabba sínum, sem hann reyndar er, mér finnst alltaf Jökull alveg einsog pabbi sinn, en þeir eru svona "lúmskt líkir mér."

En það er útbreidd sagan um það þegar þeir, tvíburarnir, voru litlir, og þegar ég hitti fólk á förnum vegi, greip það andann á lofti og sagði:

Mikið eru þetta fallegir strákar, hver er pabbi þeirra!!!???!

Svo ég gat bara haldið áfram í minni unglings-krumpuðu-sjálfsmynd þangað til ég fékk forsíðuna á Vikunni. ha ha ha.

Ég er bara svo þakklát fyrir allt þetta fólk, tengdadæturnar, ömmubörnin og strákana. Ég á þakklætisvaskafat sem ég græt í á hverjum degi áðuren ég fer á fætur. Nei, það eru forréttindi að fá að elska svona mikið.

En mér heyrist ég vera á leiðinni útí storminn. ;)

Nafnlaus sagði...

En slatti af systkinabörnum mínum eru lík mér, þótt það sé orðið meiriháttar djók í fjölskyldunni, en ég veit mínu viti, ég sé Ellu Stínu glampann í augum þeirra.

Nafnlaus sagði...

Einsog Jóhanna Líf sagði...ó, þau eru ástfangin, þau eru ástfangin...