Þá er enginn sem kemur miljón sinnum á dag þjótandi innum dyrnar og segir mamma. Svo núna er farið að rigna innum dyrnar, nei flæða innum þær.
Þá er enginn sem fer með manni í Krónuna og heimtar tuttugu kexpakka og spænir þá upp á jafnmörgum mínútum.
Þá eru engar þrjár þvottavélar á dag sem þarf að þvo, hengja upp, brjóta saman og láta vita hvar er, því það er alltaf allt að týnast.
Þá er aldrei verið að leita að neinu daginn út og daginn inn, fótboltaskóm, fótbolta, allskyns furðulegum hlutum sem maður veit ekki af en veit hvar eru.
Þá er aldrei neinn að horfa á sjónvarpið.
Þá er aldrei neinn að spila rapptónlist í botni.
Þá er aldrei neinn að nenna ekki að vaska upp.
Þá er aldrei neinn að opna ísskápinn og segja:Það er aldrei til neitt að borða hérna.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
7 ummæli:
Þú ert stórkostleg. Elska þig.
Alveg til í að koma og vera erfið - ef þú hefur tíma!?
Og til hamingju með hana mömmu þína, afmælisbarnið.
knús.
Já komdu bara og kíktu í ísskápinn, settu allt í gang og og og...:) elska þig líka.
já til hamingju með hana jóhönnu, vinkonu þína og stórtungl.
hahah mjög skemmtilegt... Ég verð að muna þetta þegar ég fer sjálfur að skammast útí þegar krakkarnir mínir vita ekki hvar hlutirnir eru, eða þegar þeir kvarta yfir matarleysi þegar þeir kikja í ísskápinn!;)
kv garpur
tad er bara tvi thei sau ekket, kids tells the tuth.
hinsvegar verdur thu alltaf vita hvar allt er, tha verdur thu toframadur og getur geymt allt i erminni.
mamma
ég ætti kannski að skrifa heila svona bók. ekj
Já.
takk krúsin mín. mér sýnist þú nú vera að því... með myndum og allt.
ellastínan
Skrifa ummæli