16 febrúar 2008

Galdrasaga II

Þegar ég kom til Írlands tók Beckett á móti mér á flugvellinum. Ég sagði þetta auðvitað engum en fyrir þá sem ekki vita það hefur Beckett legið í gröf sinni síðan 1989 en þá gaf ég út fyrstu ljóðabókina mína. Hvað um það, ég var þrjá mánuði á Írlandi og síðasta daginn bilaði síminn minn og ég þurfti að leita á náðir nágranna míns. Hann hét Barry og var ungur leikari. Ég hafði ekki vitað af honum áður því ég þekkti ekkert nágrannana. Þegar hann hafði gert við símann minn spurði ég hvort ég mætti gefa honum fimmtíu kíló af kartöflum sem vinur minn hafði gefið mér þegar hann keyrði mig heim. Ég hafði verið að grínast með það að stofna kartöflugarð á Írlandi en vissi að ekkert yrði úr því og Barry þáði kartöflurnar. Það kom í ljós að hann var að leika í Beckettleikhúsinu í leikriti eftir Beckett. Leikritið hét Dante and the lobster. Ég veit ekki hvað titillinn táknar, en veit bara að Beckett vildi staðfesta komu sína.

9 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Hvernig kaffi þykir þér gott kæra fallega Elísabet?

Nafnlaus sagði...

Sterkt og gott kaffi, kaffi latte eina tískukaffið sem mér finnst gott, og grískt kaffi finnst mér æði, svo bara svona já...

annars er ég á kafi í ba-ritgerð. en sjáum til. sjáum til.

ella stina café

Nafnlaus sagði...

Sjáumst við næsta miðvikudag á ÍNN?

Nafnlaus sagði...

já, alveg rétt, ég tek með mér tölvuna og skrifa BA-ritgerðina ha ha ha, og verð að fá vita allt um nornir og kaffi...

ekj

Nafnlaus sagði...

Kem með tískukaffi handa þér og tek spilin líka með tomorrow. Hlakka til að sjást.

Nafnlaus sagði...

ókei, er þetta spádómur og kaffi í beinni útsendingu, - olræt.

ekj

Nafnlaus sagði...

Ásdís hr í gærkvöldi og sagði að um misskilning væri að ræða. Ég á ekki að mæta í dag:(

Hlakkaði til að hittast en hvað um það innilega til hamingju með barnabarnið. Yndislegt að allir eru happy og frískir. Ég er búin að skoða spilin hjá litlu stúlkunni - má ég senda þér það sem ég sé? Hlý kveðja/Ellý Ingunn Ármannsdóttir;)

Nafnlaus sagði...

já takk, Ellý mín, þú ert svo mikið krútt, þá ætla ég að gefa þér netfangið mitt:

ellastina@hotmail.com

knús, elísabet

Nafnlaus sagði...

Sent!