03 febrúar 2008

Skírn í fjölskyldunni

Litli frændi minn var skírður í dag, hann steinsvaf en rétt vaknaði tilað heyra nafnið sitt, svo sofnaði hann aftur. Kirkjan var full af fólki, englum og ljósi. Foreldrar hans eru Ragnar Ísleifur Bragason og Ólöf Arnalds. Allt var fallegt í kirkjunni. Ég og Bragi frændi sátum saman. Barnið var skírt Ari Ísleifur, og verður þá sennilega kallaður Valgarður.

1 ummæli:

Kristín Bjarnadóttir sagði...

skemmtileg frétt!
ástarkveðja til þín í snjóþungann
Kristín