12 febrúar 2008

Bumbukrílið á Hróa

Í kvöld gerðist sá merkisatburður að bumbukríli Garps og Ingunnar fór útá Hróa en Hrói Höttur skapar mikinn sess í lífi okkar hér á Framnesvegi. Þar hafa Garpur og Jökull borðað pizzur gegnum aldirnar þegar ekkert var til heima hjá þeim annað en kex, popp og pönnukökur. Bumbukrílinu fannst mjög notalegt á Hróa og hlustaði á seiðandi malið í foreldrum sínum og rausið í ömmu sinni, lagði nottla eyrun sérstaklega við þegar það heyrði spekina í henni. En þetta var yndislegt kvöld og vaxandi tungl.

2 ummæli:

Hringbrautin sagði...

Eftir svona kvöld, í nálægð spekingsömmunnar, er þess örugglega ekki langt að bíða að krílið vilji út til að sjá og heyra meira. :)

Bið að heilsa ykkur öllum.

Nafnlaus sagði...

oh, þú ert svo mikið krútt krúttsen Elísabet mín, best að fara að rifja upp spekina, knús.