27 febrúar 2008
Hvernig Garpsdóttir eignaðist tunglið
Kvöldið sem hún Garpsdóttir fæddist var fullt tungl, það varð einmitt fullt á augnablikinu þegar hún fæddist, og svo var amma hennar alltaf að gá að tunglinu fyrir hana, hún kíkti útá tröppur kvöldin á eftir, leit á tunglið og sagði svona í hálfum hljóðum: Já, þarna er tunglið hennar Garpsdóttur, best að muna eftir því og segja henni frá því þegar hún verður stór, og svo kíkti hún á tunglið á hverju kvöldi og sagði alltaf: Já, þarna er tunglið hennar Garpsdóttur, - tunglið minnkaði auðvitað dag frá degi en alltaf sagði amma hennar Garpsdóttur það sama: Þarna er tunglið hennar Garpsdóttur og svo varð tunglið pínulítið og aftur stórt en af því að amma hennar gat ekki hætt að segja: Þarna er tunglið hennar Garpsdóttur, þá eignaðist Garpsdóttir smámsaman tunglið og stundum á hún það pínulítið og stundum alveg fullt.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
5 ummæli:
saknaði þín á ÍNN í dag.... kv Ellý
já ég átti ékki að koma fyrren í næstu viku, þann fimmta, var einhver misskilningur.
ekj
Garpsdóttir malaði í svefninum sínum, og glotti í annað munnvikið þegar ég las söguna fyrir hana...
kv. Elísabetarson
Sennilega af því hún þekkti söguna hefur heyrt hana áður, berast með vindinum, og ánægð hún væri komin á blað í netheimum,
knús, mamma
GARPUR!!! Takk fyrir að lesa söguna fyrir hana, takk, en gaman, ég var að fatta þetta, takk, það er auðséð hver hefur alið þig upp, djók, þú ert með þetta meðfætt,
mamma :)
Skrifa ummæli