16 febrúar 2008
Flísin skolast út
Ég er búin að komast tvisvar í sund þessa vikuna og það er kraftaverk, fyrst komst ég að afgreiðsluborðinu, svo komst ég inní búningsklefana, svo í sturtuna, í heita pottinn og svo komst ég í laugina og eftir átta ferðir fann ég hamingjuna, hljóðið í vatninu, rigninguna, líkamann í vatninu, sundtökin, very nice. Synti 3o ferðir í hvert sinn! Svo hef ég komist á tvo AA-fundi, farið á tvær skólasýningar, komist í skólann, komst í Krónuna að kaupa í matinn fyrir ellefuþúsundkrónur, dáðist að nýpússaða borðinu mínu, ég er ekki stuði tilað blogga, ég er að skrifa ritgerð uppá 25 blaðsíður og það er æði. Já, svo komst ég í sjónvarpsþátt. Ég komst líka uppá Blindrabókasafn að lesa, ég komst að heimsækja Braga frænda og komst tilað kaupa mér lampa, alveg sjúkan, er búin að komast ótrúlega margt, ég hef örugglega komist eitthvað fleira sem ég man ekki. En ég finn nefnilega ennþá smá fyrir þunglyndinu, það er einsog flís í heilanum en einsog aðrar flísar mun hún skolast út.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli