02 febrúar 2008

Finnið og þér munuð be happy

Það þykir rosalega göfugt meðal andans manna að vera alltaf að leita, mannkynið er sent í leitina einsog hvert annað stríð, - um leið og það stendur í lappirnar, þetta þykir mér ákaflega þreytandi, afhverju á ég alltaf að vera leita að einhverju, - vinur minn benti mér á að ef ég væri að leita að tilgangi lífsins hlyti ég að hafa týnt honum, - einmmitt, ég kom með þetta allt í heiminn, og það er miklu betra að fá sér labbitúr og segja: Sjáðu, þarna er sjórinn, fuglarnir, litbrigðin í skýjunum, sólin og þarna kemur vinur minn gangandi, blessaður.

5 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Ég reyndi að bjóða þér í steiktan Kola en engum síma var svarað þín megin. luvjú.ER

Nafnlaus sagði...

Þvílík harmatíðindi, er hann búinn, ég var inní Jökulsherbergi og með músíkina á, steiktur koli, namm namm nema ég hefði frosið í hel á leiðinni, love you toooo, ekj

Kristín Bjarnadóttir sagði...

já ég var að lesa um 14 stiga frost já ykkur á Íslandi eða meira! Og ég sem er að móðgast hérna yfir smá gjólu í eyrun ... Góðan og glaðan sunnudag ... kb

Nafnlaus sagði...

þetta er algjöööööör viiiðbjjóóóður, en fjöllin er bleik í fjarska, póstkorta-fökking-bleik. úúú...

Nafnlaus sagði...

Annars er Ragnar Ísleifur Nínu og Bragason að skíra hjá sér í dag...