02 febrúar 2008

Litlar spurningar

Þegar ég var unglingur gekk ég stundum um göturnar á nóttunni og hugsaði um tilgang lífsins. Mest langaði mig tilað finna tilgang lífsins og færa mannkyninu hann á silfurfati, þvílílkur leiðinda unglingur enda fór ég í þunglyndi um leið og ég var 14 ára og hellti svo brennivíni og seinna dópi oní þetta svo enginn myndi fatta neitt. En þetta þótti töluvert göfugt að vera hugsa um tilgang lífsins daginn út og daginn inn. Ég er búin að fá leið á svona svokölluðum stórum spurningum, ég er að reyna upphugsa einhverja litla spurningu einsog tildæmis: Hvenær kemur lóan?

Engin ummæli: