03 febrúar 2008
Ég er óendanlega mikils virði
Ég fór í kaþólsku kirkjuna áðan og þá fattaði ég að þunglyndið segir bara eitt: Þú ert einskis virði. Þessi orð eru geymd í jarðarorkustöðinni. Svo ég endurtók hvað eftir annað: Ég er óendanlega mikils virði, ég er óendanlega mikils virði, ég er óendanlega mikils virði.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
2 ummæli:
Farðu bara sem oftast í kirkju, þú ert svo frábær og yndisleg, mundu að fá meiri yfirdrátt á morgun, knús.
Sko, þú ert farin að hljóma einsog sjálfshjálparbók Elísabet, I cant take it anymore, ég meina, þarftu að tönglast á þessu, þarftu yfirleitt að vera pæla í þessu, geturðu ekki bara leigt þér spólu, eða haft það næs. Er svona rosalegt tröbbl að vera þú, ég meina fólk er farið að taka eftir þessu, common.
Skrifa ummæli