01 febrúar 2008

Hrafn er snillingur

Bróðir minn hringdi áðan úr Trékyllisvík, og ég sagði honum frá þunglyndinu mínu, að ég hefði verið inná geðdeild, í þunglyndi, ég hefði ekki verið nóg á varðbergi gagnvart því, auðvitað væri hægt að finna ástæðu en það er ekki málið, kannski er það svona gróið í mig, ég er alltaf að passa að fara ekki í maníu, og þekki þegar hún bankar uppá og ræð þá við hana, en allar þessar raddir eða hugsanir, hvað ég sé ómöguleg, það kvikni í húsinu mínu, það vilji mig enginn, mér takist ekki að klára skólann, einsog saumaðar inní heilann, einsog þær séu að halda sýningu, kannski skauta á svellinu, ör eða skurður á sálinni, einsog þegar fólk sker líkamann sker ég í sálina, kannski verð ég einmana þegar þessar hugsanir hætta, eða finn tilfinningar sem þær hafa breitt yfir með sínum elskulegheitum, og alltíeinu fyllist mælirinn, nú skal ekki hugsa eina svona hugsun í viðbót, ekki eina, allsekki neina, og enga, en þær halda áfram, en ég þekki þær, þarna eruð þið þá, og hvað á ég að gera, ég get ekki lyft upp símtólinu þótt ég sé komin heim og litli bróðir minn segir mér að það sé val, ég vilji það ekki, akkúrat segi ég, guðslifandifegin að einhver skilur mig, að ég fái að vita að þetta sé val, allt þetta tuð, þetta er nefnilega tuð segir hann, þetta er ekkert nema tuð, já segi ég, og var reyndar of hress á geðdeildinni, svo er annað, ég er snobbuð fyrir maníunni, hún er hress og kát, biluð og brjáluð, samt fór ég á botninn og kæri mig ekki um hana, en vil helst ekki viðurkenna ég hafi farið í þunglyndi, þá hefði verið skárra að fara í maníu eða hvað, svo horfi ég á þunglyndissjúklingana, þeir eru allir að prjóna og púsla meðan maníusjúklingarnir eru á leið í vinnuna, keyrðir áfram af mission, ég var reyna setja upp sýningu, svo er ég bara útskrifuð í miðri sýningu, - tuð, þetta virkar svo ákveðin rödd: ÞÚ ERT ÖMURLEG ELÍSABET, en þá er þetta tuð, tuð að því leyti að þetta kemur aftur og aftur, sama tuðið, allt um hvað ég sé ömurleg, misheppnuð, ljót og leiðinleg, ég skuli bara raða öllu á sinn stað, og mér finnst skrítið að heyra bróður minn segja að þetta sé tuð, segist vilja búa til leikrit þarsem þunglyndið stendur við hliðina á mér og hvernig hægt sé að þagga niður í því, og ég spyr hvort hann fái svona þunglyndi eða tuð ennþá.

Á hverjum degi, segir hann.

Og hvað gerirðu þá?

Ég segi: Þetta er alveg rétt hjá þér.

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

merkilegur, tudðmónólógur! að vera útskrifuð í miðri sýníngu er með því dramatískara sem ég hef heyrt svona frá leikrænum sjónarhóli, kannski þarftu að skrifa nokkra svona uppi og niðri mónologa, láta þær vera sitt á hvorri hæðinni og tuða og hittast annað slagið og tuðast á ...
já, svona virkar þetta örvandi á tuðgeninga í manni hugsa ég sem skil ekki munin á plús eða mínus, er svo ánægð með að komast á kvikmyndahátíð að ég næ ekki að sjá neina mynd heldur og sit heima og meila spurningar um plús og mínus og horfi á stjörnur í huganum af því þær sjást ekki lengur og nú ættti ég að fara að blogga og bjóða þér í heimsókn ... love you/kb

Elísabet sagði...

tuðmónólógur, þú ert snillingur stínasíta! takk gúmmúlaðið mitt.

já og nú ferð þú að koma til Íslands, og ég skil minnst í þessu plús og mínus,

takk ástarknús,

Elísabet sagði...

Rekja upp saumana, slípa svellið, og segja góði guð, má ég fá smá kærleika. Takk.