28 febrúar 2008
Skrítinn draumur
Síðustu nótt dreymdi mig ég bjó á Melunum, á Grenimel held ég, það voru amk. tveir þakgluggar og trén náðu uppyfir húsið og það voru villikettir í trjánum, feitir villikettir, þeir klóruðu í þakgluggann, ég ögraði öðrum þeirra. Hann hvæsti og setti klóna í gluggann. Svo var ég komin í leikhús og þar var kona með eins-manns-sýningu. Hún gerði tásnyrtingu á mér, það var svo flott að það var eitthvað japanskt við það, blandað af japönskum kökum og minnti soldið á flottu handklæðin sem ég gaf krökkunum í jólagjöf síðast, allavega meiriháttar sjúklega flott. Við sátum í hring í leikhúsinu, ég var lengst til vinstri og Árni Kristjáns í mínum bekk sat hinumegin fremst og brosti til mín. Svo fór leikkonan og gerði tásnyrtingu á annarri konu sem ég held ég hafi þekkt og þá varð ég afbrýðissöm en var að hugsa það í draumnum að það væri fáranlegt útaf því ég væri með svo flottar tár og svo vel snyrt.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli