20 febrúar 2008

Hún er komin

Dóttir Garps og Ingunnar er komin í heiminn. Hún fæddist 19.febrúar.

Þetta er eitthvað ótrúlega fíngert og flott. Ég hef lítið heyrt ennþá nema bara af hamingjunni. Ég dansaði útá tröppum og hrópaði yfir allt hverfið: Hún er komin, hún er komin.

Ég talaði við Jökul og Kristínu og við vorum í hamingjuvímu. Jökull var í Ameríku og hafði fengið að heyra í henni yfir Atlantshafið. Hún öskraði alveg: Jöööökuuuull. Svo talaði ég hálfa sekúndu við hinn nýorðna pabba en hann mátti ekki vera að neinu því hann var malandi af hamingju að sinna móður og barni sem var strax orðið svangt.

Hvað get ég sagt: Velkomin. Til hamingju.

*

9 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Til hamingju!! Fiskar eru besta fólkið. Knús á línuna.

kv. ER

Nafnlaus sagði...

Já hún er sama merki og Máni. :)

Máni, uppáhaldsfrændi minn.

ekj

og auðvitað afi hennar, afi Ingi.

Nafnlaus sagði...

TIL HAMINGJU!
kb

Nafnlaus sagði...

TAKK TAKK, ég er búin að sjá barnið, hún er guðdómlega yndislega fallegasta barn á jörðinni.

OFUR-AMMAN

Nafnlaus sagði...

Til hamingju elsku vinkona.
Knús og kossar.
Mega amma ha ha ha !!! :=()
Kkv. Þóra.

Nafnlaus sagði...

Ofur-amma. Okkur vantar mynd af þessu yndislega undrabarni!!!

luv, ER

Nafnlaus sagði...

Takk Þóra og takk fyrir mega-komment, nú bara verðum við að fá okkur kaffi og taka hláturskast.

ást. ekj

Nafnlaus sagði...

Jú, Elísabet, ég var að reyna senda þér slóðina, barnið er einsog flotaforingi,

.... ég er viss um að það á stóran flota í hafi einhverstaðar í sínu leynilega hafi, eða bara opinbera hafi sem stirnir á af skini stjarnanna.

ég get varla skrifað á tölvuna því ég er alltaf að kíkja á myndina,

knús, ella stína

Nafnlaus sagði...

www.februar.barnaland.is ... þar er daman !! ;)

kv. garpur