16 febrúar 2008
Galdrasaga
Einu sinni var ég skotin í manni. Hann var nýfluttur á Kvisthagann. Svo kom vinkona mín, hún bjó í útlöndum þegar hún var heima hélt hún til hjá bróður sínum sem bjó á Kvisthaganum. Hún var orðin leið á að heyra mig tala um manninn en ég bauðst tilað labba með henni heim, kannski myndi ég hitta manninn á Kvisthaganum. Það var kvöld og enginn á ferli. Svo á horninu á Kvisthaga og Hjarðarhaga hittum við Pizzasendil, hann var ör og óðamála og spurði um ákveðið númer á Kvisthaganum. Ég sagði honum það væri innarlega. Svo héldum við áfram. Þegar við gengum lengra sáum við hvar maður stóð útá tröppum og var að tala við Pizzasendil. Það var maðurinn á Kvisthaganum. Ég kallaði á hann. Hæ, sagði hann. Hæ, áttu heima hérna, spurði ég. Já, ég var að flytja inn, ég var að mála. Þetta er vinkona mín, sagði ég. Svo kvöddum við og ég fylgdi henni heim. Á leiðinni til baka var ég að hugsa um að banka uppá og fá að sjá íbúðina. En þá mundi ég eftir því að þetta var ekki á Kvisthaganum.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
1 ummæli:
Þetta er Borges... er það ekki...
ljóntígurinn
Skrifa ummæli