Hún Garps og Ingunnardóttir kom í heimsókn áðan, það var guðdómlegt, ótrúlega yndislegt, hún var bara hér í heimsókn, með fallegu augun sín og undrandi íhugula svipinn, svo er hún svo kröftug, með fallega húð og mikið af svipbrigðum. Ég féll alveg í stafi yfir henni, líka að hún væri komin hingað á Framnesveginn í eigin persónu.
Foreldrarnir fengu smáathygli líka, þau eru nú öll alveg sætust í heimi, og lífið verður allt svo enn dýrmætara. Takk Takk Takk. En hugsa sér, hér býr maður í átján ár og þá einn daginn: Bánk bánk bánk, Hæ amma, Garpsdóttir, má ég koma inn.
Svo fékk ég að halda á henni og það var einsog hafa alheiminn í fanginu.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
2 ummæli:
Yndislegt. Til hamingju aftur og enn.
luv, ER
Takk, þetta er svo dásamlegt, ég var að vaska upp og eitthvað svona áðan, þá hrökk uppúr mér: Hún kom hérna í húsið. -
Sjálf er ég einsog sprungin blaðra eftir að hafa klárað BA-ritgerð, samt er ég eitthvað svo LÉTT,
mótsagnirnar já, drifkraftur lífsins, ekki satt, ég veit ekki neitt, bara svo hamingjusöm,
ást Elísabet
Skrifa ummæli