07 febrúar 2008

Ísbjarnarveiðar

Þegar ég var sautján ára norður á Ströndum fór ég daglega á ísbjarnarveiðar. Ég tók með mér hundana fjóra og setti byssuna á öxlina og þrammaði svo inní Ófeigsfjörð. Það var allt hvítt og blátt. Það voru tófuspor í snjónum og þarna voru líka tófuspor. Hundarnir snuðruðu um allt. Sjórinn féll að. Allt var hvítt. Stundum sá ég ísbjörninn hreyfast hinumegin við fjörðinn.

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Það var ég.

Elísabet sagði...

Afrek dagsins, hellti uppá kaffi, vann í BA-ritgerð, mokaði tröppurnar, fór útí búð, þvoði ofn, henti fullt af pappírum, horfði á fréttirnar, skrifaði bréf til mógúls, og kem sennilega til með að raða í ísskápinn og kannski elda 1944 handa mér.