06 maí 2009

Átta lóur og þoka niðrí hlíðar

Vaknaði klukkan sjö, þá var alhvít jörð og spor eftir ísbjörn frá glugganum mínum og að þvottasnúrunni en þar hafði hann hengt feldinn sinn til þerris eftir að hafa kíkt á mig sofandi og vöknað um augu, Ísbjarnardrottningin sjálf... þegar ég vaknaði klukkan ellefu hafði snjóinn tekið upp en þoka niður í miðjar hlíðar og átta bústnar lóur með jafnstórt bil á milli sín á túninu, spáin er víst slæm en fullt tungl á leiðinni.

Engin ummæli: