Í nótt gerðist svo lotningarfullt atriði að ég get varla andað þegar ég minnist þess. Ég vaknaði um hálffjögur og það var eitthvað að gerast útvið sjóndeildarhringinn, sviptingar, línur og birta, ég lagðist aftur í rúmið og dró gluggatjöldin frá, svo eftir smástund gerðist það: Sólin! Logarauð birtist uppúr djúpinu, hin fyrsta dögun heimsins.
Það var einsog hún lyfti sér upp og allt varð fallegt.
Um áttaleytið var þessi sama sól yfir Reykjaneshyrnunni og nú er hún yfir Finnbogastaðafjalli, hvað er klukkan þá... ha ha ha. Tólf.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli