02 maí 2009

Skórnir í Malahide

Ég gleymdi skónum mínum, ég keypti þessa skó í Malahide og gleymdi þeim hér, ég veit ekki hvað ég var að gera hér, ég man það ekki en ég gleymdi þeim hér, hvort ég kom inní búð sem seldi arinstæði og gleymdi pokanum mínum hér, en ég sé núna að þetta er engin búð, þetta er gamalt hús og hér býr Töfrakona. Hún sendi mig í ferðalag og ég var mjög treg, því ég skildi ekki að það var einsog hún hefði átt von á mér, og svo fór hún sjálf að tala um skó sem hún hefði keypt í Malahide, en hún talaði svo hratt eða þá hvarf svo ég gat aldrei spurt hana. Ókei, byrjum aftur.

Ég gleymdi skónum mínum hér.

Skónum þínum.

Já, ég ætlaði bara að svipast um eftir skónum mínum.

Eru það þessir skór.

Já.

Ég keypti sjálf þessa skó.

Þú?

Já, þetta eru skórnir mínir.

En hvernig stendur á því.

*

Ég kom bara að leita að skónum mínum.

Eru það þessir?

Nei.

En þessir?

Nei.

Þessir, þessir, þessir, þessir.

Nei, nei, nei.

Hvernig voru þessir skór?

Einsog þú ert í.

Ég keypti þessa skó í Malahide.

Malahide?

Já.

Ég keypti þá líka í Malahide.

Og nú verður hulunni svipt af töfrakonunni. Hún er Ella. Ella bjó hana til. Til að gera sér grein fyrir því að líf hennar snerist ekki bara um leitina að skónum, eða að ýmislegt gat gerst ef maður týndi skóm bla blA

5 ummæli:

afsprengill.bloggar.is sagði...

Ég h´let einu sinni heila málstofu um skó- og mynslíkinguna "ástin er eins og skór"

Magnað hvað það getur verið erfitt að kaupa rétta parið- og hvað stundum þarf að máta marga sem valda óþægindum á tá, hæl og jafnvel hnakka áður en maður finnu þá einu réttu....

Lísbet

afsprengill.bloggar.is sagði...

og hey! þú!

Ég á bók sem er dagbók, hún heitir konur hafa orðið.

Þín orð eru uppáhaldsorðin mín í bókinni.
Vissir þú það?
Lísbet

Nafnlaus sagði...

lísbet!!!

ástin er einsog skór,

einsog kór,

karlakór,

og já, ég samdi þessi orð sérstaklega handa okkur,

geturðu sagt Önnu Siggu nú sé ég búin að fara í 5ryþmadans.

Og langar aftur.

Elísabet

afsprengill.bloggar.is sagði...

Ég fór á kallakórstónleika í gær
Það gerist alltaf eittvhvað sturlað inní mér þegar ég horfi á alla þessa menn syngja
Þeir verða allir svo... miklir synir, feður, bræður, vinir.
´Hvort ég segi Önnu Siggu frá því, ég vil að hún haldi dans-session í Arnardal- kemur þú?

Nafnlaus sagði...

Já, ísafjörður og ég, ætli ég endi ekki á ísafirði í ellinni í húsinu mína á tangagötu,

dansandi dansandi,

dansandi út um gluggann,

já karlakór, best gæti ég trúað þér að hafa karlakór á þínum snærum í eldhúsinu og knipsa fingrum svo þeir birtist.

Hraustir menn! Brennið þið vitar!

Hrausta Elísabet