30 maí 2009
Jarðskjálfti Föstudagsson
Ég var að borða þegar jarðskjálftinn reið yfir, í eldhúsinu heima hjá mér, já jarðskjálfti hugsaði ég og ætlaði að halda áfram að borða en ákvað að sýna jarðskjálftanum tilhlýðilega virðingu svo ég fór útá tröppur tilað vita hvort Atlantshafshryggurinn væri nokkuð að klofna í garðinum hjá mér, svo var ekki, svo ég hringdi í börnin tilað vita hvort þau voru óhult, þau höfðu setið í Lazy-boy stólunum sínum og ekki fundið örðu. Svo ég fór aftur inn og hélt áfram að borða.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli