23 maí 2009

LJÓÐIÐ - (Í vinnslu)

*

Allt þetta fólk
sem lifað hefur hér
frá landnámsöld,
andi þess fyllir staðinn
hér í kvöld.

Gleði þess og sorgir,
dagar þess og nætur.

Það kemur nær og nær,
það þyrpist að,
það hefur eitthvað að segja.

Og þá veit ég
að þetta er sama fólkið
og býr hér í dag.

*

Engin ummæli: