Ég hef ekki horft á Silfur Egils síðan hann fékk Evu Joly norsk-franskan saksóknara í þáttinn til sín sem endaði á þá veg að Egill horfði umkomulaus á hana og spurði: Eva, getur þú bjargað okkur???
Í gær horfði ég svo aftur á Silfrið og þar var Paul Bennett í heimsókn, breskur hönnuður sem langar að bjarga Íslandi. Í lok þáttarins horfði Egill á hann jafn umkomulaus og áður og sagði: Mr. Bennett, getur þú kannski gætt okkur bjartsýni á nýjan leik???
Ég ætlaði að fara dæma Egil en ákvað að kasta ekki fyrsta steininum því í hvert skipti sem ég hitti útlendinga langar mig alltaf að biðja um kók og prinspóló.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli