Í dag flaug svanur framhjá Finnbogastaðafjalli.
Í gær lentu tvær teistur á Árnesánni og létu sig fljóta niðreftir.
Í dag trítlaði mínkur yfir veginn hjá skólanum.
Í dag sást svanur stinga höfðinu ofaní Finnbogastaðavatn.
Í dag voru tveir grjóthnullungar á veginum í Skriðunum.
Í dag heyrðist til þyrlu í þokunni.
Í dag söng þröstur á kofanum hans Urðarkattar.
Í fyrradag komu sjö kindur inná túnið hjá skólanum, sex hvítar og ein svört og hyrnd.
Í gær stakk selur upp kollinum í Ófeigsfirði.
Í dag sást til spóa á kletti í Hellisvík.
Í dag hafði tjaldið gert hreiður við árbakkann.
Í kvöld er þoka langt niðrí miðjar hlíðar.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli