19 maí 2009
Elísabet, vinir
Já, "erindisleysa" - einsog hirða um ketti bróður síns og mágkonu, heimsækja vini sína, heimsækja fjöllinn, sjá svan fljúga framhjá Finnbogastaðafjalli og annan svan að kafa í vatninu, og heyra lítinn snáða hann Gauta Rakelarson sem er eins og hálfs árs en hann er óvenju fljótur til máls og bræddi hjarta mitt þegar hann sagði: Elísabet, vinir.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
2 ummæli:
Það er svo gott að eignast nýja vini,það er líka dýrmætt að átta sig snemma á því að maður geti átt vini á öllum aldri. Það lærði ég í þessari sveit og finnst gott að litli drengurinn minn fái tækifæri til að gera það líka.
Kveðja Rakel mamma hans Gauta
Já, það er eitthvað fallegt og magnað við það, ég á tildæmis tvær vinkonur, önnur á áttræðisaldri, hin á níræðisaldri, það er Guðmunda Elíasdóttir og við tölum um karlmenn og guð og allt þar á milli ef það er eitthvað þar á mili ha ha ha...
takk fyrir kommentið fallega Rakel,
þín Elísabet
Skrifa ummæli